Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Ríkisstjórnin er vanhæf í þessu máli...

Ég segi að Ríkistjórnin sé vanhæf í þessu máli, vanhæf til að geta tekið heilbrigða og skynsama ákvörðun í þessu máli.

Valgerður Bjarnadóttir er með ákveðna skoðun á þessu máli og er hún búin að tjá Alþingi skoðun þá með bjölluhljómi varðandi þetta mál og vegna þess þá er hún vanhæf að vinna meira að þessu máli og það sem mér finnst alvaralegast í þessu öllu saman er að Samfylkingin virðist hafa ætlað að hvítþvo sjálfa sig fá þessu hruni með því að kæra bara 1 mann og hvað svo...

Átti málið þá bara að vera upplýst og afgreitt frá hennar hálfu eða hvað....

Það sem allir eru óánægðir með sem ég tala við er að það var bara 1 maður dreginn til saka í þessu máli en ekki allir þeir sem nefndir voru og er það Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur til skammar að svo fór sem fór og segir okkur hinum sem heima sitjum að það er ekki allt í lagi...

VG ættu að beina reiði sinni að þeim sem sáu til þess að svo fór sem fór, að það á bara að kæra einn mann en ekki alla sem nefndir voru og jafnvel spyrja sjálfan sig af því hvort þeir myndu kalla það afgreiðslu mála málana að 1 maður fái dóm og þar með málið afgreitt...

  


mbl.is Hart sótt að Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er í gangi...

Ég verð bara að segja eins og er að ég er hneyksluð á því hvernig tekið er á þessu máli...

Engin þeirra kvenna sem eru með þessa PIP sílikonpúða hafa verið kallaðar í eftirlit....

Það virðist ekki nást samkomulag um hverjir eigi að taka það eftirlit að sér og er það til skammar...

Hver var Ráðherra í þessu embætti fyrri part árið 2010 þegar það var ákveðið að stinga þessum upplýsingunum um galla þessara púða undir borð....

Vað það markviss ákvörðun viðkomandi Ráðherra og yfirvalda að halda þessum upplýsingum leyndum í von um þögn framyfir fyrningartíma bóta....

Bara það að það er ekkert eftirlit eða skoðun farin af stað hjá þeim kvenna sem þessa púða hafa vegna þessa iðnaðarsílikons er yfirvöldum til skammar og hneisu og margir hausar hafa verið látnir fjúka vegna minna máls...

 


mbl.is Geta ekki farið sjálfar í ómskoðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er sammála Ögmundi...

Ég er svo sammála honum Ögmundi vegna þess að það er verið að ásaka rangan mann á þann hátt að  það var logið að honum úr öllum áttum....

Við erum með Ríkisstjórn sem laug blákalt að Þjóðinni sinni til þess eins að vera við völd og svo blákalt var lofað skjaldborg utan um heimili landsmanna sen allir trúðu að kæmi en sitja núna uppi með eintóm svik og brostnar vonir vegna lyga núverandi Ráðamanna...

Hverja ættu Landsmenn að kæra vegna þessa lyga ef til kæmi aðra en þá sem að lugu...

Þetta fær mann til þess að velta því fyrir sér hvað var eiginlega svona mikið í húfi að ástæða þótti til að nota svona óvífnar og óheiðarlegar aðferðir og fyrir hvern var allt í húfi...

Það er alveg sama hvað ég velti þessu fyrir mér þá kemst ég alltaf að sömu staðreynd og hún er sú að það voru jú 2 flokkar í Ríkisstjórn fyrir hrun, Sjálfstæðisflokkurinn sem hefur fengið þvílíka útreið og svo Samfylkingin...

Í dag þá eru 2 flokkar við völd og það eru Samfylkingin og VG.

VG voru ekki við völd fyrir svo þeir höfðu ekkert að verja en Samfylkingin var fyrir við völd og á stóran þátt í því að svo fór sem fór svo þegar maður skoðar þetta svona þá gæti Samfylkingin haft allt í húfi...


mbl.is Gagnrýni á röngum forsendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svívirða við heimili landsmanna...

Þessi frétt er svívirða við heimili Landsmanna sem kusu þessa Norrænu Velferðarríkisstjórn vegna þess að hún lofaði skjaldborg utan um heimili Landsmanna...

Að skilja heimili eftir með 110% skuld er ekki skjaldborg fyrir einn eða neinn segi ég vegna þess að sá sem var ekki að geta fyrir getur enganvegin borgað meira það gefur augaleið finnst mér...

Mér finnst þetta ekkert annað vera en að setja allt tap fjármálafyrirtækja á bak heimilana úr því að heimilin fengu ekki sömu leiðréttingu og þessi frétt segir að sumir hafi fengið og hef ég stundum sagt að það sé ekki laust við að mér finnist eins og það sé verið að klára ránið með þessum gjörningi og það í boði Ríkisstjórnar sem lofaði skjaldborg heimilunum til...

Mér finnst eins og ég segi, þetta vera þvílík hneisa og svívirða við heimili Landsmanna sem og aðra einstaklinga að Ríkisstjórninni ber að segja af sér tafarlaust vegna þess að hún er búin að bregðast fólkinu...


mbl.is Hundruð milljarða gefin eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er fólk á örorku vegna þessa iðnaðarsalts....

Öll þessi umræða um iðnaðarsaltið eins og hún er búin að vera í fréttamiðlunum fékk mig til þess að velta því fyrir mér hvort það hefði einhver dáið eða veikst alvaralega af þessu iðnaðarsalti þvílíkur hefur flutningurinn verið, en það er alveg sama hvað ég hugsa þá minnist ég ekki eftir frétt eða umræðu um þess háttar svo mig langar að kalla eftir upplýsingum um hvort það sé vitað hvort það hafi einhverjir dáið, veikst alvaralega og jafnvel hlotið varanlega örorku vegna þessa iðnaðarsalts...

Það er ekki laust við að mér finnist í fljótu bragði að það sé verið að gera úlfalda úr mýflugu hér vegna þessa iðnaðarsalts og ætti ekki að vera mikið mál að laga þessa hluti.

Var annars ekki til Saltverkssmiðja hér á Landi og væri ekki frábært ef við Íslendingar gætum framleitt okkar eigið salt...


mbl.is Ekkert iðnaðarsalt í mötuneytum borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er ekkert eðlilegt...

Að ætlast til þess að það sé eðlilegt að stinga svona upplýsingum undir stólinn í 2 ár er ekki EÐLILEGT...

Það er ekkert eðlilegt við það að það hafi ekki verið haft samband við þær konur sem hafa þessa púða strax og þeim boðið í viðtal og skoðun árið 2010...

Fyrir mér þá er þetta einföldun á því að réttlæta það að þessum upplýsingum hafi verið stungið undir undir stól og haldið leyndum og fyrir mér þá á það aldrei að vera réttlætanlegt þegar heilsa fólks er annarsvegar og alveg ólíðandi að engin verði látin sæta ábyrgð.

Það hafa nokkrir Ráðherrar komið að þessu embætti frá því að þessi Norrræna Velferðar Ríkisstjórn tók við og þvílík velferð verð ég bara að segja...... 


mbl.is Eðlileg viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er ábyrgur...

Það er komið nóg af þessu bulli öllu saman sem er í gangi...

Það er Forsætisráðherra Íslands Jóhanna Sigurðardóttir sem er ábyrg fyrir ráðningu þessa manns og að það hafi ekki verið staðið betur að frágangi launamála Seðlabankastjóra er mikill áfellisdómur...

Að ráða mann í vinnu og ætlast svo til þess að viðkomandi sæki rétt sinn varðandi launakjör til dómstóla er hneyksli stórt og ætti krafa dagsins að vera sú að Forsætisráðherra sæti ábyrgð á þessu klúðri sínu og segi af sér tafarlaust....

Már Guðmundsson á að víkja tafarlaust...


mbl.is Már hafnaði launahækkun sumarið 2010
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband