Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2012

Hvílíkur viðbjóður...

Þvílíkur hryllingur segi ég bara og hvað var fólk að hugsa sem sá um þá ákvörðun að gera þennan hryllilega gjörning...

Það er ekki laust við að það vakni upp hinar ýmsu spurningar um þetta eins og...

Voru þetta manneskjur sem áttu engan að og þess vegna þótti þetta allt í lagi eða eru þetta manneskjur sem ættingjar halda jafnvel að þeir séu búnir að jarða...

Og hvernig lyktar Virginíufylki til dæmis á heitum og góðum sumardegi, og ef satt skal segja þá langar mig ekki að vita það...

Með fullri virðingu fyrir sjálfum okkur hvort sem að við erum lifandi eða látin þá komum við ekki svona fram hvort við annað...

Það mætti þá segja manni að þetta hafi gerst í tíð fyrrverandi Forseta Bandaríkjanna og stjórnar hans...

Svona framkomu við sjálf okkur eigum við Heimurinn allur ekki að líða...


mbl.is Fórnarlömb 9/11 í landfyllingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver réði manninn...

Hver var það sem að réði Gunnar á sínum tíma, það er eins og mig minnir að það hafi verið í höndum Forsætisráðherra án þess að hafa fullvissu fyrir því...

Þetta embætti á að vera undir Fjármálaráðuneytinu finnst mér vegna þess að þetta er eftirlit og reynslan er að sína okkur að svo þarf að vera...


mbl.is Ráðherra úrskurði um rétt hans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfheiður Ingadóttir...

Hvílíkur hroki og hvílíkur yfirgangur í einni konu segi ég bara og er ég mikið búin að velta því fyrir mér hvað býr að baki svona ofsafengnum viðbrögðum...

Eitt er alveg á hreinu hérna og það er að því ábyrgðarmeiri sem brotin eru hjá geranda því hastarlegri verður afneitunin á það að hafa nokkuð gert af sér....

Svona ofsafengin viðbrögð eins og Álfheiður hefur sínt hef ég reyndar séð allavega einu sinni áður og það var hjá mikið háttsettum manni innan kirkjunar sem neitaði með álika oforsa ásökunum þeim sem á hann voru bornar, sem reyndust svo mikið réttar og alvaralegar þegar í enda var komið, það er ljóst að viðbrögðin við því að láta góma sig eru misjöfn en afleyðingarnar af því að brjóta á rétti annarra eiga alltaf að vera á ábyrgð geranda...

Bara það að Álfheiði Ingadóttir hafi fundist allt í lagi að fólkið sem var að mótmæla ryðjist inn í Alþingishúsið og brjóti allt og bramli á þeirri forsendu að þar innandyra séu bara dauðir hlutir segir allt sem segja þarf um þessa konu á sama tíma og Lögreglan var að reyna allt sitt til þess að vernda Alþingishúsið og þá sem þar voru innandyra að vinna fyrir mótmælendum og þar innandyra var á meðal Álfheiður Ingadóttir sjálf...

Það er máltæki sem segir að konur séu konum verstar og varðandi Álfheiði Ingadóttir þá hefur mér dottið það í hug því henni þótti sjálfsagt sem Heilbrigðisráðherra að því yrði haldið leyndu fyrir öllum þeim konum sem höfðu farið í brjóstaaðgerðir til lagfæringar á brjóstum sínum með brjóstapúðum að því yrði haldið leyndu fyrir þeim að upp hafi komið alvaralegur galli...

Ég fer fram á það að Álfheiður Ingadóttir verði látin taka ábyrgð á þessum gjörðum sínum og verði látin víkja tafarlaust... 


mbl.is Klámhögg og lygar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það væri óskandi.

Akkúrat vegna þessa miklu óvissu sem er í þjóðfélaginu sem Ríkisstjórninni hefur tekist að skapa með því að hafa hvorki gengið erinda eða vilja kjósenda sinna þrátt fyrir loforða um annað setti ég nafnið mitt á þennan lista...

Loforða sem Þjóðin kallaði meðal annars eftir voru skjaldborg utan um heimilin okkar og fyrirtæki og að tryggt yrði að óreiðuskuldin Icesave yrði ekki okkar Þjóðarinnar að borga, öll vitum við hvernig þjóðin hefur átt í sínu stríði við Ríkisstjórnina með þessi mál og þurfti kall til Forseta vor eftir hjálp til þess að Icesave yrði ekki troðið á herðar okkar Þjóðarinnar og sýndi Forsetinn þroskaða ákvörðun þar að mér finnst með því að vísa því máli í hendur okkar Þjóðarinnar og er það annað er Ríkisstjórnin þorði að gera sem kom fram við Þjóðina sína á sama tíma eins og hún hefði nú bara ekkert vit á þessum hlutum, og rétt sinn til leiðréttingar á skuldum heimila og fyrirtækja hefur Þjóðin þurft að sækja í gegnum dómsstóla vegna svika Ríkisstjórnarinnar um skjaldborgina sem hún lofaði að kæmi...

Eins og óvissan er um framtíðina okkar í dag þá treysti ég Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni best til þess að leiða embætti Forseta og því hlutverki sem það fylgir fyrir Þjóðina næsta kjörtímabil.

Ég get líka alveg ímyndað mér að þetta sé mikil og stór ákvörðun að taka vegna þess að það er verið að tala um bindingu næstu 4 árin fyrir hann og hans fjölskyldu...

En það eru einstakir tímar sem við erum að ganga í gegnum núna og fyrir mér þá er mikilvægt að vita að við Þjóðin séum með manneskju sem við getum treyst og að standi með meirihluta Þjóðarinnar ef svo bæri við eins og Hr. Ólafur Ragnar er búin að sína mér að hann gerir. 

Svoleiðis traust myndast ekki á einni nóttu og er okkur sem Þjóð afar dýrmætt segi ég og vegna þessa traust sem er þá væri óskandi að hann yrði við þessu kalli míns og hinna sem settu nafn sitt á þennan lista sem honum var afhentur í dag að sitja eitt kjörtímabil í viðbót vegna þess að það er okkur afar mikilvægt sem Þjóð á þessum tímum.

Kv.góð

 


mbl.is Forsetinn: Ábyrgðarlaust að skapa tómarúm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næstu kosningar munu snúast um ESB eða ekki...

Hvort sem að samningur liggur fyrir eða ekki munu næstu kosningar snúast um vilja Þjóðarinnar í ESB eða ekki...

Ef að Össur Skarphéðinsson og hans fólk heldur að samningar liggi ekki fyrir þann tíma þá verður hann og hans fólk að herða vinnuna sína vegna þess að meirihluti Þjóðarinnar veit hvað hann vill og það er ekki í ESB...

Það sem ég held að Össur og hans fólk þurfi að óttast er að flokkurinn hans nái engu kjöri vegna svika sinna við Þjóðina og sama mætti segja um VG...

Annars tuðar og tuðar Össur um samninga og viðræður á meðan Þjóðin gerir sér grein fyrir því að annað hvort tökum við upp regluverk ESB eins og það er eða ekki....

Þetta verður ekki vandamál hjá meirihluta Þjóðarinnar fyrir næstu kosningar það er víst vegna þess að meirihluti Þjóðarinnar kann að lesa...


mbl.is Villikettir VG komnir á kreik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðleysið í allri sinni mynd...

Já það er akkúrat það sem mér finnst vera að hjá Merði og hans fólki í pólitík...

Siðblinda fram í fingurgóma...

Hvernig hann Mörður réttlætir það að Ríkisstjórnin geri ekkert í þessari stöðu sem er á bensínverði vegna þess að það sé ekki til peningur á sama tíma og hann fær leiðréttingu á launin sín vegna skerðingar sem þar var gerð vegna hrunsins og launahækkun í þokkabót sem hægt var að gera á þeirri forsendu að núna væri allt á uppleið og batnandi horfur á öllu...

Siðlaus Ríkisstjórn segi ég og er það ekki góð fyrirmynd fyrir framtíðina okkar vegna þess að allt það sem við leyfum þessari Ríkisstjórn að gera mun gefa fyrirmynd....


mbl.is Frumvarpið kostar 13 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólögmætt lán getur aldrei verið í vanskilum...

Já vissulega er tíminn dýr og þar er ég sammála Orra Haukssyni sem og að það verður að koma ásættanleg niðurstaða fyrir alla, en það er líka dýrt að gera fljótfærnislegar aðgerðir og sérstaklega þegar það er orðið ljóst að ólögmætt lán getur aldrei verið í vanskilum....

ATH...

Þetta eru miklar fréttir fyrir alla þá sem eru með þessi ólöglegu lán, ólögmætt lán getur aldrei verið í vanskilum...

Ríkisstjórnin var kosin vegna loforða sinna um skjaldborg heimilum og fyrirtækjum til og það sem Þjóðin hefur upplifað og horft á er að fjármálageiranum var bjargað sem og einstökum fyrirtækjum á kostnað alls annars hérna í samfélaginu og hefur Ríkisstjórnin gengið svo langt í stuðningi sínum við þessa aðila að ólög hefur hún sett sem gerðu það eiginlega að verkum að fólkið í landinu sá heimilunum sínum endanlega fórnað ef við getum sagt svo...

Vanhæf Ríkisstjórn segi ég einu sinni enn og ég vil að Ríkisstjórnin verði látin sæta ábyrgð á þessu mikla klúðri sínu sem átt hefur sér stað við endurreisnina á heimilum Landsmanna sem hún lofaði svo fögrum rómi bara ef hún yrði kosin....

 


mbl.is Tíminn dýr í óvissu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfellisdómur á Ríkisstjórnina...

En einn áfellisdómurinn á störf Ríkisstjórnarinnar segi ég og ekki seinna vænna en að koma þessari Ríkisstjórn frá vegna þess að þetta eru ekki góðar fréttir fyrir framtíðina okkar...

Það er ekki laust við að maður þakki makrílinum í huganum fyrir að hafa fært sig hingað á okkar mið og bjargað því sem bjargað var...

Þessi Ríkisstjórn er búinn að vera í 3 ár, og í 3 ár hefur hún ekkert til þess að auka hagvöxtinn hér á landi eða henda atvinnuhjólunum í gang og það hlýtur að segja allt sem segja þarf um vilja þessara Ríkisstjórnar til að hjálpa Þjóðinni úr þessari kreppu...

ESB er það búið að fá allan þann tíma sem átti að fara í endurreisnarmálin hér á landi og Bankarnir allt það svigrúm í peningum sem átti að fara í endurreisnina fyrir heimilin... 

Þessi staða segir okkur að við Íslendingar erum ekki með Ríkisstjórn sem er að vinna fyrir okkar besta hag og í því verðum við Íslendingar eitthvað að gera...


mbl.is Þjóðin aftur farin að taka dýr lán fyrir neyslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rúinn trausti...

Bara það að Landlæknisembættinu fannst sjálfsagt að því yrði haldið leyndu fyrir mörg hundruð konum að þær gætu hugsanlega verið með gallaða brjóstapúða er mjög alvaralegt mál og hefur gert það að verkum að þeir sem þarna vinna eru ekki með það traust sem ætti að vera...

Hvað þá eftir að í ljós kom að meirihluti þessara kvenna eru með púða sem leka og hinir ýmsu kvillar út frá þeim búnir að hrjá þær í ofanálag vegna þessa og það á engin að taka ábyrgð hjá Landlæknisembættinu...

Vissulega er alltaf þörf á því reglulega að minna fólk á að það er misjafn sauður á ferðinni hverju sinni...


mbl.is Landlæknir varar við gylliboðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alla eða engan...

Fyrir mér þá á að draga þessa ákæru til baka...

Að ætlast til þess að einn maður verði dreginn fyrir dóm vegna þessa er fyrra og sýnir okkur hinum hvar hin raunverulega spilling liggur...

Annars eiga menn að kjósa eftir eigin sannfæringu en ekki því sem einhver annar segir þeim að gera...

Það er greinilegt á öllu að VG heldur að Samfylkingin hafi hvergi komið nálægt neinu og sé al-saklaus...

 


mbl.is Andsnúin tillögu Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband