Bloggfærslur mánaðarins, september 2012

Samstarf út frá staðreyndum skortir.

Hótanir í þessu máli af hálfu ESB sína okkur í raun og veru hversu óþroskað þetta ESB samband er og að samstarf út frá staðreyndum kunna þeir ekki eða skortir hjá ESB....

Rannsóknir á hegðun Makrílsins þarf að ath. betur og hvers vegna, og ætti það að vera aðalmálið í þessu en ekki hvort það sé hægt að refsa hinum eða þessum vegna þess að það fer fyrir brjóstið á einhverjum að allir sitji ekki og standi eins og viðkomandi vill og í þessu tilfelli ESB...

Að halda því fram að við stundum ólöglegar veiðar innan okkar lögsögu eru alvaralegar athugasemdir frá ESB sem hefur ekkert með það að segja hvað við veiðum innan okkar lögsögu eða hvað tegundir...

En það er ekki óþekkt í sögunni að halda því fram að aðrir geri eins og maður sjálfur...

Við Íslendingar höfum haldið ótrúlega vel utan um lögsögu okkar og stjórnað veiðum innan hennar út frá stöðugum rannsóknum sem hafa reynst okkur svo vel að miðin okkar fljóta vel í sjávarafurðum og það er annað en ESB getur sagt um sín mið...

Höldum vörð utan um rétt okkar Íslendingar og látum ekki aðra segja okkur það sem við vitum betur...


mbl.is Stærð makrílstofnsins verður að endurmeta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vísitala þetta og vísitala hitt...

Vísitala neysluverðs og vísitala hins og þessa er það sem við heyrum orðið daglega liggur við í fréttum og þetta er látið þjóta í gegnum huga allra án þess að huga að því hvað þetta þýðir allt saman...

Vísitala er væntanlega tala sem vísar á ef...

Það er allt tryggt bak og fyrir í verðlagi á öllu nema vinnandi höndinni sem situr eftir með sína föstu tölu í umslaginu þó svo að allt annað hækki og hækki vegna þessa stóra ef sem greinilega er farið að stjórna miklu meira en það sem er...

Hvað getur lagað þetta ójafnvægi er erfitt að segja en í fljótu bragði þá ætti það sama að ganga yfir allt og ef það er hugsað til þess þá er alveg greinilegt að afnám verðtryggingarinnar á sínum tíma á hin almennu laun voru ein stór mistök og spurning hvort það hafi verið ólöglegt þegar hugsað er til þess mikla ójafnvægis sem þessi ákvörðun tekin á sínum tíma hefur valdið hinum almenna borgara...

Íslendingar ættu að krefjast þess að verðtrygging launa verði aftur sett á og reiknuð afturábak svo það komi eitthvað réttlæti hinum almenna borgara til.....

Við skulum athuga það að peningar væru ekki til ef ekki væri fyrir vinnandi höndina...


mbl.is Verð á fatnaði hækkar um 5,3%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðsynlegt fyrir hvern...

Ekki er hægt að halda áfram og klára ESB samningin nema Stjórnarskránni verði breytt fyrst kemur fram hjá Jóni Steindóri Valdimarssyni...

Það er satt að því leitinu til að Forsætisráðherra getur ekki keyrt Þjóðina í ESB eins og Stjórnarskráin er í dag og þakkar maður eiginlega mikið fyrir þá Stjórnarskrá núna, Forsætisráðherra þarf að hafa umboð frá Þjóðinni til að geta afsalað Fullveldi okkar til nágrannaríkja eins og staðan er í dag, en ef nýja Stjórnarskráin væri þá gæti Forsætisáðherra keyrt okkur Þjóðina gegn okkar eigin vilja í ESB...

Hvað þýðir það eiginlega sem hann Jón Steindór er að gefa í skyn annað en það að Fullveldi okkar þurfum við að afsala okkur til þess að geta fengið að sjá í einhvern pakka eða samning sem þessir ESB sinnar tala svo mikið og endalaust um...

Fyrir hvern eiginlega er það nauðsynlegt að haldið verði áfram þar sem það liggur fyrir að meirihluti Þjóðarinnar er ekki á leiðinni í þetta ESB samband og meirihluti Þjóðarinnar virðist gera sér grein fyrir því að samningur liggur í því að lög og reglur ESB er það sem tökum þá upp og þurfum að lúta...

Af hverju sjá þessir ESB sinnar ekki það sama og allir hinir eða meirihluti Þjóðarinnar...


mbl.is Samningaviðræðum verði haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Efnilegur einstaklingur fyrir flokkinn...

Þetta líst mér vel á fyrir flokkinn minn og efa ég ekki að þarna sé frambærilegur og efnilegur maður á ferð sem gæti átt eftir að reynast okkur Íslendingum vel vegna þess að hann ber hag okkar Þjóðarinnar fyrir brjósti sér en ekki hag ESB eins og núverandi Stjórnvöld gera....

Ég mun styðja Brynjar Níelsson til framboðs.


mbl.is Brynjar Níelsson gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfellisdómur...

Það er svo alvaralegt að Ríkisstjórnin skuli vera búin að sofa yfir þessu allann þennan tíma og ótrúlegt annað en hún hafi vitað af þessu segi ég vegna þess að ef svo er ekki þá er mikið að Fjársýslunni sem er ekki síður alvaralegt þar sem reikningar hafa verið tvígreiddir án þess að nokkur hafi gert athugasemdir við það...

Þetta kallast sofandaháttur í vinnu og ber Ríkisstjórninni að víkja tafarlaust vegna þess að hún er búinn að sofa yfir og á þessu í tæp 4 ár svo við tölum bara um líftíma þessara Ríkisstjórnar....

Mikilvæg tæki eru búinn að gefa upp öndina á Sjúkrahúsum okkar vegna þess að okkur Íslendingum er sagt af okkar Stjórnvöldum sem við viljum trúa að segja okkur satt og rétt frá að það sé ekki til peningur...

Þetta bendir til þess að það sé ekkert eftirlit...

Það er greinilegt á þessu hvar spillingin er, það var mikið sett út á eftirlitin og þeim kennt um að hafa brugðist á sínum tíma og það hafi verið stór partur af því að svo fór sem fór hér hjá okkur og við fengum Ríkisstjórn sem ætlaði svo sannarlega að taka til þar...

Við skulum athuga það að þessar upplýsingar komu ekki einu sinni frá eftirliti og það er ekki síður áfellisdómur yfir vinnubrögð Ríkisstjórnarinnar...


mbl.is Alvarlegir gallar á bókhaldskerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eðlilega vilja allir halda áfram...

Eðlilega vill engin missa góð laun, en þegar vinnuverkið er ekki betur unnið en það sem við höfum fengið að sjá þá er ekki vonin góð um áframhald...

Samylkingin hefur verið dugleg að grafa undan öllum stoðum samfélagsins á þeirri forsendu að það hafi orðið hrun hér á Landi í fjármálageiranum...

Samfylkingin lofaði skjaldborg fyrir heimili og fyrirtæki og tóks þessum flokki að ljúga sig svo glæsilega inn á Þjóðina með þessum orðum sínum að Þjóðin gerði sér ekki grein fyrir því að um björgun á ESB var að ræða en ekki Íslendinga...

AUGU ALMENNINGS...

Samfylkingin var við völd fyrir hrun og hefur Samfylkingunni tekist ágætlega að styðja þá sem komu okkur Íslensku Þjóðinni í þennan fjárhagsvanda verð ég bara að segja vegna þess að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna var fórnað, fórnað á sama tíma og allt var gert til að blekkja augu Þjóðarinnar var allt gert fyrir þá sem eiga þessa gömlu nýju banka á sama tíma og Þjóðinni blæðir bara áfram....

Það er nauðsynlegt að Samfylkingin verði sett út úr Ríkisstjórn og Þjóðinni gert kleyft að taka sína ákvörðun á skynsaman og heilbrigðan hátt varðandi vilja okkar Íslendinga um framhald fyrir Þjóðina okkar án þess að heyra lygar og blekkingar...


mbl.is Allir þingmenn vilja sitja áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin beri ábyrgð og segi af sér...

Þetta er erfið og ljót staða sem komin er upp og engum öðrum en Ríkisstjórn Íslands að kenna að svona er farið fyrir heilbrigðisstéttinni í landinu...

Að voga sér að veita launahækkun til eins manns án þess að tekið sé tillit til heildarinnar á þessum erfiðu tímum er þvílík svívirða við heildina að hálfa væri nóg og hvað þá þegar um slíka launahækkun er að ræða eins og í þessu tilfelli...

Heyr heyr...

Ríkisstjórnin þarf að segja af sér vegna þessa það er ljóst og bera ábyrgð á þessum svívirðilega gjörningi sem gerður var...

Að ætlast til þess að við Íslendingar horfum á eftir öllum þessum hæfa mannskap sem við eigum í heilbrigðisgeiranum fara úr landi frekar en að Þeir sem ábyrgðina bera á stöðunni verði látnir fara frá er ekki hægt að bjóða okkur Íslendingum upp á...


mbl.is Reiðin á spítalanum alvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Höldum vöku okkar...

Það er ein spurning varðandi þetta mál sem lætur mig ekki alveg í friði og það varðar valdið hjá Guðbjarti Hannessyni til þess að gefa þessa launahækkun...

Hann er ekki fjármálaráðherra og þegar hann segir að þetta hafi verið algjörlega hans ákvörðun þá fer maður að velta því fyrir sér hvort þetta sé gluggi sem er opinn Ráðherrum...

Geta þeir valsað með peninga úr Ríkissjóði án þess að það komi nokkrum við...

Hver er að gæta Ríkissjóð fyrir okkur almenning og þá sem völdu þetta fólk í vinnu fyrir okkur....


mbl.is Launahækkunin röng forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð ræða hjá Bjarna Benediktssyni verð ég að segja...

Ég hlustaði á ræður kvöldsins og það verð ég að segja að ræða Bjarna Benediktssonar bar af, það var kraftur í henni og raunveruleg von og sannfæring um að við getum komið okkur upp úr stöðunni þó erfið sé og verði í náinni framtíð og þó svo að það taki tíma, það var ekki laust við að mig langaði að klappa fyrir orðum hans að þeim loknum...

Er leiðtoginn komin framm...

En Bjarni Benediktsson var ekki sá eini sem talaði með von og sannfæringu um að hægt sé heldur gerði Sigmundur Davíð það einnig þó svo að mér hafi fundist Bjarni bera af...

Varðandi ræður Stjórnarsamstöðunar þá einkenndust þær að ótta og hræðslu við komandi kosningar sem birtust  í skothríð á stjórnarandstöðuna og Sjálfstæðisflokkinn sérstaklega og það flaug í gegnum huga mér, ja hérna mikill er máttur Sjálfstæðisflokksins hjá þessu fólki...


mbl.is Leikur að tölum brauðfæðir engan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrra verð ég bara að segja...

Að halda því fram að fólki sé meiri hætta búinn á öðrum farartækjum en þeim sem fara undir merkjum Strætó er fyrra verð ég bara að segja vegna þess að það var og er ástæða fyrir því að  öryggisreglur í bílum eru eins og þær eru...

Það er annað að stjórna þessu en öryggi okkar Íslendinga verð ég bara að segja og það skyldi þó aldrei vera svo að græðgi þeirra sem sjá um og eiga Strætó sé að ráða för fram yfir öryggi Íslendinga...

Hverjir eru það sem verða gerðir ábyrgir fyrir bótakröfu ef slys gerist hjá Strætó á vegum úti og fólk slasast vegna þess að það var ekki í öryggisbelti...

Það er nauðsynlegt að við Íslendingar fáum að vita hverjir verði látnir borga brúsann ef... 

Öll vitum við að slysin geta gerst án þess að ætla það...


mbl.is Öruggari en í einkabíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband