Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Ábyrgt stjórnvald fórnar ekki þjóð sinni....

Ábyrgt Stjórnvald fórnar ekki þjóðinni sinni verð ég bara að segja og í ljósi allra þessara miklu ábyrgðar sem á að hvíla á Stjórnvöldum hverju sinni þá er orðið ljóst að þessi Norræna velferðar Ríkisstjórn er ekki starfi sínu vaxin og hefur ekki verið það frá upphafi...

Ríkisstjórnin fórnaði heimilum og fyrirtækjum Landsmanna þrátt fyrir að hún hafi hlotið kosningu út á loforð um skjaldborg þeim til...

Ríkisstjórnin lofaði að gera allt sitt til að skuldir eins og Icesave yrðu ekki þjóðarinnar að borga og öll vitum við hvernig það mál fór...

Varðandi ESB þá þurfti að beita lygum og blekkingum til að ná því í gegn á Alþingi og náðist það með því að láta alla halda að það væri bara verið að fara í viðræður...

Viðræður sem Össur Skarphéðinsson sagði að væru eins og að fara í kaffi heimsókn til frænku og ræða málin, í dag vitum að þetta voru lygar allt saman...

Hverju öðru er Ríkisstjórnin búinn að ljúga að okkur er erfitt að sjá og það eina í stöðunni í dag er að láta þetta Ríkisstjórnar fólk fara frá tafarlaust svo það sé hægt að byrja raunverulega uppbyggingu hér á landi okkur Íslendingum í vil...

 


mbl.is Vill aukna samvinnu við ákvarðanatöku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert ESB....

Það er ekki laust við að stefna ESB í peningarmálum evrunar sé að kollvarpa ESB sem segir okkur Íslendingum bara eitt...

Við höfum ekkert að gera í þetta ESB og evru samstarf og erum betur sett utan ESB með okkar eigin stefnu og eigin gjaldmiðil sem hentar okkar eigin fólki...

Réttast væri að Portúgalar tækji sitt eigið hagkerfi í gegn og endurreistu það með sinn eigin gjaldmiðil...


mbl.is Portúgalar flýja kreppuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var það ekki...

Þannig að þessir 2 kaflar verða aldrei opnaðir ef  meirihluti Íslendinga fær að ráða...

Þar sem það liggur fyrir að meirihluti Íslendinga er ekki á leiðinni í ESB og tvo erfiðustu kaflana á eftir að opna og það orðið ljóst núna að þeir verða ekki opnaðir fyrr en í árslok 2013 þá hlítur Ríkisstjórnin að þurfa að útskýra mál sitt og hreinlega stíga til hliðar og láta kalla eftir nýjum Alþingiskosningum þar sem öll hennar vinna frá því að hún tók við störfum hefur einkennst af því að keyra Þjóðina í ESB gegn vilja meirihluta...


mbl.is Erfiðu kaflarnir ræddir síðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar dregnir á asnaeyrum...

Ríkisstjórn Íslands hefur dregið Íslendinga á asnaeyrum verð ég bara að segja.

þetta eru Ráðamenn sem eiga að vita hvað þeir gera og ef þeir eru markvisst búnir að ljúga að okkur Íslendingum í von um að ná þessari ESB umsókn inn áður en næstu Alþingiskosningar verða þá er það mjög alvaralegt.

Auðvitað vill enginn kannast við að ljúga, og hvað þá að Ráðamenn okkar Íslendinga viðurkenni að svo hafi verið, en þessi frétt segir okkur að svo hefur verið...

Ábyrgð Ríkisstjórnar Íslands er mikil í þessu máli vegna þess að það er ekki laust við að Þjóðinni finnist hún hafa verið sett út á kaldann klakann sem er í raun það sem gert hefur verið fyrir .þessa ESB umsókn....

Það á að stoppa gang mála tafarlaust og spyrja Þjóðina hvað hún vill í þessu máli og svo taka næsta skref þegar meirihluti Þjóðarviljans er komin á hreint...


mbl.is „Geta ekki valið það besta úr ESB“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband