Ja hérna bara.

Það mátti greinilega sjá að hann hefur orðið fyrir miklum vonbrigðum blessaður maðurinn, og þurfti ekki nema einn mann til. Núna getur hann sett sig í spor þjóðarinnar sem er búin að verða fyrir mörgum svona vonbrigðum frá Ríkistjórn sinni, hvernig okkur þjóðinni er búið að líða mörgu sinnum eftir að hver lygin á fætur annarri fór að uppvísast frá þeim og kannski stæðsta lygin að ætla að keyra þennan samning ólesinn í gegnum Alþingi og krefjast samþykkis á honum tafarlaust þannig. Án þess að lesa hann sjálfur...

Bara þegar ég rifja þetta atriði upp, þá verð ég mikið reið og sár í hjarta mínu, reið  fyrir þvílík ábyrgðarlaus og kæruleysisleg vinnubrögð var um að ræða hér frá Ríkistjórn, og áttum við þjóðin kannski að rísa þarna upp, en einu sinni er það nú þannig  að við erum bara mannleg inn við beinið öll sömul, og áttum ekki von á öðru en að við værum komin með Ríkistjórn sem væri að vinna vinnuna sína fyrir okkur.

Ég treysti ekki Fjármálaráðherra okkar honum Steingrími J Sigurðssyni til að fara út til Bretlands og tala fyrir okkar máli. Að tala fyrir okkar máli verður kannski kennsla hjá honum í tala okkur til hlýðni með íllu eða góðu, og það er ekki það sem við þurfum. Lagalega séð þá er búið að vera að brjóta á okkur Íslendingum með því að þröngva annarra manna skuldum á herðar okkar til greiðslu. Það er verið að setja okkur í miklar þrengingar, svo maður noti nú fínna orð en ánauð.. Svo miklar þrengingar að við sjálf erum ekki að geta séð okkur fara í gegnum þær. Þrengingar sem við þyrftum kannski ekki að fara í gegnum.

Ríkistjórnin hefur ekki getað sýnt okkur neina raunhæfa leið út úr þessu í framtíðinni, jú einhverja lánalínu leið, og einhver orð sem standast svo ekki stein við stein.

Ég er mest hrædd um að það verði bara gefin frekari loforð ofan á loforð um að þetta allt saman verði bara greitt, sem á svo ekki eftir að standast eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna ef Icesave verður fellt.. En Ríkistjórnin er kannski komin í sama veruleikanum og hún var í fyrir niðurstöðu Forsetans, og gerir bara ráð fyrir því að kennslan frá Bretum eigi eftir að virka. Verum vakandi áfram yfir þessu stóra máli sem er ekki okkar ef rétt er á litið og greinilega ekki búið.  Kveðja.


mbl.is Ákvörðun forsetans vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband