Spila sóló ennn..

Það sem vakti fyrst athygli mína var tímasetning fundarins.. kl. 20 um kvöld, svo vænta hefði mátt tíðinda hefði ég haldið út frá þessari tímasetningu. Það er samdráttur greinilega allsstaðar annarstaðar en hjá Ríkistjórninni. Fyrir mér þá bjóst ég við tíðindum öðrum en engum...

Fyrir mér persónulega, núna á þessum tíma sem við erum að ganga í gegnum allar þessar þrengingar og samdrátt í öllu hjá okkur, þá hefði þessi ,ekkert að frétta, fundur átt að vera að degi til ef fundarfrétta hefði þótt.

Það er gott að vita til þess að stjórnarandstaðan stendur enn með meiri hluta þjóðarinnar, og treysti ég á og vona að hún geri það áfram.

Þessi Icesave reikningur er ekki okkar og það má ekki gleyma því. Þeir sem bera ábyrgð á þessu öllu saman hvort sem það var eftirlit sem og stjórnvöld hérlendis eða erlendis, eða þeir eigendur og stjórnendur þessa einkafyrirtækis sem stal þessum fjármunum sem er verið að reyna að rukka okkur um verða að bera ALLA, og þá meina ég ALLA ábyrgð sjálfir á þessu. Það er ekki okkar þjóðarinnar að þrífa þennan skít eftir ykkur...

Því miður fyrir ykkur þá verðið þið sjálfir að bera alla þessa ábyrgð eins og ég segi. Íslenska þjóðin á alveg nóg með það sem hún hefur á baki sínu fyrir og á í fullu fangi með það allt saman. Hún er nú þegar að gjalda dýrum dómi afleiðingum af þessu ráni ykkar.

Stöndum á rétti okkar við eigum hann. Þetta er landið okkar og við þjóðin.   Kveðja.


mbl.is Langur en rýr fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

´Hann hefði átt að flýta sér meira,hann Steingrímur að ganga að öllum skilmálum andstæðinga okkar,eftir smánarsamningana,hefði getað byrjað á öllu innanlands áður,sem enginn tími virðist vera til að ganga frá. Eða E.S.B. sem ég tel að flestir Islendingar vilji ekki.

Helga Kristjánsdóttir, 19.1.2010 kl. 00:13

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Allveg sammála þér Helga mín, og inn í ESB segi ég að við höfum ekkert þangað að gera, við erum svo Sjálfstæð þjóð og ég get ekki séð annað en að ESB geti ekki fært okkur neitt annað en hungur og svelti, háa skatta og álögur, fyrir utan hvernig það mun svína yfir landið okkar í orku og vatnsleit, fyrir utan að klára fiskinn okkar líka á mjög stuttum tíma, bara sá hringur sem Íslendingar eru með þar er afar verðmætur í verndun fyrir ofveiði. það sitja orð Utanríksráðherra Spánverja en í mér sem lét það útúr sér að hann gæti ekki beðið eftir því að Íslendingar gengju inn í ESB honum hlakkaði svo til að geta farið að veiða fiskinn okkar. Kveðja Helga til þín og takk fyrir innlitið.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 01:03

3 identicon

Það er svo fyndið að lesa skoðanamyndun, flestra einstaklinga á blogginu. Þeir búa til einhvern þjóðarrembing, og svo þegar grant er skoðað, er þetta ekkert annað en einhver paranoia, um að fara ekki í ESB.

   Við höldum 100% sjálfstæði ef við göngum í ESB. ENGIN þjóð hefur þurft að afsala sér auðlindum sínum við inngöngu í ESB. Það er ekki nema þegar auðlindir eru sameiginlegar, sem samstarf, og sameiginleg nýting er ÓHJÁKVÆMILEG!!!

  Ég skil ekki af hverju venjulegir íslenskir borgarar, geti ekki fattað það, að Ísland, og íslensk menning mun nákvæmlega ekkert breytast ef við göngum í ESB. Aftur á móti hefur verið drullað yfir íslenska menningu af peningamönnum síðustu árin OG ÞÁ SAGÐI ENGIN NEITT!!!!!!!!!

   Þið verðið að hugsa!!! Ekki láta einhverja peningagráðuga hagsmunahópa spila með ykkur eins og hljóðfæri, með einhverjum þjóðarrembings kjaftæði. 

  Þetta ICE-save mál er síðan ekki bara kalekur ríkisstjórnarinnar. Þetta er arfleið stefnu síðustu 10 ára. Þetta er flókið mál, og Bretar hafa komið mjög til móts við okkur, með alls kyns hætti. Málið er bara að það er ekki hægt að tala um það opinberlega, því þá færum við þeim vopn í hendur!!!

   Þetta er flokkspólitískur viðbjóður, og hreinræktaður íslenskur viðbjóður!!!!, sem við Íslendingar berum einhverj sök á. Við vildum pakkið þegar allt gekk vel, og vildum útlenska peninga í hundruða milljarða vís inn í hagkerfið. Við neyðumst einfaldlega til að greiða eitthvað. 

  Það eina sem má setja spurningarmerki við eru vextirnir. Það veltur þó allt á því hvernig fer með eignir Landsbankans. Við skulum vona að hagkerfið taki við sér, og verði ágætt eftir nokkur ár, og prísum okkur sæl, að það séu ekki Íslendingar sem stjórna því!!!!!!

Jóhannes (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 02:27

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Jóhannes, ef að þetta er það sem þér finnst þá virði ég það, en það þarf ekki að tákna að ég sé sammála þér, sitt sýnist hverjum. Það er enginn að tala um að við afsölum okkur auðlindunum sem slíkum,  en með inngöngu í ESB verður það gerist er að það verður allt sameiginlegt nefnilega. Svo kannski er þetta líka smá orðaleikur.. Varðandi peningamálin þá skall það líka í ljótri mynd á þjóðina alla, og þjóðin öll er ekki Ríkistjórn eða eftirlitsstofnanir, hvorki hér á landi, hvað þá erlendis, og þjóðin öll stal ekki þessum peningum frá fólkinu. Það er komið fram í dag að flestir ef ekki allir erlendir fjáreigendur í Icesave reikningunum vissu af því að áhættan var þeirra. Ég veit ekki til þess að nokkur peningagráðugur hagsmunahópur sé í kringum mig, veit ekki með þig... Icesave var áhættufjáfestingareikningur með háa ávöxtun sem Einkabanki bauð uppá, Einkabanki með enga Ríkisábyrgð með sér. Innitryggingastæðusjóður var sjálfstæður Einkarekin sjóður án Ríkisábyrgðar. Fyrir mér þá á ekkert annað að gera en að fara dómstólaleiðina. Ég er hvergi að sjá okkur tapa á því, en það er mitt að hafa skoðun. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 03:16

5 identicon

Já, þú skalt hafa skoðun, en rétta skal vera rétta. Ég virði það að þú hefur þessa skoðun, ólíkt flestum hérna sem geta ekki talað um hlutina, án þess að detta í sandkassaleik. Annars er það kómískt að sjá fólk svo oft, detta í algjöran sandkassaleik á svona síðum, og síðan saka stjórnmálamenn um slíkt hið sama;-)  Algjört bíó. reyndar ekki hérna, ég held að það þyrfti að gera góða stúdíu á fólki sem tjáir sig um þessi mál á netinu. Margir með þráhyggju fyrir þessu, og ruglar þetta skoðanamyndun margra mikið. 

 Varðandi auðlindirnar þá er þetta ekkert orðaleikur. 

  Ég sagði að þjóðir héldu sínum auðlindum, og þær sem væri erfitt að skilgreina, t.d. fiskistofnar, sem færu á milli lögsagna ríkja væru sameiginleg, enda erfitt að stjórna fiskveiðunum öðruvísi. 

   Hér á Íslandi eru 90% fiskistofnana inna íslenskrar lögsögu, þannig að þessi auðlindastefna á ekki við hér. 

    Það er s.s. ekkert sem bendir til þess að við munum missa auðlindirnar til ESB. Það er MIKLU hættulegri sú þróun sem hefur falið í sér skuldsetningu útgerðarinnar. Þar er raunveruleg hætta á að þjóðin tapi auðlindunum.

    Aftur á móti virðist hræðsla sumra ESB-andstæðinga við að missa fiskimiðin, í gegnum lánadrottna, ekki vera fyrir hendi, hver s.s. ástæðan er!!(það er allavega lítið talað um það).

   Það eru engin rök að segja að innistæðueigendurnir vissu um áhættuna. Ég held að engin hafi grunað að hann gæti tapað 100% af innistæðum sínum, fyrir 0,5% álag. Þetta er svona svipað og að segja "þið áttuð nú bara að vita að Íslendingum er ekki treystandi".  Auk þess sem eigendur, stjórnendur, fjármálaeftirlit, seðlabankastjórar, og aðrir ráðamenn þjóðarinnar, tíunduðu fram og til baka að, allt fram á síðustu stundu að Ísland myndi standa á bak innistæðueigendur.....................................jú, sem þeir og gerðu, en reyndar bara þá íslensku, og ekki nóg með það, heldur ÓTAKMARKAð. Síðan var dælt tugum milljörðum inn í peningasjóði!!!! Íslendingum var treyst m.a. vegna þess að þeir HÖFÐU mjög gott orð á sér. 

       Eins og ég segi, þá vona ég að þú getir allavega tekið rökum. Þú værir ein af örfáum hér á blogginu sem gerir það. 

   Árétta það sem ég sagði áðan. Fólk má ekki ganga af göflunum. Þetta er flókið mál. Einn punktur er t.d. að Bretar borguðu innistæðueigendum öllum fulla upphæð, en Ísland þarf að sjálfsögðu bara að borga lágmarkstryggingu - það sem fæst fyrir eignir Landsbankans. 

    ----Pældu í þessu. Ef Bretar hefðu ekki gert það, þá væri staða okkar miklu erfiðari pólitískt, og orðspor okkar væri gjörsamlega ónýtt. 2) Nú fá þessir sem Bretarnir borguðu út, þ.e. umfram 20 þús Evrur, ekki forgangskröfur í Landsbankann, sem þýðir að við fáum meira upp í lánið. Svona er þetta mál flókið, en almenningur virðist ekki gera sér grein fyrir því(líklega látalæti hjá sumum-hvort sem þeir séu meðvitaðr um það eða ekki).

   Ég er samt eins og áður segir sammála því að vextirnir mættu vera lægri, kannski svona 4,5%, en við vitum það ekki í dag, hvort þetta eru góð eða slæm kjör. 

Jóhannes (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 05:16

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

En og aftur Jóhannes þá fullyrðir þú allir Íslendingar, ég er ekki þú og þakka fyrir það þegar ég les skrif þín, það er greinilegt að þú ert Íslendingur og sekur einhverstaðar í þessu, þetta segi ég vegna þess að þú greinilega finnur til ábyrgðar. Þetta voru Einkabankar, og einhverstaðar skautar þú alveg frá því og það sem þjóðin er að horfa á, er að það er alveg búið að sleppa þeim og ef eitthvað þá ala meir undir þá á kostnað okkar allra hinna og þjóðin bara látin borga. Bretar tóku það upp hjá sjálfum sér að greiða sínum þegnum allt sjálfir á nokkurs samráðs við Íslendinga. Það gerir enginn heldur nema sá sem veit að ábyrgðin sé hans að svona fór. Það hefði kannski verið betra að Breskir og Hollenskir þegnar hefðu sjálfir þurft að sækja sinn pening til þeirra sem áttu þessa Einkabanka og þeirra sem sváfu á verðinum. Það væri þá kannski ekki verið að rukka okkur saklausa Íslendinga til greiðslu á þessari óhroðaskuld. Ég er ekki hrædd við ESB, en finnst að við eigum ekkert þar inn. 

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 07:48

7 Smámynd: Íris Hauksdóttir

Sæl þið 2 ;)

Ég vil byrja á því að þakka þér Ingibjörg fyrir AFBRAGÐSGÓÐAN og vel skrifaðan pistil.  Ég er sammála þér að ÖLLU leyti.  Ég vildi allt frá byrjun fara dómstólaleiðina vegna þess að ég var viss um Íslendingar bæru ekki ábyrgð á allri upphæðinni. 

Hins vegar er ég ENGAN veginn sammála þér Jóhannes, en auðvitað átt þú rétt á þinni skoðun.  Ég vill meina að ESB sé ekki það sem fólkið okkar á Íslandi þarf í þessari stöðu.  Ísland er þekkt fyrir að vera AFAR sjálfstæð þjóð sem kemur sér úr vanda þegar enginn býst við því.  Við erum komin af víkingum og látum ekki leika okkur svona grátt.  Ég tel að við inngöngu í ESB eigum við á hættu að missa hluta af auðlindunum okkar sem við erum í augnablikinu að græða mikið á að eiga.  Hvar værum við stödd ef við ættum ekki þessar auðlindir? Við erum sjálfbær þjóð og komum ekki til með að láta vaða yfir okkur á skítugum skónum.  Við skulum ekki gleyma því að íslenska þjóðin er ekki á flæðiskeri stödd þótt Bretar og Hollendingar gefi okkur upp á bátinn. Við stöndum í viðskiptum við flestar aðrar þjóðir á einhvern hátt og margar þeirra innhalda háværar raddir sem standa við bakið á okkur á þessum erfiðu tímum.  Einnig skulum við ekki gleyma því að þetta er bara enn einn steinninn sem verður á vegi okkar á leiðinni á áfangastað.  Einn steinninn var t.d. Þorskastríðið sem við einfaldlega ruddum úr vegi og öðluðumst virðingu í þokkabót.  En eins og ég segi, þetta er bara mín skoðun og ég tek tillit til þess að athugasemd þín endurspeglar líka bara þína skoðun.

Íris Hauksdóttir, 19.1.2010 kl. 10:23

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæl Íris og takk fyrir þína skoðun sem er alveg eins og mín.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 19.1.2010 kl. 11:26

9 identicon

   Eitt af því er andstaða sumra sem búa í sjávarbyggðum. Við erum búin að vea með sjávarútvegskerfi, sem hefur drepið niður alla byggðarþróun. Síðan í dag eru það rök margra að það megi ekki ganga í ESB, vegna þess að það færi svo illa með sjávarútveginn og byggðirnar. Í fyrsa lagi, eins og ég er búinn að taka fram 1) ESB er ekki með sameiginlega auðlindastefnu, nema þar sem auðlindir þjóða eru sameiginlegir, eða ef nýting þeirra er óhjákvæmileg nema með samnýtingu. Það á EKKI við um Ísland nema að sáralitlu leyti. Ef ESB ætlar síðan að breyta því, þá getum við bara hafnað þeirri stefnu. 

   Maður hefur hlustað á fólk sem býr úti á landi vera lepja dauðann úr skel undanfarna áratugi, og svo þegar hræðsluáróður fyrir ESB byrjar gagnvart því fólki, þá er fólk bara ánægt með það sem það hefur......ja dúde mía!!!

  ÉG GET ÞÓ LOFAÐ YKKUR AÐ ALVEG SAMA HVERSU SAMNINGARNIR VERÐA GÓÐIR, ÞÁ MUNU MARGIR AÐILAR BERJAST MEÐ ÖFGAKENNDUM ÁRÓÐRI GEGN ÞEIM. 

  Ég vona þó að þið séuð ekki dæmi um þannig fólk....smá ögrun, sem gerir ykkur líklega bara forhertari. 

Ingibjörg, 

   Mér finnst þú nú skauta full frjálslega framhjá punktunum sem ég kom með varðandi Icesave lánin. Þú talar um hvort ég finni til sektar, eða sé involverður á einhvern hátt inn í þetta. 

   Ég get lofað þér að það er ég ekki

  Hins vegar get ég sagt að ég get fundið til sektar að mörgu leyti. T.d. var ég einn af mjög fáum, sem fannst þessi stefna að leyfa þenna viðbjóð í fjármálum landsins, og algjört sinnuleysi af hálfu ákv. flokka, mjög slæm. Við Íslendingar fengu margt í staðinn fyrir þetta bull á síðustu árum. T.d. mestu misskiptingu vesturlanda á mettíma, og fullt af skatttekjum fyrir ríkið. Við einfaldlega trúðum ekki á að þetta gæti farið úrskeiðis. Ég er menntaður í fjármálum, og einnig voru margir fræðimenn, sem bentu á augljósar áhættur sem voru í gangi. Aftur á móti talaði NÁNAST ENGIN um þetta, og var meðvitaður um áhættuna. Ástæða fyrir því er margslungin eflaust, en það fyrrir okkur ekki sem þjóð á þessu. 

   Ég skil að mörgu leyti þá sem eru mjög svekktir yfir þessum ICE-save. Sér í lagi ef fólk var aldrei neitt hrifið af þessu brjálæði sem var á landinu. Þó verður að geta að allir voru hrifnir af þessu. Auðmennirnir gáfu fé, og hækkuðu fasteignaverð fólks, sem að sjálfsögðu jók vinsældir þeirra.   Aftur á móti skil ég ekki, þegar fólk talar BARA um ice-save atriðið. Þetta er bara smá hluti af öllum hruninu sem fellur á okkur. +Síðan er allur kostnaðurinn við að taka til. Lánstraust farið, og velvild margra, en það kemur aftur. 

   Ég vona að þetta skýri að einhverju leyti afstöðu mína til ESB....

Jóhannes (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband