Er þetta í lagi...

Gildin okkar í lífinu hafa mikið að segja, og segja sumir að þau hafi allt að segja. Hvað er rétt og hvað er rangt er mikilvægt að komi fram. Að bankaelítan geti ekki lengur komist upp með það að láta heimilin í landinu gjalda endalaust fyrir lélega stjórnun og kunnáttuleysi í lögum, og  tölum ekki um að geta komist upp með það að geta farið á bak við lögin vegna þess að það hentaði ekki nógu vel að fylgja þeim, gaf ekki nógu mikinn hagnað af sér, er mikilvægt að geti ekki gengið áfram. Það er slæmt fyrir okkur Íslendinga að vera með Fjármálaráðherra sem er eindreginn stuðningmaður Bankamannanna og gerir allt fyrir þá eins og færa þeim heimili Landsmanna á silfurfati.

Það þarf að taka þessa vísitölu sem og verðtryggingu í burtu. Hafa bara vexti. Það þarf hugsanlega að enduskipuleggja allt bankakerfið hérna. Setja nýtt að stað og núllstilla landið. Láta gamla kerfið rúlla yfir á eigin spillingu sem það mun gera ef hinn almenni launþegi tæki öll sín viðskipti í burtu og færi með annað.

Það er ekki hægt að líða það að hvorki Fjármálaráðherra né Félagsmálaráðherra skuli ekki taka upp hanskan fyrir okkur fólkið í landinu, það á ekki að fresta einu eða neinu varðandi uppboðs ölduna sem er að fara af stað á heimilum landsmanna og bílaflota vegna niðurstöðu þessa dóms frá Héraðsdómi, sem ætti að gera tafarlaust þar til Hæstiréttur fellur dóm. Gylfi Magnússon segi ekki tímabært að grípa inn í með aðgerðir fyrr en Hæstiréttur hefur sagt sitt, ef það hefur einhverntíman verið þörf á að Ríkistjórnin grípi inn í þá er það núna í formi þess að láta öll heimili sem eru í hættu vegna þessa njóta vafans þar til annað kemur í ljós. Það á ekki að láta bankanna njóta vafans á kostnað heimilana. Vanhæf Ríkistjórn.

Það er ekki hægt að peningagræðgi stjórni því að meiri hluti Íslendinga geti ekki séð fyrir sjálfum sér og sínum, og ekki bara Íslendingar heldur stór partur af heiminum sem getur ekki átt þak yfir höfuð sér og fjölskyldu hvað þá fyrir mat og klæðum.  Þetta vald sem þetta orð peningar hafa þarf að laga, og allir sem einn að gera sér grein fyrir því að peningar eru ekki allt og færa ekki hamingju þó nauðsynlegir eru.

Það er mikilvægt að við treystum og trúum Dómstólum, eins og það er mikilvægt að siðferði okkar sé í lagi sem og það sem er rétt sé rétt eins og rangt er rangt.  Kveðja.


mbl.is „Dæmalaust að svona nokkuð geti gerst“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Spillingaröfl sjálfstæðisflokksins eru búin að fara þannig með íslenska dómstóla að þeir eru ónýtir, óhæfir og marklausir.

corvus corax, 15.2.2010 kl. 13:43

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Corvus hvað áttu við spillingaröfl sjálfstæðisflokksins ? ég hef ekki athugað hvort Sjálfstæðisflokkurinn  sé sá aðgöngumiði sem þarf að hafa að baki sér til að fá vinnu sem Dómari hjá Héraðsdóm eða Hæstarétt. Ég get heldur ekki séð hvernig Sjálfstæðisflokkurinn  komi þessum dómi við....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.2.2010 kl. 14:09

3 Smámynd: corvus corax

Hefur þú ekkert fylgst með embættisveitingum í hæstarétt og héraðsdóma undanfarin ár? T.d. þegar Björn Bjarnason var dómsmálaráðherra og þegar hann vék sæti og Árni Matthiesen skipaði í dómaraembætti í hans stað? Hvar hefur þú alið manninn? Á tunglinu eða hvað?

corvus corax, 15.2.2010 kl. 14:51

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Björn Bjarnason sem og Árni Matthíasson eru ekki í dag. Það hafa alltaf verið háværar raddir ef sjálfstæðismaður fær vinnu innan Ríkisgeirans en heyrist aldrei neitt um aðrar embættistökur hjá öðrum flokkum. Mikill er máttur þessa flokks það er alveg greinilegt, Það er ekki hægt lengur að allt sé dregið í dilka eftir flokkum það er komið nóg af því, og þú Corvus sem kýst að koma fram án nafns hvernig kemur Sjálfstæðisflokkurinn þessum dómi við sem er verið að tala um hérna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.2.2010 kl. 15:34

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Árni Matthíassen átti það að vera.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 15.2.2010 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband