Rúin Trausti.

Þetta er með ólíkindum allt saman, maðurinn hefur verið uppvís að hverri lyginni á eftir annarri svo það er eðlilegt að allt sem hann segir eða gerir verði dregið í efa, þetta er farvegur sem hann sjálfur er búinn að koma sér í og enginn annar.

Það er komin annar samningur með betri kjörum og Ríkistjórnin á að víkja tafarlaust vegna þess. Þjóðin hefur ekkert traust til sitjandi stjórnar í dag og það var stjórnin búin að átta sig á fyrir þennan samning og þess vegna gaf Ríkistjórnin það út að ef að annar betri samningur fengist þá víkji hún, svo ég kalla eftir því að þessi Ríkistjórn víkji tafarlaust núna vegna þess.

Einnig vegna þess að það er ljóst að Ríkistjórnin ætlar ekki að fara þá leið sem að þjóðin vil fara og það er Dómstólaleiðin með þetta Icesave, það er ekki okkar skattgreiðenda að borga þessa óreiðu skuld. Skuld sem er einkaskuld þeirra sem að áttu þessa Einkabanka, og ekki nóg með það heldur erum við Íslendingar að horfa á það að þessum einstaklingum er hampað með framkomu sinni liggur við að maður segi og þeim rétt fyrirtækin sín til baka eftir tiltekt á okkar kostnað, af Ríkistjórn okkar, sem laug opinbert að okkur til að komast til valda með þeim loforðum að það væri ekki okkar Íslenskra skattgreiðenda að borga þessa óreiðuskuld.

Það er lágmark að þetta tilboð verði gert opinbert strax svo við Íslenskir skattgreiðendur getum séð hvað það er sem verið er að fara fram á að við greiðum og hvernig, það er verið að fara fram á að við borgum þessa óreiðuskuld svo rétturinn er okkar að fá að sjá áður en ákveðið er. Þessi Ríkistjórn er vanhæf til þessa verka vegna fyrri vinnuaðferða í þessu máli. Standið við orð ykkar og víkið tafarlaust svo það sé hægt að vinna réttu leiðina með þetta Icesave mál sem er Dómstólaleiðin. Höldum vöku okkar áfram það er nausynlegt fyrir okkur þetta er landið okkar við þjóðin, og það er óréttlát að við verðum látin taka þessar birðar á okkur og sett í þessa ánauð fyrir mistök annarra svo vægt sé til orða tekið. Kveðja.


mbl.is Segir fréttina tilhæfulausa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband