Það var nefnilega það...

Væntanlega ætlar þjóðin að kjósa um það hvort hún vilji borga þennan óreiðureikning Icesave svo ég noti hennar eigin orð sem hún Jóhanna notaði í kosningarbaráttu sinni, óreiðuskuld fjárglæframanna sem áttu einkafyrirtæki og léku grátt.

Fyrir mér þá er það nauðsynlegt að við kjósum um þetta mál, ennþá nausynlegra vegna þess að í dag þá erum við upplýst um rétt okkar sem segir okkur að það er ekki okkar að greiða þessa skuld. Við vitum svo mikið líka að Ríkistjórnin má ekki skuldsetja okkur þjóðina fyrir svona skuld sem Icesave er.

Fyrir mér þá er þetta allt saman að verða meira spurningin um hverju við Íslendingar stöndum frammi fyrir með þessa Ríkistjórn. það er ljóst að stefna Ríkistjórnar er að láta okkur borga þessa óreiðuskuld alveg sama hvað okkur finnst... svo hvað ætlum við Íslendingar að gera í því er stóra spurningin mundi ég halda núna...

Það er ekki okkar að borga þennan reikning svo þessvegna er mikilvægt að allir sem einn fari og kjósi um það í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu næstkomandi Laugardag 6 mars, og hittist svo allir sem einn niður á Austurvelli og sínum Ríkistjórninni vanvirðingu okkar vegna þessara vinnubragða hennar í þessu máli og krefjumst þess að hún víkji tafarlaust.

Þegar þangað er komið hjá okkur þá er komin annar flötur til að vinna útfrá í þessu Icesave, öðruvísi verður þessu máli ekki þokað uppúr þessum hjólförum sem það er í myndi ég halda. Höldum vöku okkar það er mikið í húfi fyrir okkur það er alveg ljóst í þessu öllu saman. Kveðja.


mbl.is Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Málið er að þó það náist nýr samningur fyrir helgi, þá á sá samningur eftir að fara í gegnum þrjár umræður á Alþingi áður en hann verður að lögum og þangað til er sá gamli í gildi og  hann ÆTLUM VIÐ AÐ FELLA Á LAUGARDAGINN.  Það er alveg tilgangslaust fyrir Heilaga Jóhönnu að vera með einhverja útúrsnúninga.

Jóhann Elíasson, 1.3.2010 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband