Drögum þessa aðildarumsókn í ESB tafarlaust til baka...

Drögum þessa aðildarumsókn Íslendinga í ESB tafarlaust til baka segi ég.

Ef þetta er það sem koma skal varðandi Íslandsmið þá segi ég bara við höfum ekkert að gera þarna inn. ESB er búið að þurrausa öll sín fiskimið meira og minna og eru ekki góðar horfur þar á bæ hjá þeim. Við erum fámenn þjóð á stóru landi í augum ESB og vegna þess þá yrði ósköp lítið sem við Íslendingar fengjum að veiða á okkar miðum eftir inngöngu í ESB ef af yrði.

Það verða engar undarþágur gerðar fyrir okkur með fiskimiðin okkar það höfum við fengið að heyra frá ESB.  

Ekkert ESB segi ég og á þjóðin að fá að segja strax til um það hvort hún vilji áframhald á þessum viðræðum eða ekki...


mbl.is ESB hótar aðgerðum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Makríll er flökkustofn. Hann fer inn og út úr landhelginni eins og honum sýnist. Þess vegna þarf að semja um hann, rétt eins og gert hefur verið um norsk-íslenska síldarstofninn. Þú dregur alltof víðtækar ályktanir af makríldeilunni.

Undanþágur þurfum við engar. Reglur ESB um veiðireynslu tryggja einmitt yfirráð landsmanna yfir auðlindinni. Það er síðan undir þingmönnum okkar komið hvort þeir hafa dug til að verjast erlendum auðhringjum. Hingað til hafa þeir ekki staðið sig ýkja vel þar, allra síst Sjálfstæðismenn.

Þú færð svo að kjósa um síðir, alveg eins og við hin. En til þess þarf að hafa eitthvað um að kjósa!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 17:50

2 Smámynd: Charles Geir Marinó Stout

Þessar "reglur" eru ekki varanlegar Ybbar gogg..

Charles Geir Marinó Stout, 9.8.2010 kl. 18:13

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ybbar gogg... fyrir mér þá skautar þú alltof kæruleysislega yfir þetta. Vissulega er makríllinn flökkustofn sem kemur og fer og í raun þá eru allar tegundir sem gera það fara og koma..., en að segja að við munum ekki þurfa neinar undanþágur varðandi Auðlindina sem við höfum innan 200 mílna lögsögu okkar er ekki rétt vegna þess að sú landhelgi mun þá verða eign ESB með inngöngu ef af verður og þeir munu ráðstafa þeim veiðum sem þar verða en ekki við... okkar er að meta það og vega hvort það sé það sem við viljum, og hvað gerist ef þjóðinni verður þröngvað í ESB segi ég bara því þessar svo kallaðar ESB aðildarviðræður eru engar viðræður... Það þarf að keyra þjóðina í ESB virðist vera svo það sé hægt að sína henni hvað er í boði... og hverlags aðferðarfræði er það segi ég bara... Svei og skömm segi ég. Ekkert ESB...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.8.2010 kl. 20:53

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Charles Geir Marinó og það sem þarf að varast er akkúrat þessar "undanþágur" ESB notar þann hátt til að koma sér að, þeim er svo breytt um leið og þjóðir eru komnar inn og allar undanþágur teknar til baka með nýjum lögum. Svei og skömm segi ég.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.8.2010 kl. 21:04

5 identicon

Ekki er Norðursjávarolía Bretanna eign ESB. Ekki heldur málmauðlindir Þjóðverja. Né landbúnaður Dana. Enda eru þetta sjálfstæðar þjóðir þótt þær kjósi sameiginlegt markaðsbandalag. Sem er allt og sumt sem ESB er.

Minni á ágæta grein Ólafs Arnarsonar um hræðsluáróður Moggans og ástæðu þess að við þurfum ekki undanþágur.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.8.2010 kl. 23:08

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Hræðsluáróður?Hvað ? Hvað er þessi stjórn búin að mata okkur á, ???hræðslu og aftur hræðslu. Ef við samþykkjum ekki þetta eða hitt,,Veistu hvað gerist þá? Við þekkjum þetta öll.Það sýnir hvað er að marka sem frá þessum innlimunarsinnum  kemur..                       Var á Landakoti í dag,rak þá augun í bláa ESB.fánann,sitthvoru megin við sp0ítalann.  Vil skora á alla Íslendinga sem eru á móti inngöngu í ESB. Að flagga sem oftast  íslenska fánanum. 

Helga Kristjánsdóttir, 11.8.2010 kl. 18:39

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þú segir það Helga... ESB fáni komin og Þjóðin ekki einusinni búin að segja orð sitt...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 12.8.2010 kl. 13:05

8 identicon

Þakka þér Helga. Vænissýki er nákvæmlega það sem umræðan þarfnast - eða þannig.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband