Þetta Alþjóðlega bankakerfi...

Hvað fellst í þessari frétt er margt og mikið.

Meðal annars sú hugsun hvort Ríkisstjórn Íslands hafi átt að vera sú Ríkisstjórn sem átti að bjarga þessu Alþjóðlega bankakerfi frá falli...

Þessi frétt.. að núna á að finna leiðir til að draga úr þeim skuldum sem Ríkisstjórnir og Seðlabankar gripu til að bjarga Alþjóðlega Bankakerfinu frá falli án þess að hagvöxtur skerðist, er of seint í rass gripið segi ég fyrir þetta Alþjóðlega kerfi...

Við Íslendingar erum heppin þar sem að við eigum krónuna okkar, erum Sjálfstæð Fullvalda Þjóð sem segir okkur ekkert annað en að við getum sett okkar eigin Bankakerfi og reglur í gang, búið til okkar eigin Fjármálastefnu. Ráðið vöxtum gjöldum og því öllu saman.

Við skulum athuga það að þetta kerfi sem er í dag er gegnum spillt af afleiðingu ólöglegra lánaforma svo lítið sé nefnt. Eins og þetta kerfi er í dag þá byggist það á að bankastofnanirnar stjórna fólkinu en ef rétt ætti að vera þá á Bankakerfið að vinna fyrir okkur fólkið sem eigum alla þá peninga sem inn í Bankana fara. Það á að henda öllu þessu vísitölukerfi út og ef eitthvað ætti að vera þá er það verðtrygging á öll laun í Landinu tengd  hagvexti. Við Íslendingar erum í sérstakri stöðu í dag vegna þessa ólöglega lánaforms sem búið er að líðast og er það að gefa okkur færi á því að geta kastað þessu kerfi sem fyrir er út vegna þess að svona viljum við ekki hafa eða búa við, endalaust óöryggi vegna þess að spillt Alþjóðlegt bankakerfi í gangi...

Mér er mikið í mun að við öll getum haft það sem kallað er ágætt í lífi okkar. Margur verður af aurum api er máltæki sem til er og mikið til í því, en lífið er svo miklu miklu meira en peningar þó nauðsynlegir séu og er ekki hægt að við séum með svona kerfi sem getur kippt öllum stoðum undan fólki á augabragði...

Snúum þessu við Íslendingar þetta er Landið okkar Ísland og við Þjóðin...


mbl.is Ríki verða að draga úr skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Fullkomlega samála heyr heyr!

Sigurður Haraldsson, 29.8.2010 kl. 09:47

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Hver ert Þú ekki hægt að sjá nokkuð á hausnum hjá þér? Eftir því sem ég kemst næst þá heitir þú Ingibjörg og hafðu þökk fyrir kröftugt innlegg í umræðu okkar á netinu.

Sigurður Haraldsson, 29.8.2010 kl. 09:50

3 identicon

Góðan dag,

Þetta er áhugavert í tengslum við íhugun þína, sjá með að smella á neðangreinda tengla:

New rulers of the world, a Special Report by John Pilger

http://video.google.com/videoplay?docid=-7932485454526581006

http://en.wikipedia.org/wiki/The_New_Rulers_of_the_World

atlinn (IP-tala skráð) 29.8.2010 kl. 11:58

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll Sigurður þegar stórt er spurt þá vill verða fátt um svör... nei ég segi bara svona. Ég er fædd á því herrans ári 1959 þann 1 ágúst. Á ættir mínar að rekja vestur og austur. Foreldrar mínir eru Magnús Jónsson og Málfríður A. Daníelsdóttir. Er ég önnur í röð af okkur 7 systkinum. Ég er Hússtjórnaskóla-gengin frá Hússtjórnarskólanum Varmalandi í Borgarfirði. Lærð aðeins í Stjörnuspeki sem og á nokkrar annir að baki frá Sálarrannsóknarskólanum. Á ég 4 börn sem öll eru að verða uppkomin í dag og 6 ömmu börn. Bý ein með því barni sem eftir er heima. Er ég með mikið innsæi eins og kýs að kalla það og á ég mjög erfitt með að horfa á óréttlæti án þess að vilja blanda mér í málin. Lærði snemma að sá vægir sem vitið hefur til dæmis. Er alin upp í því að Jón Sigurðsson sé frændi minn sem útskýrir kannski viðhorf mín og að Sjálfstæð erum við sem þjóð og það á engin okkur annar en við sjálf. Við sjálf eigum til dæmis að hvað er okkur fyrir bestu, og svo mikið veit ég að ánauð og vansæld er aldrei og ég ítreka ALDREI lausn á fjárhagsvanda... En ég laga hausin þegar ég má vera að og takk fyrir að minna mig á það Sigurður. Kveðja

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.8.2010 kl. 13:17

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Leiðrétting. Við sjálf eigum til dæmis að VITA hvað er okkur fyrir bestu.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 29.8.2010 kl. 13:20

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll atlinn, merkilegt sem kemur fram þarna og hafðu þökk fyrir það. Skýr mynd af því sem gerðist og er að gerast og ljótt að sjá... Ég segi að við Íslendingar höfum þetta í hendi okkar að snúa þessu við NÚNA og eigum að nýta okkur það. Það er ekkert sem segir að við verðum að vera þrælar fjármálaheimsins vegna stefnu sem búið er að taka út í heimi, og hvað þá vegna atburða sem við eigum engan þátt í að gerðust en erum að missa allar eigur vegna...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 30.8.2010 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband