Þjóðin dregin á asnaeyrum...

Það er með ólíkindum hvað þessi Ríkisstjórn kemst upp með...

Ríkisstjórnin var kosin til þess að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna, Ríkisstjórnin var kosin til þess að tryggja það að óreiðuskuldir  annara eins og Icesave yrði ekki okkar skattgreiðenda að borga....

Það er búið að mótmæla mikið vegna aðgerðaleysi Ríkisstjórnarinnar í þessum málum og síðast þann 4. oktober síðastliðin þar sem mikill tunnusláttur var meðal annars og mörg þúsund Íslendingar mótmæltu þessu aðgerðarleysi Ríkisstjórnarinnar....

Það er ljóst að teygjan sem Ríkisstjórn hangir í er að slitna vegna þessa miklu svika sem Ríkisstjórnin er búin að framkvæma með aðgerðum sínum á okkar kostnað...

Svika á okkar kostnað segi ég vegna þess að ef það hefði verið markmið Ríkisstjórnarinnar að standa við þessi fögru kosningarloforð sín þá hefðu þau orðið eitt af fyrstu verkum hennar....

Eftir þessum vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar að dæma þá er bara hægt að lesa eitt úr þeim, og það er að það var aldrei ætlun Ríkisstjórnarinnar að standa við þessi orð sín um að slá skjaldborg utan um Landsmenn...

Vanhæf Ríkisstjórn sem er búinn að stinga þjóð sína í bakið og á hún að koma sér frá tafarlaust vegna þess að það var aldrei ætlun hennar að rísa upp með Þjóðinni...

Það sem að þjóðin þarf að passa og vera vakandi yfir núna, er að þessi fyrningartími sem þjóðin hefur til að kæra núverandi Ríkisstjórn og ráðamenn fyrir ólögleg vinnubrögð til Landsdóm renni ekki út á tíma....


mbl.is Veltu upp ýmsum kostum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband