Hvaða ástandi...

Hvaða ástandi er hann að ná tökum á...
Það er ljóst að það er ekki ástandið í Landinu sem við Íslendingar búum við...

Þjóðin er ekki að sjá fram á að það sé að koma betri tíð enda ekki nema von þar sem hún sér ekki sjónarhorn Fjármálaráðherra sem virðist eingöngu hugsa um batnandi ástand hjá þeim sem að Einka/Landsbankanum tókst að ræna áhættu sparnaði af. Áhættu sparnaði sem var meðvituð áhætta með enga ríkisábyrgð á eftir því sem fréttir hafa sagt okkur, og er mér minnisstætt viðtal við áhættufjárfestir frá Bretlandi sem átti Icesave reikning þar sem það kom skýrt fram hjá honum að hann vissi af áhættunni sem hann var að taka....

Af hverju sú leið er valin að láta okkur Íslenska skattgreiðendur greiða rán þetta er mér hulin ráðgáta, nema þá að hún hafi verið valin frekar en að fjármálakerfi Landana allra sem að þessu Icesave máli komu biði alvaralega hnekki annars...
Allt segir að það er ekki okkar að greiða Icesave....

Bara vegna eins og Fjármálaráðherra hefur látið frá sér fara er ekkert svar og á ekki að líða honum þannig svar til okkar Þjóðarinnar...

Það á að fara með þetta mikla óréttlætis mál fyrir dómsstóla vegna þess að það er ekki okkar að borga þessa óreiðuskuld. Nægar virðast þær vera fyrir...


mbl.is „Erum að ná tökum á ástandinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband