Geimveran að hrekja fólk frá sér...

Þetta er nú ljóta Geimveru-grínið sem kom út úr síðustu Borgarstjórnarkosningum í Reykjavík...

Mér finnst öllu verra að Hanna Birna sé að íhuga að hætta vegna þess að það var búin að vera mikil ólga í Borgarstjórn áður en að hún tók við sæti Borgarstjóra á sínum tíma og vil ég meina að Hanna Birna hafi gert mikið og gott verk á þeim tíma til þess að við Borgarbúar gætum vel unað, það kom friður á sem hafði ekki verið lengi...

Borgarstjóri núverandi hefur látið það frá sér að hann sé Geimvera og bera öll hans orða-loforð merki um mann eða einstakling sem veit ekkert í sinn haus. Lét hann það út úr sér eftir kosningar að hann væri með Turettheilkenni og haldin athyglisbresti og vegna þessa þá veit hann ekki alltaf sjálfur hvað hann gerir eða segir...
Það er mikið veikur maður sem lætur svoleiðis setningar frá sér fara og spurning hvort það gefi okkur Reykvíkingum ekki þann pálma í hendurnar að kalla eftir nýjum kosningum vegna þessa.

Vil ég halda því fram að Reykvíkingar hafi verið plataðir í síðustu Borgarstjórnarkosningum vegna þess að geimveran kom fram undir fölsku flaggi...

Geimveran Jón Gnarr var nefnilega búinn að reyna að troða sér í Sjálfstæðisflokkinn og starfa með honum, en Jón hefur greinilega gert sér grein fyrir því að þar innan dyra ætti hann ekki séns og menn ekki eins ginkeyptir og í Samfylkingunni...
Má ég þá frekar biðja um að Jón Gnarr geimvera og hans fólk víkji frá og að Hanna Birna sitji...


mbl.is Hlýt að íhuga að hætta sem forseti borgarstjórnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mun kjósa Besta aftur ef færi gefts og nánast allir sem ég hef talað við, það her helst að staka gamall sjálfstæðistæðismaður haldi því fram með tárin í augunum að XD sé lausn...

Sjáumst í kjörklefum framtíðarinnar

Baldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.12.2010 kl. 14:24

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Baldur það er ágætt að hann á einhvern stuðning ennþá að. Það er ekki mikið um hann í kringum mig ef nokkur er bara því miður, hann er búinn að valda þeim kjósendum sínum sem ég þekki þvílíkum vonbrigðum að það hálfa væri nóg, og þegar hann gaf það svo út að vera Geimvera þá fór það traust sem eftir var... Núna heyrir maður að fólk er farið að bíða þar til næstu kosningar verða svo það sé hægt að koma þessum flokki frá...

Mér persónulega finnst þetta sorglegt fyrir Jón G...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 18.12.2010 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband