Enda full ástæða til...

Þetta segir manni í rauninni allt sem segja þarf...

Að Ríkisstjórn Íslands skuli vera búin að gera allt sitt til þess að troða þessum löglausa Icesave reikning á herðar okkar og kasta FULLT FULLT af pening í þá VINNU í von um að geta afvegaleitt þjóðina frá sannleikanum er mjög ALVARALEGT...

Ég er nokkuð viss um að Þjóðin mun segja NEI við Icesave eftir að ég heyrði niðurstöður úr nýjustu könnun Útvarpsstöðvar Bylgjunar þar sem segir að 61% mun segja Nei.

Ég mun segja Nei...


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Miklu hefur samfylkingin ýtt af stað,fýrug og spennt að nýta ástandið,hverjir voru með heróp þá?      Síðan  ná völdum með það eina takmark að ,,má ég segja,, að þurrka út lýðveldið Ísland. Eða hvað annað er hægt að kalla þessa þráhyggju inn í ESB. Ég get alveg haldið að það henti ríkjum á meginlandinu,alls ekki okkur.Mín vegna mega andstæðingar leggja út af því eins og þá listir. 

Helga Kristjánsdóttir, 4.4.2011 kl. 20:33

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helga þetta er alveg ótrúlegt allt saman. Ég var að koma af Icesave fundi hér í Grafarvoginum og einhvernvegin þá vil ég vera skynsöm líka og þess vegna stundum sagt að enn þá segi ég nei við Icesave. Eftir þennan fund þá er ekki til efi í mér lengur og það eina sem við Íslendingar eigum að gera er að segja NEI...

Það er alveg ljóst fyrir mér að Ríkisstjórnin er að troða þessu á okkur vegna ESB og ekkert annað...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.4.2011 kl. 22:38

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Dómur sem fellur Íslandi í óhag, er dómur sem sterkasta ríkið í ESB vill helst. Þá streymir fjármagnið til þeirra ríka sem sterkustu stöðu hefur til að tryggja innistæður. Það verður komið á KÓTAKERFI á alla banka. Bankar þurfa að segja stórt NEI við marga þá sem leggja vildu peninga inn á reikning. KÓTINN miðast við greiðslugetu hvers ríkis.

Fyrirmynd banka  verður dæmd á greiðslugetu þess almúga sem í því býr. Því sterkari efnahagur almúgans, því hærri móttökur á peningum til ávöxtunar á þeirra kostnað.

Almenningur er kominn með stjórn á peningafærslum á milli landa. Fjárfestingar eru ekki lengur í höndum fjárfesta, heldur styrk ríkjanna sem fjárfestingarnar fara til. 

Draumaheimur sterkustu hagkerfanna.

Þetta er ekki draumaheimur Breta ,sem hafa hampað sér sem fjármálamiðstöð heimsins og þeir hafa miklar tekjur af þeirri miðstöð.

Eggert Guðmundsson, 4.4.2011 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband