Hvernig mótmæli þarf til að það verði hlustað...

Fyrir mér þá er þetta mjög alvaralegt og full ástæða fyrir Ríkisstjórnina að stíga til hliðar...

Ríkisstjórnin er gjörsamlega rúin öllu trausti og það er hún að neita að horfast í augu við...

Það er sorglegt að þessi staða sé ennþá uppi og það er engum um hana að kenna nema núverandi Ríkisstjórn sem sveik kjósendur sínar íllilega. Kjósendur sem trúðu og treystu orðum hennar í síðasta kosningarslag...

Það varð Fjármálahrun á heimsvísu sem hefur ekkert farið framhjá okkur Íslendingum frekar en öðrum Þjóðum, það sem gerðist líka hér á Landi var að bankarnir voru rændir innan frá og það er eins og það megi ekki taka á þeim gjörningi eða tala um hann og hvað þá að þeir sem þar áttu hlut að máli hafi verið látnir sæta ábyrgð...

Þjóðin er að mótmæla því að öllu sé kastað á hana til borgunar og henni gjörsamlega fórnað...

Við skulum athuga það að það er fullt af fjölskyldum og einstaklingum sem eru búnir að missa allt sitt eða við það að missa allt sitt og hjá sumum þá er hreinlega engu að tapa lengur vegna þess að fyrir þeim þá er allt farið þegar æran er farin.

Það má velta því fyrir sér hvort 16 ára fangelsi fyrir útrás á reiði sinni sé gjörningsins virði. Sumir hafa tekið eigið líf...

Það er ráð að spyrja Ríkisstjórnina hvernig mótmæli það séu sem hún hlustar á og efna til þannig mótmæla frekar en að bíða eftir því að voða-atburður gerist...

Það hlítur að þurfa mikil vonbrigði og mikið vonleysi hjá manneskju til að hún grípi til voðaverka...

Ríkisstjórnin er rúin öllu trausti og það verður hún að hlusta á og virða og það gerir hún ekki nema að stíga frá og boðað verði til nýrra kosninga. 

Nú enn og aftur segi ég að ef þessi Ríkisstjórn er svona sannfærð um ágæti sitt þá hefur hún væntanlega ekkert að óttast...


mbl.is „Þingmenn slegnir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Sennilega þarf að nota svona skot eins og fundust fyrir framan þinghúsið, kannski þetta hafi verið skilaboð, en ég vona svo sannarlega ekki, en hvað gerir sturlað fólk??

Eyjólfur G Svavarsson, 4.10.2011 kl. 17:19

2 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það var sagt í fréttum að það hefðu fundist skot fyrir framan þinghúsið, þetta er greinilega Háalvarlegt mál.!!

Eyjólfur G Svavarsson, 4.10.2011 kl. 17:22

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Eyjólfur og mikið var ég fegin að heyra í fréttunum að það hefði gefið sig fram maður sem sagði að þau hefðu dottið úr vasa sínum.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.10.2011 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband