VG grænni en ég hélt...

Já það er greinilegt að það styttist í kosningar...

VG eru búnir að vera í lykilstöðu í 3 ár, og í 3 ár hefur VG gert allt til að koma þessu hruni á bak heimilana í landinu þrátt fyrir fögur kosningarloforð um annað, og núna þegar styttist í næstu kosningar þá hljóta VG að lifa í þeirri von og trú að Landsmenn séu búnir að gleyma því hvernig VG lugu að Þjóðinni...

Allar þær aðgerðir sem gerðar hafa verið í fjármálum Þjóðarinnar frá því að VG tók við hafa miðast við að bjarga þeim sem að komu okkur í þessa stöðu en ekki þeim sem urðu fyrir barðinu á þeim...

VG eru grænni en ég hélt ef að þeir halda virkilega að einhver eigi eftir að trúa orði af því sem frá þeim kemur með sömu forystu og er...

Ef að þeir skipta ekki algjörlega um forystu fyrir næstu kosningar þá er ég hrædd um að VG séu fyrirfram að dæma sig úr leik...

 


mbl.is VG vill afnema verðtryggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sandy

Skipta um forystu dugar hvorki Sf né VG,fólk sem hefur verið borið út af heimilum sínum gleymir ekki hvernig hefur verið staðið að málefnum heimilanna. Ef VG væri alvara í að afnema verðtrygginguna þá geri þeir það strax t.d. með því að setja lög sem bannar verðtrigginguna segjum frá næstu mánaðarmótum og loka þannir fyrir okurvexti í framtíðina, taka síðan tímabil segjum til jan 2008 og rétta þann hluta í gegn um skattkerfið, því rétt eins og með gengistryggðu lánin er bannað að hreifa við vöxtum og öðrum samningum aftur í tíman, nema auðvitað að lánafyrirkomulagið sé ólöglegt.

Sandy, 26.2.2012 kl. 07:34

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Sandy ég er ekki frá því að það þurfi að koma nýj stefna hérna í peningamálum sem og annað lánaform fyrir fasteignirnar hér á landi, það verður að gera þessa hluti þannig að það sé búandi hérna og það verður að gera hlutina þannig að hver og einn sjá tilgang í lífbaráttunni....

Það verður líka að gera hlutina þannig að það sé ekki refsivert að vera duglegur eins og mér finnst allt vera að snúast til...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.2.2012 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband