Skjálfti komin í Samfylkinguna...

Vitlausasta hugmyndin í þessu öllu saman var að fara af stað í þetta án þess að hafa umboð frá meirihluta Þjóðarinnar fyrir þessu...

Það er greinilegt að Samfylkingarfólkið er farið að skjálfa á beinunum ekki síður en VG enda ekki langt í kosningar og ekki von á góðum drætti hjá þeim frekar en VG og það vegna þessara aðferðarfræði sem Samfylkingin hefur notað óspart til að fá sín mál fram...

Aðferðarfræði eins og að gera fyrst og spyrja svo...

Aðferðarfræði eins og að þykjast vita allt um allt og vita svo ekkert og vera meira að segja algjörlega ólesin á það sem menn þykjast vita allt um...

Nú eða aðferðarfræði eins og hótanir sem reyndar báðir flokkarnir hafa notað óspart í von um að ná sínu fram...

Þjóðin kallar eftir forystu sem hefur hennar hag fyrir brjósti sér en ekki hag allra annara eins og þessi Ríkisstjórn er búin að sína að hún hafi og starfað samkvæmt því.

Þjóðin kallaði eftir réttlætingu henni til fyrir síðustu kosningar og er en að bíða eftir réttlætingu vegna þessa hruns sem átti sér stað og það er ekki að sjá að einn eða neinn af þessu banka-liði sé látin taka ábyrgð eins og heimilin, fyrirtækin og einstaklingarnir í Þjóðfélaginu hafa verið látnir gera og eru látnir gera...

Það sem Þjóðin hefur upplifað með þessa vinstri stjórn við völd er óheiðarleiki út í eitt og svo mikið vitum við Íslendingar flestir að svoleiðis samfélag viljum við ekki búa í...

Það er komin tími þó að fyrr hefði verið að fá nýja við stjórnvöld, nýja að sem kunna að segja satt og rétt frá og vinna með samfélaginu en ekki gegn því eins og verið hefur...


mbl.is Vitlausasta hugmyndin að hætta við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þegar sótt var um aðild að ESB sýndu skoðanakannanir meirihlutastuðning meðal þjóðarinnar fyrir slíkri umsókn. Fyrir síðustu þingkosningar lágur fyrir landsfundarsamþykktir hjá bæði Sjálfstæðiflokki og Framsóknarflokki að skoða ESB aðild þar sem settar voru ákveðnar líkur um hvað mætti ekki semja um. Einnig töluðu helstu frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar á þeim nótum að þeir væru hlynntir aðildarumsókn.

Þeir flokkar sem gáfu í það minnsta aðildrumsókn undir fótinn fengu samtals verulegan meirihluta atkvæða í síðustu kosningum. Meirihluit þeirra þingmanna sem kjórin var samþykkti aðildarumsókn á Alþingi. Þegar þetta bætist við að meirihluti kjósenda vildi sækja um aðild samkvæmt skoiðanakönnunum er það fullkomlega út í hött að halda því fram að sótt hafi veirð um án umboðs.

Núverandi ríkisstjórn hefur alltaf haft hag þjóðarinnar að leiðarljósi í öllum sínum ákvörðunum. Það sést best á því að eftir því er tekið á alþjóðavettvangi hversu vel hefur tekist að verja velferðarkerfið hér á landi þegar tillit er tekið til stærðar hrunsins hér á landi og þess gríðarlega halla á ríkissjóði sem kom í kjölfarið á því og ríkisstjórnin fékk í arf og þurfti að leysa.

Hvað réttlætið varðar og það að láta þá sem ollu hrunini sæta ábyrð þá er það á verksviði ákæruvalds og dómstóla en ekki ríkisstórnarinnar.

Sigurður M Grétarsson, 14.8.2012 kl. 08:09

2 identicon

Sammála síðasta ræðumanni.

Bergþór (IP-tala skráð) 14.8.2012 kl. 09:51

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það vita það allir að þetta sem þú segir Sigurður Grétar er bull og væl....

Það voru notaðar lygar til þess að fá þessa umsókn í geng og lýgin var að um viðræður væri eingöngu að ræða og að þeim loknum fengi Þjóðin að segja hug sinn á því hvort þetta væti það sem hún gæti hugsað sér eða ekki...

Að aðlögnunni lokinni fengi svo Þjóðin að svara því hvort ESB sé það sem koma á eða ekki...

Viðræður Sigurður Grétar er allt annað en aðlögun ef þú gerir þér ekki grein fyrir því...

Þessi Ríkisstjórn sem er við völd laug sig til valda og ekkert annað Sigurður Grétar til þess eins að geta bjargað þeim sem komu okkur Þjóðinni í þá stöðu sem við erum í og framselja Land  og Þjóð í hendur ESB gegn meirihluta Þjóðarinnar...

Þannig er staðan í dag og var þegar þessu umsókn fór inn...

Þeir sem voru kosnir síðast voru kosnir vegna þess að þeir lofuðu því að skjaldborg ætluðu þeir sér að slá utan um heimili Landsmanna og fyrirtæki, kosnir vegna þess að Icesave var ekki okkar saklausra Íslendinga að borga og það ætluðu þessir ráðamenn að tryggja að yrði ekki okkar, þessi Ríkisstjórn var líka kosin vegna þess að hún lofaði að allt yrði upp á borðum og þvílík og önnur svik við Þjóðina og undirferli á ekki lengri tíma hlítur að vera sögulegt... 

Það er líka alveg ljóst núna þegar styttist í kosningar að Samfylkingin er að gera sér grein fyrir því að ein út í horni er hún með þessa umsókn sína og hugsanlega er tími þessa flokks að enda...

Annað eins hefur svo sem gerst og eitt er á hreinu og alveg ljóst á öllum könnunum í langan tíma að meirihluti Þjóðarinnar vill ekki í ESB og það ber að hlusta á meirihluta Þjóðarinnar...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2012 kl. 10:10

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Við fórum í þetta í krafti meirihluta Alþingis.... sem þjóðin kaus.

Svo mun þjóðin kjósa um samninginn.

Mjög líðræðislegt ferli.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 12:13

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sleggjan og Hvellurinn það er kannski komin tími á ný gleraugu hummm...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2012 kl. 17:00

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þetta ESB ferli er mjög lýðræðislegt.

þjóðin mun kjósa um samninginn

við fengum ekki að kjósa um EES samninginn.

þetta er allt að fara betri veg.

Sleggjan og Hvellurinn, 14.8.2012 kl. 17:51

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Eins og staðan er þá fellir Þjóðin þennan samning og hvað gera menn þá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.8.2012 kl. 18:42

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ekki neitt.

Þjóðin ræður.

Þú ert að skipta um umræðuefni.

Sleggjan og Hvellurinn, 15.8.2012 kl. 13:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband