Efnahagsaðstæður og væntingar voru aðrar....

Þetta er alveg með eindæmum sem er verið að leggja þarna fram.   

Eina raunhæfa skjaldborgin sem ætti koma utan um heimilin með þessi húsnæðislán , er að færa öll húsnæðislán niður á þann stað sem þau voru á þegar þau voru tekinn. Íbúðalánasjóður á að taka öll húsnæðislánin til sín og leiðrétta þau á þann flöt sem var til dagsins í dag. Á að leiðrétta allar greiðslur sem hafa verið gerðar af þessum lánum til heimilanna og þau að njóta góðs af þeirri leiðéttingu sem hlítur að myndast þarna, nóg eru bankarnir búnir að hafa af fólki á þessu hruni.     Varðandi önnur lán , þá bílalán og neyslulán svo ég nefni einhvað, þá sjálfsagt getur fólk látið sér segjast með þau og þá önnur úrræði með þau.  En húsnæðislánin á að laga og ekki er hægt að segja að það sé fólkinu að kenna þar.

Það má ekki gleyma því að bankarnir vildu yfirtaka Íbúðalánasjóð , og eignast þann markað , fólk hafði ekki annað að leita þessara lána og bankarnir voru með mikil loforð um þessi lán. Að ætla að heimilin í landinu sem treystu bönkunum gjaldi fyrir þennan þjófnað er bara ekki rétt, að treysta getur aldrei verið meira brot en það gerðist hjá bönkunum..svo svona leiðréttingu á ekki einusinni að deila um , það ætti frekar að deila um hugsanlegar skaðabætur til eiganda þessara lána sem eru að kikna , alveg við að kikna og sumir jafnvel búnir að kikna. 

Að það sé rétt að gefa eftir kröfur vegna þess að fyrirtæki stefnir í gjaldþrot , er bara ekki rétt. Og engan veginn siðferðislega hægt að réttlæta það.

það gleymist nefnilega svo lítið þarna virðist vera , og það er það sem lætur fyrirtækin ganga og það er fólkið sem eru fjölskyldurnar í landinu....

Þessi ríkistjórn ætti að skammast sín mikið fyrir þessa framkomu við fólkið , fólkið sem kaus hana af heilum hug. Heilum hug til að hugsa um hag sinn og land. Fólkið í landinu sem er tilbúið að borga ykkur þessi góðu laun , sem hún varla hefur efni á að borga en gerir steinþeigjandi og hljóðalaust enn.

Þessi ríkistjórn á að biðja þjóð sína fyrigefningar. Fyrirgefningar á því að gera hana að blórabögli fyrir algjöran sofandahátt á þvílíkum mistökum sem hún er búinn að gera og er að valda. 

Þetta eru ekki kosningarloforðin sem voru gefinn.Þessi ríkistjórn er búin að stinga þjóð sína í bakið og hugsar bara um sitt skinn , Svo forsetan fyrir setu þeirra er ekki lengur rétt. Það þar ekki nema tæplega 25000 manns til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu skylst mér, og núna á þjóðin að krefjast réttar síns á þjóðaratkvæðagreiðslu um setu þessar stjórnar ef hún hefur ekki vitið fyrir því sjálf að segja af sér. Svona á meðan það er hægt að krefjast þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu sem verður ekki lengur hægt að krefjast að mér skylst ef þessi breiting sem er verið að fara fram á um hana nær í gegn á þingi, sem ætti ekki að vera hægt að breyta því hún er réttur okkar sem sjálfstæð þjóð myndi maður halda.  Ég vil kosningar strax...


mbl.is Frumvarp um skuldir lagt fram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Það er full langt gengið að færa þau niður til lántökudags, en að setja þak á verðbætur frá 1. janúar 2008 er mjög sanngjarnt og að breyta gengistryggðum lánum í verðtryggð lán frá lántökudegi er líka réttlátt.

Marinó G. Njálsson, 17.10.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband