Það var nefnilega aðferðarfræðin.

Einhvern veginn kemur þetta mér ekki á óvart..þetta er búið að liggja í loftinu...og samt setur mann hljóðan liggur við. Þvílík framkoma ríkistjórnar við þjóðina, svo algjör að að hún er að verða sér til skammar og minnkunar. Íslendingar lesa í fréttum hver staða þeirra er, frá ráðherrum sínum, þar sem þeir meira að segja tala í kross..Hann segir..íslendingar vilja ekki ganga í ESB.. Hún segir það er þjóðin sem ræður í þjóðaratkvæðagreiðslu... Og þá kemur Hr.Bjarni Benediktsson alþingismaður í pontu,,og mikið varð ég fegin að sjá hann, því hann er þó málefnalegur og kann sig.. og heyrði ég að hann talaði fyrir því að meiri hluti þjóðarinnar vildi ekki inn. þetta segja þau á fundi erlendis. Sama dag og stöðugleikasáttmálinn er í upplausn. En allar kannanir sína afdráttarlaust að þjóðin vill ekki inn í ESB. Forsetisráðherra neitar þjóð sinni um þýðingu á spurningarlistanum, og hvað þá, að þjóðin fái einhverja kynningu á honum, svo sem um hvað spurningarnar væru, nei þjóðin skyldi bara lesa hann á netinu ef hún vildi.. og það á ensku..hverslags framkoma er þetta...þetta er brot á þjóðinni. hún hlítur að eiga rétt á að hann verði þýddur, þó of seint sé, og ennþá meiri rétt á að svörin verði þýdd líka.

Þetta er allt saman búið að valda mér miklum heilabrotum, því hvernig sem ég skoða þessa aðferðarfræði sem ríkisstjórnin er að nota þarna , og væntanlega hlítur hún að sjá sér einhvern hag í henni , og þessari skuldarsetningu á fólkið sitt sem á endarlaust að bæta ofan á sig, þó hún geti ekki meir, þá get ég ekki nokkur staðar séð þessa aðferðarfræði vera að ganga upp fyrir þjóðina. Ég er aftur á móti farinn að velta því fyrir mér hvort ríkisstjórnin sé ekki að geta horfst í augu við fólkið sitt, og sé hreinlega hrædd við að horfast í augu við þá staðreynd að þjóðin vill ekki inn í ESB..

 Kosningaloforðin muna allir. Og þau voru ekki þessi staða sem búið er að setja þjóðina í.   Að við skulum heyri það sagt eftir fjármálaráðherra okkar að það sé eiginlega búið að ganga frá ICESAVE, og þjóðin þar með sett í skuldakafald... Á EKKI AÐ GETA VERIÐ , Á MEÐAN ALÞINGI Á EFTIR AÐ GREIÐA ÞESSU SAMÞYKKI SITT er ekki búið að ganga frá ICESAVE...fjárlaganefnd á eftir að skila sinni vinnu...NEMA þetta sé aferðarfræðin sem Jóhanna og Steingrímur nota..fara á bak við sitt fólk á meðan er verið að gera..svo þegar búið er að gera.. þá er fólkinu þeirra stillt upp, því neitað um að fá að standa með því sem það var kosið fyrir, og það látið samþykkja alla þessa vitleysu sem þau eru búinn að gera SVO ÞAU VERÐI NÚ EKKI formönnum sínum, og ÖÐRUM ÞJÓÐUM TIL SKAMMAR...

Ég vil að við fáum þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB núna, áður enn þjóðin eyðir meiri pening sem hún á ekki til, í einhvað sem hún vill ekki jafnvel.

Eru ekki fleiri sammála mér í því.. Að óska eftir þjóðaratkvæðagreiðslu núna.. Það á ekki að vera hægt að valta svona yfir launagreiðendur sem þjóðin er hér, af launþega sem ríkisstjórnin er . Ríkisstjórnin á að virða þjóð sína og vilja hana, Ríkisstjórnin á að hugsa um íslenska fólkið..og hag þess....Ríkisstjórnin vinnur fyrir okkur, og hún er ekki að standa sig á neinu sviði.


mbl.is Á methraða inn í ESB?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Svo sannarlega,en hvernig fáum við því framgengt? Ég gerði að gamni mínu könnun meðal kunningja og vinkvenna minna. Ég segi satt af 21,voru 18 algerlega á móti hinar 3 efins,algengt svar hjá þeim ,,Eigum við ekki að sjá hvað við fáum. Alltaf sjónarmiðið að græða á því.  Þá  ekki leitt hugann að því hverju við töpum,í mínum huga er það sjálfstæðið.

Helga Kristjánsdóttir, 29.10.2009 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband