Byrjun á stærra sem vert er að skoða.

Það er hægt að sjá viðvörunbjöllu hér sem ber að skoða strax,  og hugsa hvernig hún gæti endað. Allt byrjaði á sínum tíma rólega, en fór stig versnandi, og allir vita hvernig endaði.

Að allt er að byrja aftur rólega, en samt öðruvísi rólega, er pínulítið uggvænlegt, uggvænlegt vegna þess að það er mikil og öðruvísi reiði núna í fólkinu en var, alvarlegri reiði sem hefur dýpri rætur, og hana ber að skoða. Hugsunin um hvernig þessi rólegu mótmæli byrjuðu síðast, og fóru svo stig versnandi ætti að vera áhyggju efni fyrir Ríkistjórn.

Hvaða áhrif þessar þrengingar sem orðnar hafa hjá okkur þjóðinni nú þegar, og þjóðin er að reyna allt sitt til að takast á við af skynsemi, og er henni nú þegar erfitt fyrir, ætti að vera alveg nóg fyrir alla að takast á við.

En vitandi það sem mun skella stax á okkur þjóðinni núna eftir áramót er allt annað mál, og maður þorir varla að hugsa  hvað það gæti þýtt fyrir heimilin og geðheilsu landsmanna. Ég óttast svolítið þær afleiðingar sem eiga efir að koma af þessu, Það er erfitt að standa frammi fyrir fjölskyldu sinni sem fyrirvinna, faðir, móðir, eiginmaður eða eiginkona, eða aðrir einstaklingar og vita það að maður getur ekki mætt þörfum fjölskyldu, staðið við skulbindingar sínar, brauðfætt heimili sitt. Er það erfið byrði að bera fyrir hvern og einn.

Þessi orð, Pabbi er alltaf svo reiður, og mamma pirruð, eru skelfilegar afleiðingar af þessari stöðu, og ættu að vera ríkistjórn áhyggju efni, því þessi staða er komin til vegna aðgerðarleysis hennar.


mbl.is Úthýst úr Alþingishúsinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband