Ja hérna skyldulesning segi ég líka..

Ja hérna kom bara í hugann á mér við byrjun ( hafa skal í huga bara við byrjun, og þessi viðbrögð hvað þá er lengra var komið.) á lestri þessara breytingartillagnar sem er verið að fara fram á af meiri hluta fjárlaganefndar..

Hvet ALLA til að lesa þessar tillögur þó margar séu, en meira en skrítnar áheyrslur á forgang hlutina, og langar mig að nefna nokkrar breytingartillögur sem er verið að fara fram á. Einfaldlega vegna þess að þessar breytingar eigum við ekki að láta gerast áður en þjóðin viti um þær og samþykki.

Þessar eru meðal annars, 

no.00-401. Hæstiréttur. Lögð til 8 m.kr. lækkun fjárveitinga um launalið hæstaréttardómara, tillaga byggist á ákvörðun kjararáðs um lækkun á laun dómara um allt að 15 % frá 15 mars 2009.. í frumvarpinu var áætlað fyrir lækkun slíkra launaútgjalda sem falla undir úrskurði ráðsins, en þó LÁÐIST að gera ráð fyrir því á þessum fjárlagalið... Hvað þýðir þetta.. Jú lækkun á launlið hjá þessari stétt, stétt sem mun aldrei fyrr hafa eins mikið að gera næstu árin, og það vita allir hvað það þýðir, jú seinkunn á meðferð mála, og öllum þeim afleiðingum sem það mun hafa.. Þetta er eitt af þeim Embættum sem ætti að fá fjáraukningu núna er mín skoðun.

no 01-101 Forsætisráðuneyti-aðalskrifstofa.. Þar er verið að fara fram á 18 m.kr lækkun á fjárveitingu vegna breytta verkskiptingu innan Stjórnarráðs þann 1 Október síðastliðinn. 1 starf skrifstofustjóra og 1 sérfræðings sem flytur til Efna og Viðskiptaráðuneytis, en fara svo fram á að sama upphæð 18m.kr verði samþykktar til hækkunar hjá því embætti.

no.01-190 Ýmis verkefni.. og haldið ykkur nú.. Tillaga um 25 m.kr framlag til verkefnis 20/20.. hvaða verkefni hefur þetta 20/20  jú sjáum til.. en fyrst hvað er þetta ..20/20.. getur einhver sagt mér það.. en las meira og sá jú að þessar 25.kr sem ríkistjórnin er tilbúinn að henda, ég tek sterkt til orða núna því mér hreinlega ofbíður þessi forgangsröð sem er hérna á málefnum sem snerta alla þjóðina, en þessi upphæð er áætluð í SÓKNARÁÆTLUN FYRIR ÍSLAND. 25m.kr í uppbyggingu á öllum þáttum atvinnulífsins. Hversu langt er hægt að fara og gera fyrir þessa upphæð spyr ég bara í uppbyggingu á atvinnulífinu, atvinnulífi sem á að skila meiri verðmætum í þjóðarbúið. Ég bara spyr.. finnst þér lesandi góður, að við ættum að láta bjóða okkur þessa tölu í þetta brýna verkefni sem hér er verið að ræða um.?  Það finnst mér engan vegin, og ekki breyttist sú skoðun þegar lengra var farið í þennan lestur, og hvet ég en og aftur að allir lesi.

no.01-199 Ráðstöfunar Fé. Tillaga um 9,5m.kr í fjárveitingu í tengslum við fyrirliggjandi frumvarp til INNLEIÐINGAR Á TILSKIPUN ESB. um þjónustuviðskipti á innri markaði sambandsins, en tilgangur hennar er að tryggja jafnræði þeirra sem veita þjónustu innan Evrópska efnahagssvæðinsins..?  

Nú stoppa ég. Hvað þýðir þetta.. við erum ekki enn farin inn í ESB... 

Hingað og ekki lengra segi ég og ekki í fyrsta skiptið, við eigum að krefjast þess að þessi vit-leysa sem er í þessum breytingum sem er verið að fara fram á hérna verði stoppuð eins og skot..  Þjóðin á að fá að kjósa um hvort hún vilji þarna inn áður en það er verið að henda meiri pening í inngöngu Íslendinga í ESB sem hún vill svo kannski ekki fara í..

Það væri nær að taka allan þennan auka pening sem maður er að lesa um að sé að fara í svona og önnur verkefni, og setja í uppbyggingu á atvinnulífinu.

Allt hangir þetta líka á spítunni um að Icesave verði bara samþykkt.. Svo krefjumst þess að fá að kjósa um þessi tvö mál núna strax áður en lengra er haldið í öllum þessum breytingum sem er verið að gera, og meiri hluti þjóðarinnar er á móti.

Hvet ég alla til að lesa þessar breytingartillögur sem er verið að fara fram á enn og aftur, þó langar sé þá er það nauðsynlegt, og hefði maður haldið að það ætti að kynna þetta fyrir þjóðinni..  það er ekki hægt að við látum þetta líðast á meðan það er verið að setja þjóðina í ánauð vegna skatta og álags sem er verið að setja á herðar okkar á sama tíma.  Kveðja.


mbl.is 14,4 milljarða aukinn halli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband