Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010

Dómstólaleiðina með Icesave...

Að ætlast til að pólítísk sátt náist á milli þjóða finnst mér ekki vera aðalmálið hérna þó mikilvæg sé, en að sátt og traust sé á milli þeirra sem eiga að bera hag okkar Íslendinga fyrir brjósti það er stjórnvalda og okkur þjóðarinnar finnst mér vera meira mál en það hvort sátt náist á milli þjóða, er það eitthvað sem tíminn verður að leiða í ljós þegar það skref verður tekið sem tekið verður, sem væntanlega mun mótast af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. 

Það er öllu verra þetta bil sem er á milli Ríkistjórnar og Þjóðarinnar, þetta bil sem er búið að myndast vegna þessa stóru kosningarloforða sem Ríkistjórnin fékk sig kosna til valda fyrir. Kosningarloforð sem reyndust svo ekkert annað en svik út í eitt. Eitt loforð.. ekki Þjóðarinnar að borga óreiðuskuldir annarra... Annað loforðið.. skjaldborgin sem átti að slá utanum heimilin.. þriðja loforðið allt upp á borðum...

Ég veit eiginlega ekki hvar við erum stödd í dag með þessa Ríkistjórn, og segi ég þetta vegna þess að ef maður styklar á stóru í huganum um það sem er búið að gera þá kemur efst þar björgun bankanna til fyrri eigenda... Björgun Sjóvá til fyrri eigenda... það er reynt að ala undir fyrirtæki Björgúlfs feðga sem og Bónus feðga. Við lesum eða heyrum fréttir á hverjum degi um að einhverskonar siðspilling eigi eða hafi átt sér stað. Össur Skarphéðinsson og Árni þór Sigurðsson núna síðast í fréttum vegna sölu á bréfum í banka og annar fékk rúmar 30 milljónir en hinn sagði ekki hversu mikið hann hefði grætt en þó sagði hann það mikið að það voru einhverjar milljónir. Það var ekki annað að sjá en þeim finndist það bara allt í lagi... Fyrir mér þá eiga þeir að víkja tafarlaust, þetta segir okkur að þeir eru flæktir í þessa spillingu og hafa hagsmuni að gæta. Ríkistjórnin ætlar sér hvorki að bjarga heimilunum eða fyrirtækjum almennings í landinu það er alveg ljóst. Það er búið að hækka allt sem hægt er, og hækka alla skatta sem og gjöld. Ríkistjórnin er búinn að tryggja það að það koma engar launahækkanir til annarra en sjálf sín, ég bara spyr er þetta það sem ég vil, þú vilt lesandi góður ?

Þessi Ríkistjórn á að víkja tafarlaust eftir þessa þjóðaratkvæðagreiðslu vegna alls þessa sem og miklu meira, Þjóðin er ekki ósjaldan búinn að fá að heyra það að betri samningur verði ekki fengin hjá þessari Ríkistjórn, og eru það orð hennar sjálfrar.

Það má ekki gleyma því að það átti að keyra Icesave ólesið í gegnum Alþingi og fá samþykkt á þeim forsendum að þetta væri besti samningur fyrir okkur. Það á að fara Dómstólaleiðina með þetta það hefur alltaf verið mín skoðun, Rétt á að vera rétt í þessu og rétta er að við Íslenska Þjóðin rændum ekki þessum peningum sem hurfu, en allir vilja láta okkur Íslendinga bara borga af því bara...   

Höldum vöku okkar vel núna hálfnað skref þá hafið er hjá okkur, og tökum allt skrefið í að koma þessum siðspilltu Stjórnmálamönnum frá. Ef það þarf aðrar Ríkistjórnarkosningar þá verður það bara að gerast. Það er ljóst að það ekki hægt að allt fari bara eins og allt er að fara á kostnað heimilana eða smærri fyrirtækjanna í landinu. Kveðja.


mbl.is Kröfðust pólitískra sátta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fáum að kjósa í leiðinni um ESB aðild okkar...

það var nefnilega það... þessi einkafundur sem hún var að fara á var þá eftir allt saman ekki einkafundur. Það sem vekur furðu mína er þessi leynd sem var farin með þennan fund.

Þarf Forsætisráðherra ekki að hafa umboð frá þjóðinni fyrir þessari ESB aðildarviðræðu... Umboð frá þjóðinni er ekki Samfylkingarflokkurinn með stuðningi Fjármálaráðherra. Eitt af kostningarloforðum VG var ekki inn í ESB og þess vegna fékk sá flokkur þessa miklu kosningu, og er skammarlegt að horfa upp á þessi miklu kosningarsvik sem urðu þarna bara til að komast til valda...

Þessi Ríkistjórn er vanhæf að öllu leiti. Búinn að draga þjóðina á asnaeyrum og hafa hana að fífli liggur við að maður segir, vill stokka allt upp sem var á þeim forsendum að það hentar ekki skipulagi hennar en er svo ekki með neitt skipulag í taktinum sjálf. Það er allt búið að snúast um þennan blessaða Icesave reikning sem er ekki okkar að borga, og því meir sem þjóðin verður meðvitaðri um það þá verða viðbrögð Ríkistjórnarinnar þeim undarlegri, Steingrímur hleypur í eina átt og Jóhanna í aðra, Allt gert í von um að það fáist það stórt lán til að það sé bara hægt að borga Icesave upp... hvað halda þau að við þjóðin séum eiginlega spyr ég mig að núna. Þessi Icesave reikningur er ekki okkar að borga alveg sama hvaðan lánið kemur það er ekki okkar að borga þennan óreiðureikning sem Icesave er, og eins og staðan er að verða í þessu máli þá væri annað skrítið ef það yrði ekki farin Dómstólaleiðin til að skera út um hver er réttur okkar Íslendinga er þar...

Það er búið að setja Icesave í hendur okkar þjóðarinnar og verður að bíða með niðurstöðu okkar þar til hún liggur fyrir, en það er annað sem mætti athuga og það er hvort þjóðin geti ekki fengið að segja álit sitt í leiðinni í þjóðaratkvæðagreiðslunni með hug sinn varðandi inngöngu í ESB um leið og hún segir hug sinn um Icesave...

Það er allt ennþá að snúast um Icesave og ESB ári seinna og það er ekki hægt að líða lengur svona aðgerðarleysi gagnvart okkur almenningi, 70% þjóðarinnar vill ekki inn í ESB og með hliðsjón af því þá spyr maður sig hvort það er ekki hægt að flýta þessarri þjóðaratkvæðagreiðslu eitthvað svo það verði hægt að fara að gera eitthvað gagnvart þessari vanhæfu Ríkistjórn sem er farin að verða uppvís að því núna að hafa tekið sjálf þátt í spillingunni og peningagræðginni sem virðist hafa gripið þessa útrásavíkingavíkinga sem þau eru svo sjálf...  Verum vakandi yfir þessu þetta er landið okkar og við Þjóðin.  Kveðja.


mbl.is Ræða aðild Íslands í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minni á kosningarloforðin...

Það er allt á suðupunkti í þjóðfélaginu ennþá ári seinna og ekkert búið að gera í þeim kosningarloforðum sem þessi Ríkistjórn var kosin fyrir og lofaði að standa við bara ef hún verði kosin. Ekki okkar að borga óreiðuskuldir annara, og hvað er búið að gerast þar í þeim málum með þessa óreiðuskuld sem var ekki okkar að borga þegar atkvæða var þörf... Jú allt búið að snúast um að reyna að troða þessari óreiðuskuld annarra á herðar okkar.

Það var annað kosningaloforð líka sem var ekki síður mikilvægt fyrir heimilin sem og fyrirtækin í landinu og það var að bjarga þeim heimilum og fyrirtækjum sem voru komin í vanda, og hvað er búið að gerast þar... ekki neitt ætla ég mér að segja fyrir utan að endurreisa fallna banka sem og eitt stykki tryggingafélag Sjóvá. Það eru öll ósköpin sem er búið að gera fyrir heimilin og fyrirtækin i landinu og ætlar Ríkistjórnin ekkert að gera meira varðandi hjálp fyrir heimilin og fyrirtækin, áfrýar sig núna frá því að það sé ekki hennar að ráða því hvað bankarnir gera, þetta eru Einkabankar eins og Forsætisráðherra sagði í Kastljósi í fyrrakvöld.

Hvað erum við að horfa upp á núna ári seinna, Ríkistjórn er ekki að takast að skella þessari óreiðuskuld annarra á herðar okkar, Ríkistjórn sem er búinn að ljúga  blákalt að okkur um að okkur beri bara að borga þessa óreiðuskuld annarra alveg sama hversu óréttlátt okkur finnst það vera, það er allt búið að snúast um það í eitt ár að reyna að sannfæra okkur um hversu gott það verður fyrir okkur að borga þessa Icesave óreiðuskuld, ef við bara....

Það er sorglegt að horfa á það núna hvernig Ríkistjórnin er að reyna að hlaupa í allar áttir til að bjarga eigin skinni.

Ríkistjórnin er búinn að segja að þessi Icesave samningur sem hún er með sé sá besti sem hægt var að fá að hennar hálfu... Ríkistjórnin er búinn að ljúga öllu sem hún getur í von um að við þjóðin verðum það hrædd að við viljum bara borga þennan óreiðureikning. Þetta er Ríkistjórn svika sem ég treysti ekki lengur til að hugsa um okkar hag og það getur ekki verið að ég sé ein um það núna þegar við þjóðin horfum á Ríkistjórnina reyna að hlaupa í allar áttir til að bjarga eigin skinni í þessum lygavef sem Ríkistjórnin er búinn að koma sér í. það er ekki að ræða frá minni hálfu að Ríkistjórnin komi meir að þessu Icesave máli í samningum, hún er búinn að sína okkur og sanna að fyrir okkur er hún ekki að vinna, ekki að hugsa um okkar hag eða velferð.

Vanhæf ríkistjórn sem á að víkja strax vegna lyga og svika við kjósendur sína. Höldum vöku okkar í þessu það er ekki okkar að borga þessa Icesave skuld.  Kveðja.


mbl.is Reyna að fá hagstæðari lánskjör í Noregi eða ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrifaði undir í skjóli nætur...

Bíðum nú við hver kom okkur í þessa stöðu með þennan handónýta samning annar en Fjármálaráðherra sjálfur með undirskrift sinni í skjóli nætur 5 júní síðast liðin til greiðslu á þessum besta lánasamning sem gerður hafði verið að hans sögn og átti að keyra hann ólesin af honum sjálfum sem og öðrum í Ríkistjórn í gegnum Alþingi í von um að allir vinni heimavinnuna sína eins og hann greinilega gerir, sem og aðrir innan Ríkistjórnarinnar. Það vantar allt bein í nefið á Ríkistjórn Íslendinga og Það er ekki að ræða að hann eða núverandi Ríkistjórn komi að frekari samningum eða ákörðunum um hvað verður gert frekar varðandi Icesave eftir að þjóðin hafnar þessum óhroðasamning í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Vanhæf Ríkistjórn sem á að víkja tafarlaust svo Íslendingar geti fengið Ríkistjórn sem er til í að taka slaginn fyrir okkur þjóðina en ekki Breta eða Hollendinga og hvað þá AGS eða ESB. Stöndum á réttlætinu öll sem ein og látum ekki troða þessu á okkur þar sem þetta Icesave er ekki okkar.  Kveðja.


mbl.is Dómstólaleiðin varhugaverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það var nefnilega það..

Það er ljóst að hann hefur þurft að fela eitthvað fyrir Þjóðinni sem og félagar hans í Ríkistjórn. Fela svo vel að það átti ekki að komast í okkar augnsýn hvað þá heyrn.

Maðurinn hann Steingrímur er alveg hættur að róma þennan besta samning sem gerður hafði verið fyrir hans hönd og ber núna fyrir sér að þetta sé búið að vera svo erfitt mál vegna gagna sem hann hefði talið ekki gott fyrir okkur að sjá ef hann Steingrímur fengi að ráða. Er hann að segja okkur að það sé ekki gott fyrir hann að þessi skýrsla birtist...  Það er ljóst að betri samning er hægt að gera, en verður ekki gerður ef gerður verður fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðslu okkar Íslendinga. Það er ekki að ræða það að núverandi Ríkistjórn komi frekar að samningsborði með þetta Icesave mál, það er komin tími til að Íslendingar fái Ríkistjórn sem vill taka slagin með þjóðinni.

Vanhæf ríkistjórn er alveg ljóst fyrir mér sem að á að víkja vegna svika við þjóðina sína.  Pössum hag okkar Íslendingar og segjum nei við Icesave í kosningunni sem og ESB þegar þar að kemur, annars ætti að draga þá umsókn tafarlaust til baka þar sem hún virðist vera undurrótin á þessu óréttlæti sem er verið að beita okkur Íslendinga af Bretum og Hollendingum með Íslensku Ríkistjórninni í farabroddi, og alltof kostnaðar söm  fyrir okkur núna þar sem það er ekki til fjármagn einu sinni til að hjálpa heimilunum eða fyrirtækjunum í landinu og ekki er staðan álitleg á ESB svæðinu núna.

Vanhæf Ríkistjórn sem er búin að sitja í ár og ekki gera neitt nema knésetja þjóðina í samvinnu við önnur lönd. Höldum vöku okkar í þessu. Kveðja.


mbl.is Erfið samningsstaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afmæli...

Eitt ár og hvað er búið að gera ...

Ekki neitt nema setja Íslensku heimilin sem og fyrirtækin út á gaddinn kaldan til að Ríkistjórn Íslendinga geti haldið haus útá við vegna brenglaðar sjálfsímyndunar sem hún hefur á sjálfa sig. Endurreisa bankanna jú sem og Sjóvá.

það var þá einhverju að fagna...

Höfum við Íslendingar efni á því að annað ár líði í rifrildi um hver ber ábyrgð á greiðslu Icesave... Það er þeir sem stofnuðu til þessarar skuldar eða við Íslenskir skattgreiðendur...

Hvar verða heimilin og fyrirtækin stödd eftir eitt ár ef ekkert er gert ?

Vanhæf Ríkistjórn sem laug sig til valda með fögrum kosningarloforðum segi ég.

Vanhæf vegna allra svikana sem hún er búin að verða uppvís af og á þessi ríkistjórn að víkja tafarlaust. Við höfum ekki efni á því að taka klúður Fjármálamarkaðarins í heiminum á okkar herðar og eigum alveg óhikað að fara Dómstólaleiðina með það mál til að leita réttar okkar, Íslenska ríkistjórnin ætti að gera það með okkar hag og velferð í huga en ætlar sér ekki að gera það og er vanhæf vegna þess líka..

Höldum vöku okkar þetta er Landið okkar og við Þjóðin.  Kveðja


mbl.is Kaka í tilefni dagsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sækjum rétt okkar.

Það er komið ár síðan Ríkistjórnin tók við og það eina sem hún er búin að gera er að vinna okkur Íslendingum óhag í öllu ætla ég að leyfa mér að segja.

Ríkistjórnin var kosin vegna kosningaloforða sinna og hver voru þau svo við rifjum það aðeins upp... Ekki okkar að borga óreiðuskuldir annarra. (Icesave) Í dag þá er Ríkistjórnin í slag við fólkið sem kaus hana vegna þess að henni snerist hugur þegar sigur var í sjónmáli og samdi við skuldakröfuhafa um hjálp þeim til handa við að rukka okkur kjósendur sínar um þessa Icesave skuld... Þessi Icesave er en ófrágengin vegna þess að þjóðin vill ekki borga þennan óhroðareikning sem er ekki hennar með réttu og Íslendingar að vakna betur og betur upp við þessa siðleysu Ríkistjórnar í orðum hennar um þennan gæða reikning að borga.

Íslendingar eru líka að vakna upp við það ári seinna að það er engin skjaldborg komin utan um heimilin í landinu eða fyrirtækin, og ekkert verður gert ef marka er orð Félagsmálaráðherra um að núna verða Íslendingar bara að missa eignir sínar ef Þeir eru ekki tilbúnir að ganga að þessum skilmálum bankanna... sem eru Einkabankar meðal annars líka. Það er ekkert búið að gera til að vinna á atvinnuleysinu annað en skerða atvinnuleysisbætur til yngsta hópsins á skrá.

Það er verið að leggja almenna læknisþjónustu niður meira og minna um allt land vegna niðurskurðar á sama tíma og það er verið að styrkja vanþróuð lönd til þess að þau geti haft læknisþjónustu nær sér... hversu vitlaus er þessi hringur þarna eiginlega spyr ég... er eitthvað orðspor og ímynd virkilega svo mikils virði að inniviðurinn skiptir ekki neinu máli...

Ég gæti talið margt meira upp sem og þið eflaust líka. Það sem á svo að ræða á Alþingi núna fram yfir annað er leyfi fyrir Utanríkisráðherra til geta flutt inn allskonar eiturtegundir...

Það er komið nóg að þessari vit-leysu segi ég núna, það er ljóst að það er hægt að ná betri Icesave samning, þessi Ríkistjórn er búinn að endurreisa Bankana jú og Sjóvá sem og vinna að því að koma þjóðinni inn í ESB, og þeirri vinnu enganvegin að ljúka. (verið að ráða í 24 nýjar stöður í utanríkisráðuneytinu) hækka alla skatta lækka laun sem og skerða bætur, taka verðtryggingu af skattaaflætti okkar svo eitthvað sé nefnd, Þessi Ríkistjórn verður að víkja vegna þessa alls, hún er ófær um að vinna fyrir okkur fólkið það er ljóst. Það þarf að kjósa núna um nýja Ríkistjórn þegar þjóðin er búinn að fella þennan Icesave samning og leitum réttar okkar til Dómstóla. Kjósum eftir loforðum sem verða bindandi fyrir manneskju sem og flokk. Drögum umsókn okkar Íslendinga um aðild að ESB til baka það má alltaf skoða það betur seinna en núna höfum við íslendingar ekkert þangað að sækja. Stoppa AGS og semja um það sem við skuldum þeim. Að vilja hjálpa þarf að vera á réttri forsendu og það finnst mér AGS ekki vera með, og hjálp í þessu formi höfum við ekkert að gera með. Við Íslendingar erum sjálfstæð þjóð og eigum að vernda það og styrkja á okkar besta hátt sem er til, við erum sjálfbær á svo mörgum sviðum og eigum að líta þangað og efla framleiðslu á öllu sem við getum og rífa okkur upp þar, það er ljóst að spillinguna verður að uppræta og réttlætið að ná fram að ganga og þar er Ríkistjórnin ekki að vinna fyrir okkur. Í ljósi alls þessa þá verður Ríkistjórnin að víkja eins og ég segi og við að fá ríkistjórn sem vill vinna fyrir Land sitt og okkur þjóð sína af virðingu við Landið og okkur þjóðina sem og heillindum í starfi. Segjum nei við Icesave og nei við ESB. Höldum sjálfstæði okkar og sínum að við erum fullvalda þjóð sem látum ekki troða óréttlæti á herðar okkur. Kveðja


mbl.is Kröfurnar verði stórlækkaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband