Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Segðu af þér kona góð...

Mig setur eiginlega hljóða við lestur þennan vegna þess að lesa má að enginn hagvöxtur hafi verið hér á Landi vegna þess að við Íslendingar séum ekki tilbún að taka þessar Icesave byrðar á okkur steinþegjandi og hljóðalaust...

Þó að okkur beri ekki lagaleg skylda....

Það má eins spyrja Jóhönnu Sigurðardóttir að því hvers vegna í ósköpunum hún og hennar flokkur komu ekki heiðarlega fram við okkur þjóðina fyrir síðustu Alþingiskosningar þar sem það var eitt af þeirra kosningarloforðum að tryggja það ætluðu þau sér að það yrði ekki okkar Íslenskra skattgreiðenda að borga þennan óreiðureikning Icesave....

Hún Jóhanna Sigurðardóttir og hennar Ríkisstjórn eru rúin öllu trausti og þurfa að endurnýja umboð sitt fyrir áframhaldandi setu myndi ég áætla núna vegna þess að ég segi að þau hafi aldrei haft umboð frá okkur þjóðinni til þessara vinnu sem búin er á Icesave....


mbl.is Ár hinna glötuðu tækifæra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótur leikur......

Þessi persónulega skoðun hans hefur því miður ratað inn í ASÍ...

Bara að það hafi verið gengið þannig frá samningunum sem var verið að gera á þeirri forsendu að Icesave yrði að samþykkja segir það sem segja þarf þar...

Það er öllu verra að heyra þetta að það verði að ljúka málinu og að það sé ekki hægt lengur að hafa þessa óvissu hangandi yfir hefur fengið mig til þess að skoða þetta núna frá öðru sjónarhorni...

Best að ljúka málinu og eyða þar með allri óvissu um að við Íslendingar gætum hugsanlega fengið að vita meira eins og að það var trygging á þessum Icesave innistæðum erlendis...

Að eyða óvissu á því að við gætum hugsanlega komist að því að það var aldrei tekið lán sem okkur bæri að borga heldur borgaði Tryggingarfélag allar þær innistæður sem voru umfram lágmark...

Mér finnst þetta miklar og alvaralegar upplýsingar í ljósi þess að því hefur verið haldið fram við okkur að það hafi verið tekið lán fyrir þessu og það bæri okkur að borga þó svo að það væri engi lagaheimild til fyrir því...

Það brenna á mér spurningar eins og vissi Alþingi af þessu og er þetta eitt í viðbót sem átti að leyna og Ríkisstjórn vissi af...

Því einhvern vegin geri ég ráð fyrir því að Ríkisstjórnin hafi vitað af þessu en kosið að halda því leyndu í von um að þessu Icesave yrði bara lokið með samþykkt á kjördag og þar með allri óvissu verið eitt um að upp kæmist...

Það á að kalla Alþingi saman strax og fá svör við þessu og þó að ég sé NEI sinni og allt virðist benda til þess að þessum samningi verði hafnað þá er þetta alvaralegar og miklar upplýsingar sem við verðum að fá að vita hvort réttar séu áður en lengra er haldið með þessa Þjóðaratkvæðagreiðslu...

Spurning jafnvel um að fara fram á henni verði frestað þar til þetta liggur ljóst vegna þess að kannski þarf hennar ekki við... 


mbl.is Gylfi: Ekki afstaða ASÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er geimvera sagði Jón Borgarstjóri...

Að Jón skuli hafa það á tilfinningunni að unnin hafi verið ákveðin skemmdarverk í umræðunni um sameiningu og samrekstur á skólakerfi borgarinnar er eingöngu vegna eigin aðferða á kynningu og framkvæmd á þessari sameiningu....

Hérna í Grafarvoginum var það til dæmis ekki mikið mál fyrir hann og Oddnýu að kynna breytingu þá er varðaði sameiningu skólana og leikskóla, en þegar betur var farið ofan í saumana á fjarlægð og samgöngum þá voru þau ekki betur upplýstari en það að þau höfðu ekki hugmynd um að strætó hefur til dæmis ekki gengið í Hamrahverfið í nokkur ár....

Á sama tíma og þau ætlast til þess að foreldrar jánki því að þessar breytingar séu gerðar vegna niðurskurðar þá horfa Reykvíkingar á það að í ár er settar 2,655 milljónir í ólögbundin verkefni Borgarstjórnar...

Til dæmis framlög til Hörpunnar 392 milljónir, aukning um 332 milljónir frá árinu á undan plús 150 milljónir vegna framkvæmda henni tengdar. Leikfélag Reykjavíkur fær 698 milljónir, Listasafn R. 282 milljónir. Þessi listi er miklu lengri í ólögbundnum verkefnum en ég nefni til samanburðar vegna þess að á sama tíma er skorið niður í menntasviði um 425 milljónir. Framlög til Slökkviliðs og Strætó eru skorin niður um 270 milljónir og á Umhverfis og samgöngusviði er skorið niður um 559 milljónir...

Það sem Borgarstjóri er ekki að sjá er að tal hans og framkoma er búinn að eyðileggja allan trúverðugleika sem meirihluti Reykvíkinga hafði til hans sem Borgarstjóra...

Það er alla vegna alveg ljóst að það er ekki verið að draga saman vegna kreppu þegar maður sér svona vinnubrögð...

 


mbl.is Pólitísk skemmdarverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kurteisi við Björn Val hefur meira að segja en...

Sjálfsögð kurteisi við Björn Val og Alþingi segir Steingrímur að svar hans kæmi fyrst fram þar...

Er ekki langt síðan að beðið var um þessar upplýsingar...

Svo mikið veit ég að það var búið að setja þetta á dagskrá Alþingi um daginn en tekið út...

Hvað er að fela, af hverju má ekki svara fjölmiðlum...

Það er hrokafull lykt af þessu svari og vanvirðing við fyrirspyrjendur sem kölluðu eftir svari á undan Birni Val.

Ég hefði haldið að þessar upplýsingar ættu liggja svo til fyrir á Alþingi þar sem það er í höndum þeirra að samþykkja fjárútlát, og hvort skyldi vera meira mál fyrir Fjármálaráðherra Íslands Steingrím Jóhann Sigfússon...

Að Björn Valur njóti meira kurteisi frekar en upplýsingar til okkar almenning...

Ekki nema Björn Valur svo hrokafullur að hann geri veður út af því hvor fær upplýsingar fyrst...


mbl.is Ráðuneyti svari fyrst í þinginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enda full ástæða til...

Þetta segir manni í rauninni allt sem segja þarf...

Að Ríkisstjórn Íslands skuli vera búin að gera allt sitt til þess að troða þessum löglausa Icesave reikning á herðar okkar og kasta FULLT FULLT af pening í þá VINNU í von um að geta afvegaleitt þjóðina frá sannleikanum er mjög ALVARALEGT...

Ég er nokkuð viss um að Þjóðin mun segja NEI við Icesave eftir að ég heyrði niðurstöður úr nýjustu könnun Útvarpsstöðvar Bylgjunar þar sem segir að 61% mun segja Nei.

Ég mun segja Nei...


mbl.is Bretar og Hollendingar sagðir óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjasta könnun segir að meirihluti segir NEI...

Ég var að heyra niðurstöður úr nýjustu Icesave könnunni sem gerð var núna um helgina frá Útvarpsstöðin Bylgjan og samkvæmt því þá er meirihluti Íslendinga sem mun segja NEI...

61% segja NEI...

29% segja JÁ...

10% eru óákveðnir...

Ég verð að segja að ég er mjög glöð yfir þessari niðurstöðu vegna þess að annað væri glæpur...

Það sem Þórunn Sveinbjarnardóttir og hennar vinnufélagar þurfa að óttast núna er hvort þau missi ekki vinnuna sína þegar þjóðin mun AFTUR hafna þessum löglausa-samningi Icesave...

Ég mun segja Nei.


mbl.is Hvetur til samþykktar Icesave-samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afdrifaríkar kosningar fyrir þjóðina segja þau...

Já svo sannarlega verða þetta afdrifaríkar kosningar fyrir réttlætið segi ég og vonandi að þjóðin felli þennan lánasamning vegna þess að hann er ekki okkar skattgreiðenda að borga...

Það vantaði ekki stóru orðin fyrir síðustu Alþingiskosningar hjá honum Steingrími sem hljóðuðu reyndar þveröfugt þá.... 

Ekki okkar að borga þennan óreiðureikning...

Hann Steingrímur og Ríkisstjórnin eru ábyrg fyrir þessari stöðu sem uppi er varðandi Icesave segi ég vegna þess að þau höfðu það í hendi sér að ákveða hverjir ættu að borga og það voru þau sem ákváðu að það skyldi verða við skattgreiðendur...

Eina leiðin fyrir okkur Íslendinga svo réttlæti verði í þessu er að segja NEI og láta þetta mál fara þá leið sem rétt er, og svo mikið vitum við í dag að rétt leið er ekki að þröngva okkur til borgunar á því sem er ekki okkar að borga og hvað þá að setja okkur í ánauð liggur við að maður segi...

Það þarf að gera Ríkisstjórnina sjálfa ábyrga fyrir þessari ákvarðanatöku sem hún tók, við Íslenska þjóðin eigum ekki að bera ábyrgð á þessu mikla klúðri sem varð vegna rangra ákvarðanatöku segi ég vegna þess að við kusum annað....


mbl.is Hvetja félagsmenn til að kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband