Hvaða möguleika...

Það væri áhugavert að fá að heyra hvernig Utanríkisráðherra sér stöðuna í þessu Icesave máli, eftir allt það klúður sem þessi Ríkistjórn er búin að verða uppvís að varðandi þetta Icesave mál sem er núna búið að vera í rúmt ár í höndum hennar.

Einnig væri gott að heyra þessa möguleika sem hann talar um að Íslensk stjórnvöld sjái sem lausn í þessari deilu...

Hvaða möguleika er hann að tala um... Hann gæti kannski komið fram fyrir þjóðina og sagt okkur þessar lausnir sem stjórnvöld eru að sjá sjálfur ...

Réttur okkar um niðurstöðu í Icesave er í okkar höndum, og hvort við þjóðin treystum okkur til að taka þessar byrðar á okkur. 

Það er ekki hægt að þröngva þessum óreiðureikning á herðar okkar.

... bara vegna þess að ...

Stöndum saman um hag okkar, þetta er okkar framtíð sem er verið að tala um, barna okkar og afkomendur. Þetta er landið okkar og okkur ber skylda til hugsa um hag þess sem og okkur þjóðarinnar.

Það er ekki okkar hagur á neinn hátt að láta troða á okkur.  Kveðja.


mbl.is Ræddi við Miliband um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband