Sorgleg staðreynd...

Ég veit eiginlega ekki hvort maður á að hlæja eða gráta þegar maður sér svona varnarflutning vegna mistaka sem gerð hafa verið og leiðin ekki gengið upp.

Þessi orð Indriða H Þorlákssonar um að Einkaréttarlegur lánasamningur hafi ekki verið ný nálgun Svavarsnefndarinnar heldur arfur frá Kristrúnu og félögum segir mér og væntanlega okkur öllum hinum að Ný nálgun á þessum Icesave lánasamningi sem Svavarsnefndin hafði í hendi sér að stíga hafi ekki verið valin, heldur sú leið að fylgja fyrri sporum... og í hvaða stöðu er Ríkistjórnin núna vegna þessa ákvarðana sinna...

Það var og er algjörlega á ábyrgð núverandi Ríkistjórnar þessi leið sem var valin.

Þrátt fyrir að hafa haft allt í hendi sér í að setja NÝJA NÁLGUN á þetta Icesave eftir að viðræður lognuðust útaf í janúar 2009 hjá óstarfhæfðri Ríkistjórn eins og Indriði segir þá valdi Ríkistjórnin að fylgja fyrri sporum og engin annar. 

Vanhæf Ríkistjórn segi ég sem á að víkja tafarlaust vegna þessara stefnu sem hún tók í andstöðu við kosningarloforð sitt, og við vilja þjóðarinnar.  Kveðja.


mbl.is Icesave-samningar í raun gerðir í desember 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband