Við vorum rænd...

Íslendingar við vorum rænd sem og aðrar þjóðir og þess vegna er Icesave skuldin til...
Við vorum rænd og frekar en að stöðva þá sem þar voru að verki og refsa þeim, sjá til þess að ÞEIR taki sína ábyrgð fyrir það sem að þeir gerðu en EKKI VIÐ, þá er ætlast til þess að við Íslendingar sætum ábyrgð...
Nei takk segi ég...
Ég velti því fyrir mér hvað er verið að gera okkur Íslendingum frekar en að taka á þessu ráni eins og ætti að gera, hverjum, eða hverju er verið að HLÍFA á OKKAR KOSTNAÐ...
mbl.is Samkomulag að nást um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar vorum það við sem rændum eigum Breta og Hollendinga í innistæðutryggingasjóðnum þegar Íslenska ríkið ákvað að tæma hann til að borga Íslendingum. Þannig varð Icesave skuldin til.

Útrásarvíkingarnir störfuðu með sérstakri blessun og leyfi Íslenska ríkisins. Í lagaumhverfi settu af Íslenska ríkinu, undir eftirliti ríkisstofnanna og í nánu samstarfi við ríkisbankann. Íslenska ríkinu þótti ekki ástæða til að setja lög yfir fjárhættuspil, bruðl og sjálftökur þessara snillinga. Þannig að það getur reynst erfitt að lögsækja menn þegar engin lög hafa verið brotin.

sigkja (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 19:06

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sæll sigkja, þú getur ekki ásakað mig fyrir það sem þú gerðir, ég rændi engu, ég á engan þátt í þessu sem gerðist innan Landsbankans sem varð til þess að fór sem fór...

Annars var ég að horfa á Kastljós og hvet ég þig til að horfa á endurtekninguna á þeim þætti seinna í kvöld, þar var útskýrt vel hversvegna fór sem fór, forsvaramenn bankanna lugu til um stöðu þeirra....

Ríkisstjórnin á að koma sér frá tafarlaust vegna þess að hún er að setja þjóðina á hausin frekar en að viðurkenna að það er verið að fara ílla með okkur Íslendinga og rísa upp með okkur þar....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 6.12.2010 kl. 20:20

3 identicon

Það gerðist ekki innan Landsbankans, það gerðist á alþingi. Hefðum við ekki tæmt innistæðutryggingasjóðinn til að borga okkur sjálfum hefði ekki orðið neitt Icesave mál.

Og hvernig þú telur þig ekki þurfa að taka afleiðingum gjörða þeirra sem starfa í þínu umboði, alþingis, fæ ég ekki skilið.

Forsvarsmenn bankanna lugu til um stöðu þeirra. Það gátu þeir vegna þess að enginn ríkisstofnun hafði áhuga á að sinna sinni eftirlitsskyldu.

Enginn vildi skoða bókhaldið, enginn vildi trufla snillingana.

Ríkisstarfsmenn, þínir starfsmenn - alþingi, þínir fulltrúar, - seðlabankinn, þín eign, enginn taldi þörf á eftirliti og lagasetningum.

Þetta fólk situr flest sem fastast ennþá á sínum þægilegu stólum og segir okkur nú að þetta sé allt einhverjum öðrum að kenna.

Aðavaranir og ábendingar útlendinga um að ekki væri allt í lagi voru skotnar niður sem fáfræði og öfund af æðstu ráðamönnum þjóðarinnar. Mönnum sem töluðu í þínu nafni.

Og þú heldur að þú þurfir ekki að taka afleiðingunum!

sigkja (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 21:44

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

sigkja var ekki eitthvað til sem hét eftirlit og var ekki lengur í samvinnu við Seðlabankann eða á vegum Ríkis en var þó Björgvins G Sigurðssonar að hafa gát á....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.12.2010 kl. 00:23

5 identicon

Allar eftirlitsstofnanir sem falla undir einhvern ráðherra eru á vegum ríkisins.  

En það var enginn skortur á eftirlitsstofnunum. Þær bara gerðu ekkert.

Það var enginn skortur á viðvörunum. Það bara vildi enginn ráðamaður hlusta.

Og það var enginn skortur á klappstýrum útrásarvíkinganna meðal alþingismanna og ráðherra. Ef einhver útlendingur vogaði sér að efast um snilld þeirra var stjórnkerfið fljótt að slá skjaldborg utanum þessa gulldrengi, óskabörn þjóðarinnar.

sigkja (IP-tala skráð) 7.12.2010 kl. 00:52

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Björgvin G. Sigurðsson var þar fremstur í flokki sigkja, og fjármálaeftirlitið var það eftirlit sem stóð sig ekki...

Fjármálaeftirlitið þarf að vera í höndum Seðlabankans segi ég og þessi aðskilnaður þess frá Seðlabankanum á sínum tíma var ekki góður eins og er búið að sína sig, það er sjálfsagt hægt að fara ofan í saumana á því sem gerðist þar.

Málið í dag er að þessi ákvörðun Ríkisstjórnar að bjarga fjármálaheiminum á þjóðarinnar kostnað þarf að snúa við tafarlaust....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.12.2010 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband