Af hverju eigum við að borga fyrir rán og græðgi annarra...

Það er alveg ljóst að Ríkisstjórnin ætlar þá leið að láta okkur Íslendinga borga fyrir þetta rán sem átti sér stað...

Sem segir mér það að ef við Íslendingar erum ekki sáttir við það að fara í ánauð um ókomna tíð og viljum réttlæti, þá gerist það ekki með þessa Rikisstjórn innanborðs...
Ríkisstjórninni ber að víkja vegna vanhæfni sinna í þessu máli, vanhæfni sem er vegna þess að það er Ríkisstjórninni í óhag að réttlæti ráð í þessu Icesave máli...


mbl.is Engin drög verið kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir það fyrsta, þá eruð þið þegar í ánauð ... þið eruð búin að afsala ykkur frelsi ykkar í hendur dana, norðmanna ... þeirra sem sveltu forfeður ykkar.

Og síðan er það hitt ... að á meðan á ráninu stóð, þá varlítið um klaganir ... með fólk hafði öl á könnunni, þó mönnum ekki skipta máli hvernig féð var fengið ... við hinir vorum bara öfundsjúkir.

Og að lokum, þið Íslendingar ættuð að hlusta svolítið á þá sem eru að reyna að koma fyir hjá ykkur einhverri skynsemi.  Þetta er tækifæri, en ef það eina sem þið getið séð er glötun ... þá er ykkur glötunar von ...

Þið hafið hingað til verið góð við það að pota ónytjungum í góðar stöður ... og þetta eru niðurstöður þeirra ... eruð þið fær um að viðurkenna á ykkur mistökin og lagfæra það sem miðurfór ... 

Í öllum styrjöldum, finnast tapaðar orustur ... en það er stríðið sem þarf að vinna ... ekki einstakar orustur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 17:53

2 Smámynd: Óskar

Já afhverju eigum við að borga fyrir einkavinavæðingu sjálfstæðisflokksins og 18 ára helstefnu þessa flokks og raðnauðgun á þjóðinni.  Spurðu þína flokksmenn afhverju þeir létu Icesave viðgangast, spurðu Kjartan Gunnarsson fyrrverandi framkvæmdastjóra FLokksins.  Spurðu Davíð Oddsson afhverju hann afnam bindiskildu á bankana og gerði icesave ránið þar með mjög auðvelt fyrir Landsbankann.    Spurðu afhverju Árni Mathiessen fjármálaráðherra sjálfstæðisflokksins lofaði Bretum og Hollendingum að borga Icesave með 7.4% vöxtum og skrifaði upp á minnisblað þess efnis sem batt hendur núverandi ríkisstjórnar.  -- Svo má benda þér á neyðarlögin hans Árna og fyrri ríkisstjórnar sem gera það að verkum að ÚTILOKAÐ er að vinna þetta mál fyrir dómstólum.

Að lokum spurðu þennan helvítis sjálfstæðisflokk hvenær þeir ætli að hætta að nauðga þjóðinni og þvælast fyrir björgunarstarfinu eftir að flokkurinn lagði landið í rúst.

Óskar, 5.12.2010 kl. 18:44

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Óskar væri í rauninni ágætur ef hann hefði víðsýni til þess að skipta út orðalaginu "þessum helvítis sjálfstæðisflokki" fyrir "þennan helvítis fjórflokk".

Neyðarlögin björguðu því sem sem bjargað varð - og minnismiðar fv. fjármálaráðherra skuldbinda engan, ekki einu sinni hann sjálfan.

Verst að núverandi fjármálaráðherra skuli ekki gera sér grein fyrir því.

Kolbrún Hilmars, 5.12.2010 kl. 19:01

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Bjarne, ef við töpum þessari orustu er stríði tapað. Svo einfalt er það. Ísland er nú þegar svo skuldsett að vart verður séð að við komumst út úr því feni næstu árin. Ef við bætum vöxtum af icesave og einhverjum hluta höfuðstóls, sem reyndar einginn getur sagt til um hversu stór verður, mun það verða dropinn sem fyllir mælirinn fyrir Íslendinga. Þá erum við komin langt fram yfir greiðslugetu okkar!

Það er einnig eðlilegt í viðskiptum að láta dómstóla skera úr um deilumál. Ef svo ólíklega vildi til að ESA dæmir gegn eigin lögum og skildar okkur til að greiða, þá nær það ekki lengra. Þá verðir Ísland einfaldlega að lýsa yfir gjaldþroti!

Málið er nú ekki flóknara en þetta. Einfalt reiknisdæmi sem engan veginn gengur upp!!

Gunnar Heiðarsson, 5.12.2010 kl. 19:06

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bjarne vissulega erum við skuldug upp fyrir haus og það vitum við Íslendingar. Icesaveskuldin er ekki okkar skattgreiðenda að borga, það voru ekki við sem tæmdum þessa einkabanka innanfrá öllu því fé sam þar var til og hvarf...

Einkabankar voru þetta án ríkisábyrgðar frá Íslenska ríkinu og það hafa Bretar og Hollendingar viðurkennt obinberlega myndi maður segja þar sem það kom fram í fréttum á sínum tíma... Það hrundu allir Bankar hér á Landi og er verið að setja það hrun líka á herðar okkar sem er gegn lögum....

Það er verið að hlífa Fjármálakerfinu í heiminum svo það hrynji ekki á okkar Íslendinga kostnað er ég farin að hallast á og það eigum við Íslendingar ekki að líða....

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2010 kl. 20:04

6 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Óskar ég hef bara þér að segja ekkert samband við þessa menn sem þú nefnir hér og eru innan Sjálfstæðisflokksins, og ef svo væri sem er ekki þá myndi ég ráðleggja þér að beina þessum spurningum þínum til þeirra...

Varðandi þessa stöðu sem er uppi núna 2. árum seinna þá er hún EINGÖNGU og ALFARIÐ núverandi Ríkisstjórn að kenna og engum öðrum...

Þetta segi ég vegna þess að núverandi Ríkisstjórn valdi sjálf hverjum skyldi bjarga....

Þjóðinni eða fjármagninu....

Vegna þeirra ákvarðanatöku á Ríkisstjórnin að hunskast í burtu og skammast sín fyrir þá stefnu sem hún ákvað að taka...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2010 kl. 20:15

7 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sammála þér er ég Kolbrún.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2010 kl. 20:16

8 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Gunnar Heiðar velkomin hvenær sem er í þessum gír.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 5.12.2010 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband