Icesave er skilgetið afkvæmi ESB umsóknar Íslendinga...

Það hefur aldrei verið spurning hjá mér hvort eða, það hefði átt að vera löngu búið að hefja það ferli...

Eftir orðum Atla Gíslasonar um Icesave þá segir hann að strax eftir Stjórnarmyndun 2009 hafi Fjármálaráðherra Íslendinga lagt fram Icesave samning með þeim orðum að Icesave sé skilgetið afkvæmi ESB umsóknar..!!!

Öll vitum við um þann samning sem sagður var sá besti og þegar betur var kannað þetta besta hjá Fjármálaráðherra þá kom í ljós að hann vissi bara ekkert um hvað hann var að tala, hafði ekki lesið það sem hann var að tala fyrir...

Þvílíkt hefði aldrei átt að líðast en vegna hrunsins þá var þjóðin í sjokki og greinilegt á öllu í dag að núverandi Ríkisstjórn notaði sér þá stöðu...

Sú staðreynd að ESB hefði aldrei tekið á móti ESB aðildarumsókn Íslendinga ef Ríkisstjórnin hefði ekki gefið út yfirlýsingu um að ábyrgjast Icesave þó svo að okkur beri engin lagaleg skylda er mjög alvaraleg í ljósi kosningaloforða sem gefin voru...

Sú staðreynd að Ríkisstjórn Íslendinga hefur ekki staðið vörð um hag okkar í þessu máli fær mann til þess að hugsa betur um þá stöðu sem var fyrir hrun, þá voru 2 flokkar við völd Sjálfstæðisflokkur og Samfylking...

Við vitum öll hvað útreið Sjálfstæðisflokkurinn hefur fengið og að honum hefur hreinlega verið kennt um allt saman þó svo að Samfylkingin hafi verið líka.

Í ljósi þess að Samfylkingin var fyrir og er í dag og þegar ég skoða þá útreið sem Íslenska þjóðin er að fá þrátt fyrir að fögur loforð um annað eins og skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki hafi verið gefin frá Samfylkingunni sem og loforð um að tryggja átti að óreiðuskuldir eins og Icesave yrðu ekki okkar að greiða, þá hefur ekkert annað verið gert en að reyna allt til þess að koma þessu hruni og því Icesave ráni sem átti sér stað innan bankana á herðar okkar bara vegna þá ósjálfrátt hvarflar að mér sú spurning hver er ræningi í raun og veru...

 Sú staðreynd að okkur ber ekki lagaleg skylda til borgunar á þessum óreiðureikning fær mig til þess að hugsa þá hugsun hvort við Íslendingar séum hugsanlega að kenna röngum aðilum um orsökina á þessu hruni og ráni sem átti sér stað þegar við erum að kenna Sjálfstæðisflokknum um vegna þess að einhvernvegin þá finnst mér í dag eins og allt sé að snúast um að blekkja okkur þjóðina og það er verið að hirða eignir Íslendinga vegna þessa hruns og það hefur engin raunveruleg leiðrétting átt sér stað...

Auðvitað eigum við Íslendingar að lögsækja Breta fyrir að skella þessum hryðjuverkalögum  á okkur og það er ekki laust við að það sæki að manni hrollur við þá tilhugsun að Ríkisstjórn Íslendinga skuli standa með Bretum en ekki Þjóð sinni eins og ætti að vera í þessu mikla óréttlætismáli...


mbl.is 86% vilja fara í mál við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skilgetið afkvæmi einkavinavæðingar Sjálfgræðgisflokksins öllu heldur.

Bart Simpson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 16:39

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bart Simpson væri þá ekki búið að stoppa þetta sukk ef svo væri...

Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki ráðið núna á þriðja ár og það hefur aldrei verið önnur eins spilling hér á landi og síðan hrunið varð svo það er eðlilegt að ýmislegt fari í gegnum huga manns...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.3.2011 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband