Áfellisdómur á Ríkisstjórnina...

Að núverandi Ríkisstjórn sjái um málsvörn fyrir okkur kemur ekki til greina vegna þess að núverandi Ríkisstjórn er rúin öllu trausti...

 Rúin trausti vegna ákvarðanatöku núverandi Ríkisstjórnar en ekki fyrrverandi Ríkisstjórnar eins og Fjármálaráðherra gaf í skyn í sjónvarpinu í gærkvöldi, heldur vegna ákvarðanatöku núverandi Ríkisstjórnar erum við Íslenska Þjóðin í þessari stöðu í dag...

Núverandi Ríkisstjórn var kosin meðal annars vegna loforða sinna um að óreiðuskuldin Icesave væri ekki okkar skattgreiðenda að greiða og ætlaði Ríkisstjórnin að gera allt sitt til þess að svo yrði ekki...

Þegar litið er til baka yfir þessi rúm 2 ár sem Ríkisstjórnin er búin að starfa þá er það búin að vera einlægur ásetningur hennar að koma þessari Icesave óreiðu yfir á okkur skattgreiðendur til borgunar og í gær þá sagði þjóðin hug sinn í annað sinn með yfirgnæfandi meirihluta NEI. um þessa ákvörðunartöku Ríkisstjórnar...

Ríkisstjórnin og Alþingi eru umboðslaus eftir þessa niðurstöðu og ætti það að vera næsta skref að Alþingi leitaði til Forsetans og kallaði eftir því að fá endurnýjun á umboði sínu til þjóðarinnar með nýjum Alþingiskosningum...

Að Ríkisstjórnin sitji áfram án þess að endurnýja umboð sitt til áframhaldandi setu á ekki að geta gerst vegna þess að hún er umboðslaus...

Þjóðin er að hafna vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar...

 


mbl.is Þarf að vinna að málsvörn Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband