Frá mínum bæjardyrum séð...

En ekki hvað...

Hver yrði ekki vonsvikin yfir því að hafa verið rændur...

Málið er bara að það voru ekki við skattgreiðendur á Íslandi sem rændu þessa Einkabanka...

Frá mínum bæjardyrum séð þá höfum við Íslendingar boðið Bretum og Hollendingum það sem við treystum okkur til gera með samningi 1. þó svo að okkur beri ekki lagaleg skylda til....

Við höfum líka boðið eingreiðslu plús eignarsafn og því hafnað af Bretum og Hollendingum þó svo að okkur beri ekki lagaskylda til....

Við Íslendingar stöndum frammi fyrir því að eiga ekki ofan í okkur eða á vegna þessa hruns og ráns sem átti sér stað og við erum ekki að sjá að nokkur af þeim sem að komu okkur í þessa stöðu séu dregnir til ábyrgðar...

Frá mínum bæjardyrum séð þá berum við Íslenskir skattgreiðendur ekki ábyrgð á því að regluverk EES. hafi verið gallað og eftirlitsaðilar sofið í vinnunni sinni, og þess vegna segi ég það er ekki okkar Íslendinga að bera ábyrgð á þessu hruni...

Það var ekki Ríkisábyrgð á þessum Icesave áhættureikningum og það vissu Bretar og Hollendingar sem og Íslendingar og þess vegna segi ég rétt á að vera rétt og það er að innistæðutryggingarsjóður greiði það sem í honum er og svo verða þeir sem að töpuðu meira en það að bera sitt tap sjálfir því miður...

Því miður fyrir Íslendinga sem áttu innistæður á þessum Icesave reikningum þá virðist það vera að þeir einir tapi vegna þess að í dag þá vitum við að Bretar og Hollendingar voru með tryggingu fyrir umfram lágmarksupphæð sem innistæðutryggingarsjóður greiðir...

Bretar og Hollendingar verða því að sækja mál á hendur þeirra sem að áttu þessa Einkabanka og stjórnendum þeirra, sem og þeirra sem að sváfu á verðinum því miður.

Það þýðir ekki lengur að reyna að koma þessu á herðar okkar Íslenskra skattgreiðenda sem gerðu ekkert af sér annað en að trúa líka þessum gylliboðum sem í boði voru...

 


mbl.is Vonsvikinn vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir það fyrsta, þá er ekkert sem getur komið í veg fyrir að þið greiðið fyrir IceSAVE.  Þið getið deild um málið, en því eina sem þið ráðið er "hvar", "hvernig" og "með hvaða hætti".  Að slá fyrir sig "það voru óreiðumenn", er ekkert annað en auvirðulegt bull.  Íslendingar nutu allir af þessu, og böðuðu sig í glópagullinu á meðan það gafst.  Að krossfesta Péter eða Pál, kemur ykkur ekkert til góðs.

Nema þið snúið ykkur alfarið yfir til Bandaríkjanna, í stað Evrópu.  Það er eina leiðin fyrir ykkur, að komast undan ábyrgð.  Allar aðrar leiðir, munu leiða til að greitt verði fyrir, á einn eða annan hátt ... fyrr eða síðar.

Þetta ætti að vera hverjum fábjána ljóst.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.4.2011 kl. 11:27

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bjarne Örn rétt á að vera rétt, og rétt er að innistæðutryggingarsjóður borgar það sem hann getur en ekki við...

Það voru eigendur og stjórnendur bankana sem að rændu og vissulega voru þeir Íslendingar en það eru fáir einstaklingar og alls ekki Þjóðin í heild sinni...

Það er sárt að tapa....

Það verður Dómstóla að segja til um hvort það séu við skattgreiðendur á Íslandi sem sváfum á verðinum eða Eftirlitsaðilar þeir sem áttu að sjá til þess að svona gerðist ekki...

So sorry þá berum við ekki ábyrgð á gölluðu regluverki...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 11:39

3 Smámynd: Sandy

  Ertu viss um það Bjarne?   Og þótt svo að það væri bara hvar,hvernig, og með hvaða hætti er það þó nokkuð, en ríkisábyrgð fá þeir aldrei, ég er ekki búin að sjá Evropudómstólinn dæma ríkisábyrgð á innistæðutryggingar út í Evropu.   Að minnsta kosti eru Bretar búnir að segja að þeir myndu aldrei ríkistryggja innistæður.   Eitt í viðbót, hvað finnst þér að við ættum að gera varðandi hryðjuverkalöginn og þann skaða sem það olli okkur?

Sandy, 10.4.2011 kl. 11:54

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Ég tel hæpið að hægt sé að lögsækja þjóð fyrir það að einkafyrirtæki í eigu örfárra manna fór á hausinn. Ekki átti þjóðin fyrirtækið og ekki setti þjóðin bankann á hausinn...

Það kórónaði svo allt að þeir sem reyna að ná þessu fé af þjóðinni svo hægt sé að borga skuld þessa gjaldþrota einkafyrirtækis er sjálf ríkisstjórnin sem þjóðin kaus yfir sig (hvað er það svo kallað).

Einkafyrirtækið hafði einhverja eigendur en þeir geyma sig víst í því landi sem hvað harðast sækir að fá borgaðann sinn hlut vegna gjaldþrots einkafyrirtækisins. Hæg eru heimatökin þegar stjórnendur gjaldþrotsins eru í gistingu hjá sóknarlandinu.

Bretland setti svo á þjóðina hryðjuverkalög og fór þjóðin þar með á lista yfir menn eins og Usama bin Laden. Er þar komin ástæðan til að sækja fé til þjóðarinnar sem átti ekki einkafyrirtækið sem fór á hausinn???

Það er ekki ríkisábyrgð á Innstæðutryggingasjóði og hefur ekki verið í langann tíma, allt samkvæmt reglugerð frá ESB (CE stimpill og allt) sem þýðir að þjóðin á ekki að borga gjaldþrotið.

Hvað er JÁ-liðið þá að nöldra, margir hverjir sögðu já til að losna við málið!!! En við losnum ekki við það með samþykt, það verður til a.m.k. 36 ára og það á óútfylltum víxli sem enginn getur sagt til um verðið á hvorki ég eða þú eða einhver annar.

Ef dómstólaleiðin verður farin þá mega ESB löndin óska þess að Bretar og Hollendingar tapi málinu vegna þess að ef það gerist ekki þá kemur upp sú staða að ESB ríkin þurfa að gangast í ábyrgð fyrir alla fallvöltu bankana sína 100%... Verði þeim að góðu því að skattborgarar þeirra landa hafa æst sig upp útaf minni málum en falli einhvers X-fjölda banka sem almúginn verður svo skattlagður til að borga...

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 10.4.2011 kl. 12:28

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Það á að láta þá sem bera ábyrgð á þessu sæta ábyrgð...

Það eru ekki skattgreiðendur á Íslandi...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 10.4.2011 kl. 14:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband