Það á að meta strax í dag...

Niðurstaða Icesave kosningarinnar núna um helgina segja okkur að Ríkisstjórnin hefur ekki gengið í takt við Þjóðina í rúm 2. ár...

Ríkisstjórnin var kosin meðal annars vegna fagurra loforða um að passa það ætlaði hún sér að óreiðureikningur eins og Icesave yrði ekki okkar Þjóðarinnar að borga og alveg frá degi 1 liggur við að ég segi þá hefur verið stríð við Ríkisstjórnina vegna þess að þetta voru bara innantóm orð sem höfðu ekkert gildi þegar uppi stóð...

Það er búið að vera djúp gjá á milli Þings og Þjóðar í rúm tvö ár vegna þessa Icesave og núna horfum við á hana Jóhönnu og hann Steingrím klóra í bakkann með þeim orðum að þau séu best til þess fallin að gæta hag okkar í því máli fyrir Dómsstólum...

Ég ætla að leyfa mér að segja að þau eru veruleikafyrrt ef þau sjá ekki þversögnina í þessu sjálf...

Það er búið að vera eins með ESB. þar hefur verið logið að okkur fram og til baka til þess að þau ná sínu fram af ótta við að þjóðin sé ekki samstíga þeim, og svo sannarlega er ástæða fyrir óttanum hjá þeim vegna þess að meiri hluti Þjóðarinnar er ekki sammála þeim í þessari ESB göngu sinni...

Vegna þessara stöðu þá verður það að koma fram strax í dag myndi ég ætla hvort Ríkisstjórnin hafi styrk eða ekki til áframhaldandi setu...

Allt þetta er búið að kosta Þjóðina mikinn pening á sama tíma og það hefur ekkert verið hægt að gera fyrir fólkið í Landinu sem sumir hverjir eiga ekki ofan í sig eða sína eða á, og eru margir hverjir búnir að missa allt sitt og aðrir að missa...

Annars segi ég að Ríkisstjórninni sé ekki stætt lengur í stólum sínum vegna framgöngu sinnar í Icesave í tvö og hálft ár, þar fór hún með allt sem heitir traust og trúnaður gagnvart Þjóðinni...


mbl.is Styrkur ríkisstjórnar metinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband