1 Desember 2009.

Langar mig að byrja á því að óska þjóðinni til hamingju með daginn.

Á mínu heimili ólst ég upp við það að þessi dagur 1 Desember var dagur sigursins. Það var bakað fyrir þennan dag, og góður matur á borðum og fánar í stöng.

Hversu oft við Íslendingar getum fagnað þessum degi í framtíðinni, gæti verið í húfi og sjálfstæði okkar þar með líka, og finnst mér það alveg skelfileg tilhugsun..

.Við þessi duglega og sterka þjóð.

Við Íslendingar höfum gengið í gegnum allskonar vaxtarkippi og vaxtarverki í uppvexti okkar, og erum kannski að ganga í gegnum einn af þeim stærsta og þýðingarmesta núna, vaxtarkipp og lærdóm sem hver þjóð getur gengið í gegnum, og það er þroskinn varðandi peninga, gildi þeirra og tilgang í lífinu, og hversu mikið á þetta orð peningar að ráða líðan okkar og heilsu...

Öll vitum við að þeir eru nauðsynlegir með okkur í lífinu.

Partur af þroska í lífinu er meðal annars sá að vera alltaf af og til reglulega að endurmeta það sem lífið á að snúast um.

Ég ætla að hafa fulla trú á því að við  Íslendingar lærum af þessu allavega það að svona á ekki að koma fram við einn eða neinn eins og er verið að koma fram við okkur í þessu ICESAVE máli. Stöndum á rétti okkar sem sjálfstæð þjóð.

Ég tel stöðu okkar í að vera sjálfstæða þjóð og ráða okkur sjálf vera það mikilvæga, og meira virði fyrir okkur, en innganga í ESB og verða eitthvað lítið ríki.

Sínum þann  þroska sem þarf til að komast í gegnum þennan mikilvæga vaxtarkipp sem þjóðin er að fara í gegnum.

Mér finnst Landið mitt Ísland fallegt og fagurt, tært og hreint og mér þykjir vænt um það, finn þörf til að vernda það og gæta.

Höldum sjálfstæði okkar og fullveldi áfram.

En og aftur Íslendingar, Til hamingju með þennan dag.

Heimsýn verður með fögnuð í tilefni dagsins í salnum í Kópavogi milli 17 til 19 í dag, og veri allir velkomnir sem  þangað vilja koma og fagna með okkur deginum, og kynna sér meðal annars tilgang samtakana. Kveðja.

 


mbl.is Vilja að ESB-umsókn verði dregin til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta er svo nálægt heimili mínu,en kemst ekki fyrr en eftir 5.30 til 6.00, jarðarför og síðan viðvik sem er ráðin til. Kem þótt seinna verði.

Helga Kristjánsdóttir, 1.12.2009 kl. 01:52

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já um að gera,  kíkja við, hlakka til að sjá þig.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 1.12.2009 kl. 01:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband