Hverjir eiga þessa Lífeyrissjóði...

Mér hefur fundist hugmyndir Íslensku lífeyrissjóðanna langt frá sínu eðlilega hlutverki í áhættu með fé félagsmanna sinna sem eru eigendur þessara peninga.

Fólk er skyldugt að borga, og þessum lífeyrissjóðum skylt að halda vel utan um  fé almenningsins, í ávöxtun.

Nú er ljóst að þessir sjóðir sitja uppi með gífurlega mikla peninga, og staða heimilana og fólksins eins og hún er, og af hverju í ósköpunum hafa þessir sjóðir ekki greitt ARÐ til félagsmanna sinna spyr ég. Ég veit ekki betur en að erlendis sé þetta gert.

Það hlítur að vera réttur fólksins að fá arð af góðri fjárfestingu á fé sínu.  Kveðja.


mbl.is Lífeyrissjóðir stofna Framtakssjóð Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Fólkið í landinu á lífeyrissjóðina. Þeir sem útfæra sannleikann á einhvern annan hátt eru siðblindir.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.12.2009 kl. 20:51

2 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Já eða veitt fólki 10 ára kúlulán um sjötugt með veð í fasteign. Þá gæti maður verið búin að eyða því um áttrætt og þá fengi lífeyrissjóðurinn fasteignina.

Og byggt dvalarheimili fyrir aldraða sem væri þægilegt að dvelja á.

Það vantar alltaf rými fyrir aldrað endalausir biðlistar.

Ég held t.d. að það sé ekkert dvalarheimili hjá Seltjarnarnesbæ.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Að veita 10 ára kúlulán er ekki greiðsla af arfi. Arður af ávöxtun hvers árs, á að deilast á milli þeirra sem eiga féð sem ávöxtunin gefur. Arðinum ár hvert ef er, á að skipta á milli. Partur tekin til hliðar og rest greidd út. Hvernig pörtunum verður varið er annað mál, og þar má koma með dvalarheimili og fleira fyrir félagsmenn til dæmis, eins og með þessa hugmynd að byggja upp atvinnulífið, en það skiptir máli hvernig það fer út, og á hvaða staði.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 21:55

4 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Ég hef ekki haldið því fram að 10 ára kúlulán væri arður. Það eru þín orð Ingibjörg. Ég veit hvað arður er.

Ég velti þessari hugmynd upp vegna þess að fólk hefur misgóðan lífeyrissjóð.

Fasteignir eru oft ævisparnaður fólks og því ekki að nota lífeyrissjóðina til að losa um þann sparnað? Og taktu eftir að fólk getur búið í sínum íbúðum þessi 10 ár.

Síðan getur fólk ráðið því hvað það gerir við féð. Eytt því í framfærslu eða börn eða barnabörn.

Annað var það nú ekki Ingibjörg. Afsakaðu framhleypnin.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 8.12.2009 kl. 22:17

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

kæri Þorsteinn, engin framhleypni hér á ferð, við erum bara að kasta á milli hugmyndum í raun, en þetta er skynsöm aðferð sem þú kemur með hér, og jafnvel vert að koma henni lengra áleiðis ef hægt. En arð til eigenda finnst mér að skoða ætti fólksins vegna, og þér að segja þá er ég kannski ein af síðustu sem myndi feitum hesti ríða þar. En þessi hugmynd þín er athyglisverðarinnar virði, og takk fyrir innlitið á síðu mína og vertu velkomin í að deila skoðunum ef löngun er. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.12.2009 kl. 22:38

6 Smámynd: Þorsteinn H. Gunnarsson

Kærar þakkir fyrir skoðanaskiptin. Það er gaman að glíma við nýjar hugmyndir.

Þorsteinn H. Gunnarsson, 9.12.2009 kl. 06:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband