Færsluflokkur: Bloggar
4.12.2010 | 09:36
Skjaldborgar blekking...
Aldrei aftur Sjálfsstæði hljómar á göngum Samfylkingarinnar og er það stefna Ríkisstjórnarinnar.
Hvað þýðir það....
Þetta er bein leið til þess að brjóta niður allan lífsvilja í fólki og bein leið til þess að búa til biturð og brotnar sálir.....
Ríkisstjórnin er vanhæf í störfum sínum og á að koma sér frá tafarlaust.
Að Ríkisstjórnin skuli voga sér að leggja fram þennan pakka sem skjaldborg fyrir heimili Landsmanna er svívirða við heimilin á sama tíma og Landsmenn eru búnir að horfa á Skjaldborgina sem kom fjármálafyrirtækjunum til bjargar....
Leiðrétting og aðra Ríkisstjórn er það sem heimili og Landsmenn þurfa tafarlaust ekki ánauð...
![]() |
„Fólk er skilið eftir yfirskuldsett“ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2010 | 01:24
Segðu af þér kona...
Er það nokkuð skrítið að lítið fylgi mælist og vinsældirnar fari þegar það eru viðhöfð svona vinnubrögð eins og notuð voru (og eru) til þess að koma sér til valda.....
Það var skemmtileg Jólagjöfin frá henni til heimilana í dag eða hitt þá heldur, Jóhanna Sigurðardóttir Forsætisráðherra á að segja strax af sér vegna þess að hún ber ábyrgð á því að hennar Ríkisstjórn er búin að draga heimilin í Landinu á STÓRUM ASNA EYRUM í 2 ár á þeirri setningu að skjaldborgin sem hún lofaði heimilunum sé á næsta leiti. Með þeim skilaboðum sem komu frá henni í dag að það verði ekki ráðist í almennar aðgerðir, engin leiðrétting heldur, þó svo að það hafi verið brotið á heimilunum með þessu ólöglega lánaformi þá á hún að víkja vegna þessa þegar í stað og Ríkisstjórnin öll....
Svo ég láti það koma með þó svo að það tengist ekki alveg þessari frétt, þá er Jólagjöfin frá Fjármálaráðherra sú að hann vill að Alþingi samþykki ríkisábyrgð á 23 milljörðum sem sé gömul arfleið frá einkabankanum Landsbankanum....
Ég segi þetta er ekki okkar að borga, og mér finnst það svívirða að ætlast til þess að það sé hægt að setja allt þetta hrun sem varð vegna þess að það voru einstaklingar sem rændu öllum peningum úr einkafyrirtækjum sínum á okkar herðar...
Rísum upp og látum ekki ganga svona yfir okkur Íslendingar það eru til aðrar leiðir en sú sem Ríkisstjórnin er að fara...
Þessar bankaskuldir eru ekki okkar....
![]() |
Yfir 60% óánægð með störf forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.12.2010 | 08:55
Nýjan Borgarstjóra vil ég....
Ég vil fá annan Borgarstjóra, Borgarstjóra sem kann að haga sér eins og vitiborin og ábyrgur maður...
Ég vil Borgarstjóra sem hugsar um hag okkur Reykvíkinga í heildina en ekki Borgarstjóra sem er fastur í Múmíálfabæjar draumi, geimveru draumi eða sjóræningja draumi...
Ég vil Borgarstjóra sem veit hvað nei þýðir og já þýðir...
Af hverju ég segi þetta svona er vegna þess að það erum við Reykvíkingar sem eigum að ráða og í síðustu Borgarstjórnarkosningum þá sögðu Reykvíkingar nei við því að fá Dag B. Eggerts. við stjórnvöld með því að stroka nafn hans algjörlega út af lista, og eftir vinnubrögðum Borgarstjóra þá veit hann ekki hvað það þýðir...
Við Reykvíkingar hefðum kosið Dag B. ef að það hefði verið sá maður sem við vildum, en svo var ekki...
Ég vil fá að vita í hverju þessi kostnaðarauki liggur sem og í hverju þessi útgjaldaliður ný verkefni eru fólgin sem eru að kosta svona mikil útgjöld....
![]() |
Skattheimta sögð auka samdrátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2010 | 00:57
Ég vil fá að kjósa....
Ég vil sem Íslendingur fá að kjósa um það hvort ég vilji að haldið verði áfram í þessum ESB viðræðum (aðildarferli) eða ekki....
Við Íslendingar höfum ekki efni á því láta þjóðfélagið okkar ganga eins og við vildum og er verið að skera illilega niður allstaðar á sama tíma og það er hægt að henda fullt af pening í gæluverkefni Ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttir...
Hvað er hægt að kalla þessa ESB umsókn annað en gæluverkefni örfáa einstaklinga í Ríkisstjórninni þar sem við Þjóðin höfum ekki enn þá fengið að segja vilja okkar á því hvort þetta sé það sem við viljum eða ekki...
Þjóðaratkvæðagreiðslu krefst ég áður en það verður haldið lengra í þessu ESB brölti...
![]() |
Fyrsti rýnifundur um landbúnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
25.11.2010 | 12:07
Á næsta leit, þjóðin dregin á asna eyrum....
Að staðan skuli vera orðin svo í dag að það geti myndast skaðabótakrafa á hendur Ríkissins vegna hugsanlegra aðgerða Ríkisstjórnar er staða sem Ríkisstjórnin er sjálf búin að skapa og koma sér í......
Það er ljóst að Ríkisstjórnin gerði hræðileg mistök með þessu vali sínu á hverjum skyldi bjarga og hverjum ekki...
Almenningur er að bíða eftir Skjaldborginni sem þessi Ríkisstjórn var kosin til að koma með handa heimilum og fyrirtækjum Landsmanna.
Forsætisráðherra Íslendinga Jóhanna Sigurðardóttir ætti að skammast sín fyrir að væla um það að það hafi nú verið 16000 heimili í vanda þegar hún tók við og ekki NEMA 22000 heimili í dag....
Hvað eru mörg heimili flúin Land ? Hvað eru mörg heimili búin að flosna upp vegna þessa mikla forsendubrests sem varð á öllu Landinu en ekki bara á vel völdum stöðum eins og ætla mætti eftir fréttum síðustu daga,,,
Þetta eru svo stór og alvaraleg mistök að það mun taka okkur Íslendinga marga áratugi að koma okkur út úr þessum erfiðleikum sem Ríkisstjórnin er búin að setja okkur í með þessari ákvarðanatöku sinni hverjum skyldi bjarga og hverjum ekki að ég krefst þess að hún sæti ábyrgð á þessum miklu mistökum sínum og víkji tafarlaust...
![]() |
Skuldaaðgerðir að skýrast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2010 | 06:36
Var það ekki...
Er það markmið Ríkisstjórnarinnar að þurrka algjörlega út störf og atvinnugreinar í Landinu...
Er hægt að kanna það hvort þetta sé liður í þeim breytingum á innkaupum ríkissins sem þarf að gera ef að Íslendingar fara í ESB...
Það er ekki laust við að það blikki á mann við lestur þessara fréttar...
Fyrir okkur Íslendinga þá hlítur það að skipta okkur mjög miklu máli að halda störfum og iðnaði í gangi hérna heima og ætti frekar að vera markmið Ríkisstjórnainnar að gera allt sitt til þess að efla og styrkja atvinnuveg innanlands en ekki erlendis.....
Það er ljóst enn og aftur að hag okkar Íslendinga er Ríkisstjórnin ekki að hafa að leiðarljósi og er ekki hægt lengur að það sé valtað svona yfir okkur Íslendinga á skítugum skónum af eigin Ríkisstjórn eins og mér finnst vera að gerast hérna einu sinni en...
Er ekki hægt að vekja upp kröftug mótmæli og koma þessari SVIKA Ríkisstjórn frá...
![]() |
Fjölda starfa stefnt í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2010 | 12:41
Þetta er ekki í lagi....
Ríkisstjórnin á að sæta ábyrgð vegna þessa gjörnings sem gerður var vegna þess að hann er SIÐLAUS...
Sæta ábyrgð og víkja tafarlaust vegna þess að þetta er ekki í lagi....
Að það sé í lagi að borga 30 milljónir vegna forsendubrests sem varð á þeirri forsendu sem gefin er, það er að sá samdráttur sem orðið hafði á nýtingu heimilisins væri óviðunandi vegna þess að viðkomandi fékk ekki lengur að stunda kynferðislega misnotkun á skjólstæðingum sínum er ekki í lagi og ekkert við það í lagi...
Ef að þetta er í lagi þá á að senda 30 milljónir króna inn á hvert og eitt heimili í Landinu vegna þess að það eru þau sem að hafa orðið fyrir raunverulegum forsendubresti...
Ríkisstkjórnin á að sæta ábyrgð og koma sér tafarlaust frá vegna þess að þessi gjörningur er ekki í lagi....
![]() |
Einu sinni áður samið um greiðslu bóta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.11.2010 | 23:46
Óhugnarleg aðferð til að ráða ríkjum...
Það sem er óhugnarlegast við þessa frétt sem og þær fréttir síðustu daga sem við höfum lesið heyrt og séð, er það hvernig AGS í samvinnu við ESB toga yfirráð ríkja til sín á þeirri forsendu að þeir séu að hjálpa....
Ríki eru þvinguð til þess að setja skattgreiðendur sína í ánauð...
Svei og skömm....
Það lítur út fyrir að þetta kerfi sem AGS og ESB er að nota þarfnist endurskoðunar vegna þess að ekki er það að gera sig....
Íslendingar mér finnst mjög mikilvægt að við séum meðvituð um þetta vegna þess að þetta er það sem koma skal ef við förum í ESB...
Það eru til aðrar skynsamari leiðir segi ég en að setja hvert Ríki á fætur öðru í ánauð til þess að einhver draumur um eitt stórt Ríki geti orðið til....
Íslendingar við eigum ekki að taka þátt í því að vera sett í ánauð vegna svona vitleysu eins og ESB og AGS líta út fyrir að viðhafa...
Ekkert ESB segi ég...
![]() |
ESB aðvarar Íra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.11.2010 kl. 00:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.11.2010 | 16:44
Vegna þess að forsendubrestur varð á heimilinu....
Faglega staðið að málinu segir hann....
Það er ekki hægt lengur að á sama tíma og það hefur EKKERT og ég segi EKKERT verið gert til þess að koma á móts við heimili og fyrirtæki landsmanna þó svo að allar staðreyndir sýni að mikill forsendubrestur hafi átt sér stað þar, að það sé hægt að greiða 30 milljónir til heimilis sem átti að gæta hag barna á þeirri forsendu að það hafi orðið FORSENDUBRESTUR á heimilinu vegna þess að upp komst að KYNFERÐISLEG MISNOTKUN á börnum átti sér stað og samningi við heimilið sagt upp vegna þess....
Það er ekki hægt lengur að Ríkisstjórnin starfi áfram...
Það er ekki hægt lengur að bjóða okkur Íslendingum upp á svona vinnubrögð vegna þess að það er verið að draga þjóðina á asnaeyrum með svona vinnubrögðum....
Að greiða 30 milljónir til heimilis á þeirri forsendu að það hafi orðið forsendbrestur vegna þess að heimilið fékk ekki lengur að starfa á þeirri forsendu að beita skjólstæðinga sína kynferðislegri misnotkun er mikil fyrra, svo mikil að það er mjög alvaralegt að svona skuli gerast og eiga allir þeir úr Ríkisstjórn sem komu að þessu að víkja tafarlaust....
![]() |
Sakar Barnaverndarstofu um að leka póstunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
20.11.2010 | 22:38
Er Alþingi ekki rúið trausti núna...
Það myndi ég halda eftir þennan fund VG og niðurstöðu hans að Alþingi sé endanlega rúið traustri...
Ég segi bara hvernig er hægt að halda áfram samvinnu eftir þennan fund....
Það er ekki marktakandi á einu orði sem kemur út úr munni þessa manns vegna þess að logið hefur hann að okkur, haldið upplýsingum leyndum eins og hægt er fyrir okkur, að ógleymdum þessum stóru lygum hans þar sem lofað var að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna, logið að okkur um að óreiðuskuld eins og Icesave sé ekki okkar að greiða, og laug líka blákallt upp í opin andlit Landsmanna og sagði inn í ESB vill ég ekki fara....
Hafðu vit á því Steingrímur Jóhann að segja af þér þó ekki sé nema vegna þessa sem talið er upp hér að ofan áður en Þjóðin rekur þig með SKÖMM....
![]() |
Fjáraukalög rædd í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar