Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Allt fyrir ESB segi ég...

Þessar fækkanir á Embættum sem og tilfærslur eru eingöngu til að falla betur að reglugerð ESB segi ég.

Innanríkisráðuneytið nýja tekur til starfa sem og Utanríkisráðuneytið í öðrum búningi og allar framkvæmdir sem og ákvarðanir sem við Íslendingar munum vilja gera eða taka, verður ekki lengur svo auðvelt fyrir okkur að koma í framkvæmd vegna þess að Innanríkisráðuneytið mun ekki geta gert neitt nema með leyfi frá Utanríkisráðuneytinu sem þarf að sækja leyfið til Höfuðstöðvar ESB...

Það er ekki verið að spara með þessu eða hvað þá að þessi framkvæmd sé til að auka hag okkar fólksins eða Þjóðarbúsins eins og þessi Ríkisstjórn ætti að vera að vinna að. Hún Ríkisstjórnin var kosin til þess.

Ríkisstjórnin í heild sinni á að fara frá með skömm. Skömm vegna þessa miklu kosningasvika sem hún lét kjósa sig til valda fyrir eins og að bjarga heimilum og fyrirtækjum sem og að tryggja að óreiðuskuldir þessa Icesave reiknings verði ekki okkar að greiða þá laug Ríkisstjórnin líka að Alþingi og þjóðinni með þessa aðildarumsókn sína í ESB. Eins og að fara í kaffiboð til frænku og ræða málin líkti Össur Skarphéðinsson þessum ESB aðildarviðræðum við, það er eins og Ríkisstjórnin þori ekki að segja okkur þjóðinni hvernig þetta er í raun og veru.

Allt fyrir ESB frekar en að rétta Land og Þjóð við, svei og skömm segi ég einu sinni en.


mbl.is Gylfi og Ragna hætta í stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á mannamáli...

Það er verið að tala um peninga þeirra Landsmanna sem hafa greitt í þessa svo kallaða lífeyrissjóði sem gefur þá þar afleiðandi auga leið að þetta eru peningar þeirra.

Var haft samband við þá um þessa fjárfestingu...

Væri ekki nær að allir þessir sjóðir verði gerðir upp og greiddur út til eiganda sinna sem gætu þá ákveðið sjálfir að nota féeign sína til bjargar heimili sínu til dæmis...

Einn nýr Lífeyrissjóður verði stofnaður og eign manna sett við kennitölu sem hefði það hlutverk að jafnt skal yfir alla ganga. Eign manna fer eftir dugnaði þeirra svo sumir munu alltaf eiga meira en aðrir. Það má jafnvel endurvekja Sparimerkja söfnun aftur og gera hana virka frá fyrsta skólaári barns og þá um leið vakin áhugi barnsins á þessum sparnaði. Hafa 5. krónu sparimerki 10, og jafnvel 50 króna líka. Þennan Sparnað á svo að tengja saman við fasteignakaup einstaklingsins síðar meir og jafnvel spurning hvort það ætti ekki að vera hlutverk Lífeyrissjóða að sjá um hjálpina til fólksins á því að geta eignast þak yfir höfuð sitt og sinna til dæmis...

Það að það sé hægt að nota fé og ávöxtun þeirra Landsmanna sem hafa lagt til hliðar með vinnu sinni í að "kaupa" þessi verðlausu fyrirtæki til þess eins að fegra stöðu Landsbankans er ekki hægt að líða ef rétt reynist... Það væri nær að setja þessa upphæð í að bjarga heimilunum og þeim fyrirtækjum sem skila verðmætum í þjóðarbúið.

 


mbl.is Ósátt við fjárfestingar sjóðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta Alþjóðlega bankakerfi...

Hvað fellst í þessari frétt er margt og mikið.

Meðal annars sú hugsun hvort Ríkisstjórn Íslands hafi átt að vera sú Ríkisstjórn sem átti að bjarga þessu Alþjóðlega bankakerfi frá falli...

Þessi frétt.. að núna á að finna leiðir til að draga úr þeim skuldum sem Ríkisstjórnir og Seðlabankar gripu til að bjarga Alþjóðlega Bankakerfinu frá falli án þess að hagvöxtur skerðist, er of seint í rass gripið segi ég fyrir þetta Alþjóðlega kerfi...

Við Íslendingar erum heppin þar sem að við eigum krónuna okkar, erum Sjálfstæð Fullvalda Þjóð sem segir okkur ekkert annað en að við getum sett okkar eigin Bankakerfi og reglur í gang, búið til okkar eigin Fjármálastefnu. Ráðið vöxtum gjöldum og því öllu saman.

Við skulum athuga það að þetta kerfi sem er í dag er gegnum spillt af afleiðingu ólöglegra lánaforma svo lítið sé nefnt. Eins og þetta kerfi er í dag þá byggist það á að bankastofnanirnar stjórna fólkinu en ef rétt ætti að vera þá á Bankakerfið að vinna fyrir okkur fólkið sem eigum alla þá peninga sem inn í Bankana fara. Það á að henda öllu þessu vísitölukerfi út og ef eitthvað ætti að vera þá er það verðtrygging á öll laun í Landinu tengd  hagvexti. Við Íslendingar erum í sérstakri stöðu í dag vegna þessa ólöglega lánaforms sem búið er að líðast og er það að gefa okkur færi á því að geta kastað þessu kerfi sem fyrir er út vegna þess að svona viljum við ekki hafa eða búa við, endalaust óöryggi vegna þess að spillt Alþjóðlegt bankakerfi í gangi...

Mér er mikið í mun að við öll getum haft það sem kallað er ágætt í lífi okkar. Margur verður af aurum api er máltæki sem til er og mikið til í því, en lífið er svo miklu miklu meira en peningar þó nauðsynlegir séu og er ekki hægt að við séum með svona kerfi sem getur kippt öllum stoðum undan fólki á augabragði...

Snúum þessu við Íslendingar þetta er Landið okkar Ísland og við Þjóðin...


mbl.is Ríki verða að draga úr skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðin á að segja vilja sinn um þessar aðildaviðræður í ESB.

Þarna á að keyra Íslensku þjóðina í regluverk ESB.

Ég er alveg sammála því að þessi breyting verði stöðvuð og endurmetin tilgangur hennar frá grunni. Þessi fækkun "innan gæsalappa" er eingöngu til að falla að reglugerð ESB og það eru ekki viðræður sem eru að eiga sér stað þarna. Nei Samfylkingin er að reyna að koma þessu regluverki  ESB baka-til inn á okkur Íslendinga og þykjist svo ekkert vita...

Ef að Alþingi dregur ekki þessa aðildarumsókn tafarlaust til baka á fyrstu dögum sem saman verður komið eftir sumarfrí, þá er það næsta að Þjóðin fái sína fyrri Þjóðaratkvæðagreiðslu eins og henni var lofað, Það er til peningur í hana úr því að það var til peningur til að hækka dag og ferðagreiðslur Ríkisstjórnarinnar svo við hlustum ekki á að peningur sé ekki til...

Þetta eru ekki lengur viðræður ef að einhvern tíma hafi verið um viðræður að ræða...

 


mbl.is Stofnun atvinnuvegaráðuneytis frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sammála.

Ég er svo sammála honum í því að við höfum engu að tapa en allt að vinna.

Það er sorglegt að sjá fjármálaráðherra Íslendinga Steingrím J. Sigfússon réttlæta það að samningur sé betri. En hann á ekki annan kost þar sem hann er margoft búinn að láta í ljós gleði sína yfir því að geta landað þessum BESTA samning sem hefði sett Þjóðina í ánauð um ókomna tíð. Jafnframt hefur hann gefið það út í heimsfréttum að Íslendingar eigi bara að borga alveg sama hvað, vegna þess að lífið er ekki alltaf réttlátt eins og hann svaraði fyrirspurn frá Norskum spyrjanda á sínum tíma.

Það að Þjóðin er búin að segja sitt orð um vilja sinn til að greiða þennan óreiðureikning Icesave ber að virða alveg sama hvað honum Steingrími J. Sigfússyni Fjármálaráðherra langar til, þá ber að virða vilja Þjóðarinnar.

Að þjóðin sé sett í ánauð án þess að láta á Dómstólaleiðina reyna er ekki hægt að líða, frekar en að það sé verið að setja skellinn af þessu öllu saman á okkar Þjóðarinnar herðar.

Þetta er Landið okkar fagra Ísland og við erum Þjóðin í dag sem og afkomendur okkar framtíðin. Hvernig erum við að sjá Afkomendur okkar eiga sína framtíð. Við eigum ekki að óska henni neins annars en alls þess besta og ánauð getur aldrei verið það besta.

Dómstólaleiðina segi ég ef að Bretar og Hollendingar eru ekki tilbúnir að semja upp á ný þar sem skaðabætur til Íslensku Þjóðarinnar yrðu samningsmálið. Segi ég þetta vegna þessa framferði með þetta Icesave mál þar sem það er svo augljóst að Skattgreiðanda á Íslandi er ekki að borga innistæðutryggingasjóði Fjármálaheimsins, en Bretar og Hollendingar með Ríkisstjórn Íslands innanborðs eru búin að vinna hörðum höndum að því gera allt sem að í þeirra valdi stendur til að klína þessu á okkar herðar til greiðslu þó svo að lögin segi annað...


mbl.is Engin ástæða til þess að óttast dómstólaleiðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er til peningur í eina nefndina í viðbót...

Að stjórnin sjálf ætli að skipa valnefnd til að leggja mat á ráðningu framkvæmdarstjóra Íbúðalánasjóðs lýsir vanhæfni stjórnarinnar.

Þetta er ekkert annað en skrípaleikur og sóun á peningarútlátum í óþarfan launakostnað, sem og sóun á dýrmætum tíma fyrir almenning. Ef ekki er hægt að ráða beint einn af þeim sem sækja um vegna þess að hann eða hún hafi afgerandi meðmæli með sér, þá á að láta þjóðina sjá um þessa ráðningu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Taka þá sem hæfastir eru og ekki er hægt að gera upp á milli og setja þá í Þjóðaratkvæðagreiðslu...

Það er til endalaus peningur til að borga hinum og þessum nefndum, en það er ekki til peningur til að þjóðin fái að segja sitt orð í Þjóðaratkvæðagreiðslu um vilja sinn í þessar ESB aðildarviðræður...


mbl.is Valnefnd um Íbúðalánasjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í samræmi við gildandi lög...!

Hvernig þetta mál er orðið og hvert það er að fara er alveg að verða óskiljanlegt, það er talað um að þessi rannsóknarnefnd sé jafnvel umboðslaus, og þá spyr maður sig hver skipaði þessa nefnd... Ríkisstjórnin skipaði þessa nefnd væntanlega svo hvernig getur hún þá verið umboðslaus segi ég...

Ekki er efi til í huga Geysis Green Energy um að þessi viðskipti séu í samræmi við núgildandi lög og það er eflaust rétt hjá þeim, en það sem ég velti fyrir mér er hvort þessi núgildandi lög stangist á við 21.gr. í Stjórnarskrá okkar sem hljóðar svo... 

Forseti Lýðveldisins gerir samninga við önnur ríki. Þó getur hann enga slíka samninga gert, ef þeir hafa í sér fólgið afsal eða kvaðir á Landi eða Landhelgi eða er þeir horfa til breytinga á stjórnahögum ríkissins, nema samþykki Alþingis komi til.

Afkoma þessa Auðlinda sem hér um ræðir hlítur að hafa haft mikil áhrif á tekjur til Ríkis og Sveitafélaga, og spurning hvort þessi sala frá HS orku til Magma Energy sé lögleg vegna þess að hún felur í sér afsal...

Það er eitt annað sem ég er að velta fyrir mér, það sú staða sem gæti hafa orðið ef að Bæjarstjóri Reykjanesbæjar hefði ekki keypt Landið sjálft sem að þessi Auðlind stendur á sem afnotarétturinn var seldur af út á Reykjanesi...

Hefði HS orka geta selt það með vegna núgildandi laga...


mbl.is Umboðslaus rannsóknarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin sækir um styrk til að breyta stjórnsýslunni að hætti ESB...

Þetta er að verða eitt alsherjar rugl og vittleysa allt saman segi ég. Ríkisstjórnin vill ekki kannast við að umsóknin inn í ESB sé komin frá sér, heldur leggur Steingrímur Jóhann Sigfússon sérstaka áheyrslu á að það sé ekki Ríkisstjórnin sem sé að sækja um inngöngu í ESB heldur Alþingi...!!!

Segir hann að einungis sé um ákvörðun ALÞINGI Íslendinga að ræða og að Ríkisstjórnin væri eingöngu að framfylgja skipun þaðan...

Ríkisstjórn Íslands er komin í stríð við Íslendinga sem vilja ekki inn í ESB (afgerandi 70%) vegna þessa aðildarumsóknar sinnar í ESB sem hún vill samt ekkert kannast við að eiga... og þarf hún Ríkisstjórnin að leita sér stuðnings fyrir utan Land sitt í von um að henni takist að snúa yfir 70% þjóðarinnar við þó að hún Ríkisstjórnin vilji ekki þarna inn ef maður er að skilja Steingrím J. rétt...

Vanhæf Ríkisstjórn sem veit ekkert í sinn haus segi ég og á hún að koma sér frá hið snarasta, það er ekki hægt treysta einu eða neinu sem frá henni hefur komið. Við Íslendingar höfum ekki lengur efni á að hafa þessa Ríkisstjórn sem er að fórna Landi sínu og okkur Þjóð sinni fyrir þessa umsókn sem hún vill svo ekkert kannast við að sé sín..

Ekkert ESB segi ég, höldum Sjálfstæði okkar og Fullveldi það er okkur afar mikilvægt sem og lýðræðið sem við höfum...


mbl.is Sótt um styrki til að breyta stjórnsýslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólöglegt lánaform..!

Gæti verið að það séu lán með ólöglegu lánaformi í gangi hjá OR sem eru að valda þessari gífurlegri skuldarstöðu... Úr innan við 60 milljarða skuldarstöðu þegar Alfreð Þorsteinsson fer frá, í 240 milljarðakróna mínus í dag er það mikil aukning á skuldarstöðu að við Reykvíkingar eigum rétt á því að fá að vita í hverju þessi mikla skuldaraukning liggur sem og útskýringu...

Þetta ólöglega lánaform teygir anga sína sem og afleiðingar víða út í þjóðfélagið í kostnaði segi ég og þess vegna segi ég að við þurfum að breyta um fjármálastefnu í landinu...


mbl.is Röng viðbrögð eftir hrunið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Burt með þessa Ríkisstjórn...

Tíu milljaraðar voru það núna...

Þessi Ríkisstjórn er ekki í takt við fólkið í Landinu það er alveg á hreinu hjá mér núna.

Við fáum misvítandi fréttir um fjármálastöðu okkar í dag finnst mér... Annarsvega þá er allt komið á uppleið og kreppan búinn og jafnvel komið fréttir að skattar verði ekki meira hækkaðir, og svo koma svona fréttir sem segja okkur hvað...

Það er sko langt í frá að þessi kreppa sé búin segi ég og spurning hvort það sé bara ekki önnur á leiðinni vegna þessa leiða sem Fjármálaráðherra kaus að fara þrátt fyrir hvað hann var kosin til að gera af þjóðinni, (skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna meðal annars) það að hann skuli hafa bjargað Fjármálafyrirtækjunum er búið að valda því að þjóðin stendur frammi fyrir því að vera að missa allt sitt og er ekki hægt að líða það lengur.

Það á að snúa þessari peningastefnu við og láta fólkið í fyrirrúm segi ég.  Hækka öll laun sem eru ekki í takt við raunveruleikan við raunveruleikan, lækka greiðslubyrgði almennings í áttina á því hvað hver og einn getur greitt og við Íslendingar þurfum ráðamenn sem haga sér eins og vitiborið fólk sem veit hvað fólkinu sínu er fyrir bestu...

Að setja heila þjóð í ánauð getur aldrei verið rétt leið segi ég, en það er það sem að þessi Ríkisstjórn er að gera og þess vegna segi ég burt með þessa Ríkisstjórn sem sveik sig til valda með sviknum kosningarloforðum...


mbl.is Skattar hækka um tíu milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband