Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Þjóðin er búin að segja sitt orð..

Þjóðin er búin að segja sitt orð um Icesave og ber Ríkisstjórn Íslendinga ábyrgðar-skyldu til að fara eftir því sem rödd meirihluta þjóðarinnar segir (Lýðræðið) og þjóðin sagði NEI (yfir 90%) við greiðslu á þessum óreiðureikning sem er ekki hennar að greiða með þjóðaratkvæðagreiðslu...

 Þessi mikla andstaða sem er á milli Ríkisstjórnar og þjóðar i þessu máli er erfitt að skilja í ljósi þess að allt bendir í þá átt að það er ekki okkar Íslenskra skattgreiðenda að borga þetta, svo þá fer maður að hugsa hvað er að valda því að Fjármálaráðherra okkar vill ólmur að við borgum þennan Icesave reikning...

Er það vegna hans eigin klúður á fljótfærnis vinnubrögðum  þar sem hann gaf sitt eigið loforð um greiðslu á þessum reikningi sem hann kýs að kalla þessa óreiðuskuld í skjóli nætur með undirskrift sinni án þess að lesa fyrst það sem hann var að skrifa undir sem er að valda þessu...

Þessi Fjármálaráðherra Steingrímur Jóhann Sigfússon gaf það út opinberlega að pólítískt líf sitt setti hann að veði fyrir þessum reikningi og krefst ég þess að hann víkji frá sörfum tafarlaust vegna klúðurs og vangá í störfum sem eru orðin okkur Íslendingum ansi dýrkeypt...


mbl.is Ríkið ber ekki ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er að verða óskiljanlegt...

Hvað breyttist á milli Borgarstjórna spyr ég...

Eftir orðum fyrrverandi Borgarstjórnar þá eru aðrar leiðir til og kalla ég eftir þeim... Það sem við erum búin að verða vitni að er að það eru búnar að vera inn og út ráðningar á þessum bæ og hvað eru þær að kosta...

Það vita flest allir að þessi nýja bygging utan um OR kostaði sitt og eins að það er mikið bruðl innan dyra á þessum bæ og þar þarf að taka til og það er ekki gert með því að ráða nýja menn á svimandi háum launum eins og við höfum orðið vitni að hafi verið gert hér...

Er bara ekki málið að það er verið að búa til grundvöll til að geta selt þessa Auðlind úr landi sem og hinar sem búið er að selja.....


mbl.is Tveggja stafa hækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert ESB...

Þessi Ríkisstjórn kom sér til valda á röngum forsendum til að geta klárað að ræna þjóðina, hvað annað er hún að gera...

Hlustar ekki á LAUNAGREIÐANDA sinn okkur.  Gerir vel við sjálfa sig en sveltir og hunsar þá sem að réðu hana til starfa og greiða henni launun sín. Þessi Ríkisstjórn þurfti að gefa loforð um að við Þjóðin fengjum 2. Þjóðaratkvæðagreiðslur varðandi vilja okkar um þetta ESB samfélag til að Alþingi samþykkti að fara í VIÐRÆÐUR...

Þessi Ríkisstjórn steig fram og sagði því miður ekki til peningur þegar að fyrri atkvæðagreiðslunni kom. Á Sama tíma þá er til peningur til að hækka dag og ferðarpeninga til þeirra sjálfra það er Ríkisstjórnarinnar... 

Þessi Ríkisstjórn er til skammar fyrir Íslendinga og á að koma sér frá tafarlaust. Það á að draga þessa "Aðildarumsókn" tafarlaust til baka vegna þess að Ríkisstjórnin laug að okkur til að koma sínu fram í þessari ESB löngun sinni og er það það eina sem að partur af Ríkisstjórninni lofaði í kosningarloforðum sínum sem að staðið hefur verið við á sama tíma og þjóðin er sett á gaddinn vegna hinna loforðana sem gefin voru og svikin....

Ekkert ESB segi ég. Þetta er landið okkar fagra Ísland og við þjóðin og það eiga að vera við Íslendingar sem segjum til um hvað á og hvað ekki til Ríkisstjórnarinnar. 70% þjóðarinnar vill ekki í þetta samfélag ESB og það á að virða...


mbl.is ESB leggur milljarða í aðlögun Íslands að stofnana- og regluverki þess
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ábyrgðar mikið hlutverk að vera Prestur...

Hvers vegna fólk fer til Prests og fær lánað eyra sem og dómgreind þá á sú heimsókn sér margar ástæður.

Þegar að maður treystir öðrum fyrir vanda sínum þá er maður um leið að gefa viðkomandi aðila leyfi til lausnar á hjálp fyrir mann hvort sem hún fellst í því að maður eigi að fara oftar með bænir sínar, gera bót á vandanum, nú eða ráð gefin, eða viðkomandi gerir manni grein fyrir því að lengra þarf tiltekna mál að fara þá er aðalmálið það að þegar farið er til Prests með vanda þar sem ofbeldi, kúgun eða kynferðismisnotkun er að eiga sér stað þá finnst mér að Prestum beri skylda til að tilkynna slíkt áfram til réttra aðila sem og að gera viðkomandi grein fyrir því. Það er ástæða fyrir því að fólk leitar til Prests með vanda sinn og manneskja hvort sem hún er ung eða gömul fær alltaf sitt högg á sálina sína sem lendir í svona erfiðleikum, sem gerir það að dómgreind hennar getur ekki tekið rétta ákvörðun í hvað á og hvað á ekki á meðan stendur. 

Fyrir mér að fara til Kirkju þá er það þessi heilagleiki friðar og ljóss sem kirkjan færir mér í nálgun minni við Guð.

Við Íslendingar erum flest okkar alin upp við boðorðin 10 frá blautu barnsbeini sem kenna okkur muninn á hvað er rétt og hvað er rangt, sem og hvað má og hvað ekki. Þegar um manneskju sem er ekki orðin lögráða er að ræða og hún leitar sér hjálpar vegna svona vanda þá á Prestur að grípa inn í vegna þess að viðkomandi telst barn. Eins og Séra Svavar Alfreð segir þá er það sálarheill viðkomanda sem ber að hafa í fyrirrúmi.


mbl.is „Prestar eiga að kunna að þegja“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin sem þolir ekki Sjálfstæða Þjóð sína..

Þessi orð... Við nálgumst ríkisfjármálin með varfærnum hætti og tökum ALDREI neitt út fyrirfram er bull og vittleysa segi ég. Þetta er Ríkisstjórn sem skrifaði undir þvílíka skuldarreikning okkur til greiðslu á óreiðuskuld sem heitir Icesave án þess að lesa áður það sem var verið að kvitta fyrir. Við vitum öll hvar þetta Icesave mál stendur í dag.

Þessi Ríkisstjórn er búin að setja almenning í fátækrastöðu og vill helst eftir aðgerðum hennar að dæma að engin Landsmaður geti átt eitt eða neitt vegna þess að skrefið hjá þessari Ríkisstjórn núna er að sjá til þess að þeir Landsmenn sem enn eiga eignir missi þær og eigendur fari á þessa fátækralínu sem Ríkisstjórnin vill að allir Íslendingar verði á...

Svei og skömm segi ég einu sinni en til þessa Ríkisstjórnar sem lét kjósa sig til valda með sviknum loforðum eins og að slá skjaldborg utan um heimili og fyrirtæki Landsmanna sem og að tryggja það að það verði ekki okkar Þjóðarinnar að borga óreiðureikninga annara eins og Icesave... Vanhæf Ríkisstjórn sem á að hafa vitið fyrir sjálfri sér og koma sér frá tafarlaust áður en hún verður hrakin í burtu með mótmælum og látum...

Við erum Sjálfstæð Þjóð og það hefur hvarlað að mér hvort þessi Ríkisstjórn sé svo skemmd af hatri á þessu orði Sjálfstæð að hún setur þjóð sína út á gaddinn... Við erum líka Fullvaldaríki með Lýðræði sem þýðir að Ríkisstjórn sú sem er við völd ber að hlusta og fara eftir rödd Þjóðarinnar...


mbl.is Enn þarf að brúa stóra gjá í ríkisfjármálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Uppstokkun á Lífeyrissjóðskefinu þarf...

Það á að breyta þessum Lífeyrissjóðum segi ég. Þeir eru hrein eign Landsmanna og er eingöngu um Peninga vinnandi fólksins í landinu að ræða sem eru búnir að byggja þessa sjóði upp til dagsins í dag....

Það sem mér hefur alltaf fundist skrítið er að Landsmenn sem EIGA þessa sjóði hafa aldrei, og ég segi aldrei svo ég muni (leiðrétti mig einhver ef ég fer með vittleysu) fengið greiddan arð úr sjóðum sínum eins og tíðkast erlendis t.d....

Það sem ætti að gera er að stokka þessa sjóði upp til Landsmanna sjálfra og þeir sjálfir að ráðstafa sínum Lífeyrir sem þeir eiga fyrir og munu spara áfram á sínum eigin vegum sjálfir innan fjármálakerfisins eða að það verði einn stór sjóður stofnaður fyrir alla Landsmenn með ákveðinni ávaxtartölu bundið til vissan aldurs hvers og eins...

Það hvernig þessum sjóðum er sólundað á að vera eigendana að segja myndi maður halda en virðist ekki vera og er eins og EIGENDURNIR það er vinnandi fólkið hafi sem minnst að segja um Pening sinn eftir að hann fer inn um þessar dyr Lífeyrissjóðana finnst mér, þetta þarf að laga segi ég þar sem að þetta eru jú Peningarnir þeirra sem eru að vinna....

Munum að GRÆDDUR er GEYMDUR eyrir. það er þó betra að vita af Peningnum geymdum en töpuðum í áhættu. Þannig andi á að vera innandyra hjá þeim sem að sjá um þessa sjóði....


mbl.is Framtakssjóður kaupir Vestia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæf Ríkisstjórn...

Mér finnst þessi staða vera svo mikill áfellisdómur á Ríkisstjórnina að hún á að víkja tafarlaust vegna þessa...

Þessi Ríkisstjórn var kosin til að slá skjaldborg utan um heimilin meðal annars og hefur ekkert gert í því annað en að hjálpa þeim sem ollu þessari stöðu sem er á landinu að klára dæmið sitt og Ríkisstjórnin færir þeim eignir Landsmanna án þess svo mikið sem að taka hanskann upp fyrir heimilin í landinu á silfurfati...

Ó-líðanlegt með öllu segi ég og á þessi Ríkisstjórn að víkja tafarlaust....


mbl.is Tvöfalt fleiri nauðungarsölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veruleika-fyrrtur maður segi ég...

Maður verður bara hálf orðlaus yfir þessu bulli sem er að koma út úr Björgúlfi Thor Björgúlfsyni í þessari frétt sem og á þessari síðu hans...

Að hann skuli vera svo veruleika-fyrrtur að hann sjá ekki afleiðingar gjörða sinna eins og flestir aðrir Landsmenn sjá og það er SVIÐIN JÖRÐ skilin eftir í sárum og með allar hirslur tómar eftir viðkomandi sem og vini hans er leiðinlegt að sjá.

Að horfa upp á einstakling sem á að heita fullorðin vegna aldurs kenna öllum öðrum um er sorglegt að sjá og segir okkur öllum hversu sekur hann er.

Þessi hugsanaháttur... Aumingja ég, ég á svo bágt og það eru allir svo vondir við mig þó svo að hann hafi átt þátt í því að tæma allar hirslur úr Bankanum sínum og skilja hann eftir tóman á fé og fullan af skuldum, stinga svo af getur aldrei verið réttlætanlegt á einn eða neinn hátt fyrir mér.

Það sem mér finnst sorglegast fyrir okkur Þjóðina að horfa á er að þetta er greinilega vinur Fjármálaráðherra vegna þess að lán er hann enn þá að veita þessum manni með Ríkissábyrgð sem segir okkur hvað... Jú það verður okkar skattgreiðenda að borga...

Það á að taka þennan mann út úr Íslensku efnahagslífi hann er einn af þeim sem setti þjóðina í þá stöðu sem við erum í dag og það er ekkert sem réttlætir áframhald þessa manns á Íslenskri grund í viðskiptum segi ég vegna þessa veruleika-fyrringu sem þessi maður er haldin á því að hann gerði ekki neitt og það eru allir svo vondir við hann....

Bókhald Landsbankans þessi ár sem hann var í eigu þessara manna finnst mér sárlega vanta upp á borð fyrir þjóðina svo hún Þjóðin sjálf geti sagt sér til um sakleysi eða sekt þessa manns sem og fyrrverandi eigendur Landsbankans. Það er ekki hægt að líða að þessi maður komi með svona blammeringar á Forseta vor nema sannleikur sé...


mbl.is Hringdi ekki til Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fyllist stolti í hjarta mínu...

Að sjá þennan samhug sem þjóðin á til og hefur í verki núna sýnt með þessu átaki sínu í að hjálpa fær mig til að fyllast stolti og hlýju í hjarta mínu.

Það er ekki hægt segja það sama um Ríkistjórn okkar Íslendinga sem neitaði að styðja þetta verkefni á þeirri forsendu að það væri ekki til peningur, en á sama tíma þá á Ríkisstjórnin til pening til að hjálpa og styðja peningalitlum samtökum erlendis...

Svei og skömm segi ég til Ríkisstjórnarinnar.

Vanhæf Ríkisstjórn sem sveik sig til valda á fögrum loforðum sem reyndust svo vera ekkert nema innantóm orð í tunnu, og á Ríkisstjórnin að víkja vegna þessa vanhæfni í vinnubrögðum sem og forgangsröðun á málefnum hjá sér segi ég.


mbl.is Reykjadalur nær að halda dyrunum opnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upp á borð með þessar breytingar...

Upp á borð með þessar breytingar sem eru fyrirhugaðar innan OR segi ég og greinilega fullmótaðar í huga Haraldar Flosa eftir þessari framgöngu að dæma....

Það er greinilegt að hugmyndir Hjörleifs hafa ekki þótt góðar svo það hljóta þá að vera betri hugmyndir hinu megin við borðið og þar sem að þetta eru Auðlindir okkar þá á allt að vera upp á borði í þessu máli. Vegna þess þá krefst ég þess að þessar aðgerðir sem Haraldur Flosi er með í sínum pípum verði lagðar á borð fyrir okkur...

 


mbl.is Ekki ánægja með tillögur um sparnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband