Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2010

Lán lán og aftur lán...

Að ætla sér að reka Þjóðarskútuna á lánum á lán ofan er ekki aðferðarfræði sem gengur upp vegna þess að einn góðan veðurdag þá verða lánaskuldirnar alltaf yfir vegna þess að þær vaxa...

Það þarf að stoppa alla þessa lána-vittleysu og byrja frá grunni að borga skuldir sem eru að sliga þjóðfélagið. Hvort sem það er skuldir Landsvirkjunar eða annara fyrirtækja þá er eitt alveg á hreinu og það er að þú borgar þig ekki út úr skuldum með meir skuldum....

Íslendingar það þarf að vinna innan frá núna og rétta þessa stöðu við. Það er ekki hægt að við lesum það svo næst að OR Reykvíkinga sé komin í hendur á Kínverjum sem vilja Bitruvirkjun og Guð má vita hvað fleira... Það vita allir að Þjóðin er búin að segja orð sitt með þennan Icesave óreiðureikning sem er ekki Þjóðarinnar að borga og þjóðin öll sömul sammála því fyrir utan nokkrar hræður sem finna sig svo seka í þessum reikning að borga hann vilja þau og er Fjármálaráðherra Íslendinga fremstur þar í sæti...

Við skulum minnast þess að fjármálaráðherra skrifaði undir til greiðslu á þessa óreiðuskuld án þess að hafa samþykki Alþingis fyrir því og hvað þá að hafa lesið það sem hann var að lofa að greiða... Vegna þeirra stöðu sem er uppi þar, þá segi ég að það verður að koma þessari Ríkistjórn frá ef að Íslendingar ætla sér að fara með þetta Icesave mál dómstólaleiðina sem á að gera...


mbl.is Lokað á lán vegna Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svikamál Ríkisstjórnarinnar...

Þessi Ríkisstjórn á öll að segja af sér vegna alls þessa máls segi ég.

Ástæðan er eitt KOSNINGALOFORÐIÐ sem þessi Ríkisstjórn hafði í hámælum í kosningarbaráttunni sinni og var þessi Ríkisstjórn kosin fyrir það loforð meðal annars...

SKJALDBORG utan um heimili Landsmanna.

Það er allt búið að snúast um að láta okkur þjóðina borga brúsan og alveg sama hvað við þjóðin segjum, þessi Ríkisstjórn ætlar sér að láta okkur almenningin borga alla þessa vittleysu sem segir okkur það að annað stóð aldrei til. Þessi Ríkisstjórn er ekki með umboð fyrir þessum verkum segi ég vegna þess að þetta er ekki það sem Ríkisstjórnin var ráðin í af okkur sem borgum henni launin sín...

Ég krefst þess að Alþingi taki þetta mikla svikamál sem upp er komið og krefjist afsagnar Ríkisstjórnarinnar, þetta er ekkert annað en SVIK... Það eru ekki bankainnistæður sem er verið að ræna núna heldur Hýbýlum Landsmanna sem og fyrirtækjum. Stöndum saman vörð um eigur okkar og krefjumst að þessi Ríkisstjórn víkji tafarlaust og til nýrra kosninga verði boðað tafarlaust...


mbl.is Staða Gylfa og ríkisstjórnarinnar sennilega rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll Ríkisstjórnin á að víkja...

Öll Ríkisstjórnin á að víkja vegna þess að hún laug að Landsmönnum til að koma sér til valda.

Laug svo hún spillingar-armurinn gæti klárað verk sitt sem er að Ræna Landinu og helst allri afkomu þess sem á að vera okkur til handa.

Vanhæf Ríkisstjórn sem snérist gegn öllu Fólkinu sínu vegna þess að Sjálfstæð er Þjóðin og það er orð sem Ríkisstjórnin þolir ekki...

Að verða vitni að svona barnaskap hjá fullorðnu fólki sem er komið í svona mikilvægastöðu sem Ríkisstjórnarstarf er, er sorglegt að sjá og fær mig til að hugsa það hvort Æðstaráð er eitthvað sem við Íslendingar ættum að hafa svo það sé hægt að setja kosna ráðamenn út vegna vanhæfi...


mbl.is Ekki kappsmál að vera ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðfræðingurinn sjálfur...

Við erum nýbúin að heyra það að botninum sé náð eða í versta falli erum á botninum, og þá hugsaði ég ókey þá eru frekari hækkanir ekki væntanlegar.

Við höfum líka lesið það að AGS er að klára sína 3 umferð á þessu makki sínu með Ríkisstjórninni og AGS er búið að gefa það út að heimili Landsmanna vilja þeir fá núna.

Þessi Ríkisstjórn hlaut kosningu meðal annars vegna þess að heimilum og fyrirtækjum Landsmanna átti að bjarga... en það sem Landsmenn eru að verða fyrir er það að öreiga eiga allir að verða og ósjálfbjarga.

Vanhæf Ríkisstjórn segi ég og það sem á að gera er að koma henni frá sem allra fyrst vegna þess að Landi og Þjóð er hún Ríkisstjórnin ekki að sinna eftir sinni bestu vitund af alúð Landi og Þjóð til handa.

Landsmenn eru ekki að geta borgað eins og staðan er í dag alla reikninga sína og hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að með frekari skattahækkunum verði staðan betri hjá Landsmönnum....


mbl.is Ætla að hækka skatta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öll Ríkisstjórnin á að fara...

Það sem ég segi er að öll Ríkisstjórnin á að fara vegna þessa máls.

Öll Ríkisstjórnin á að fara með skömm vegna þess að hún er búin að vita um ólögmæti þessa lánaforms allan tímann, og það eru það mörg álit á móti þessu síðan snemma 2009 að það hefði átt að frysta allt þar til endanleg niðurstaða væri komin á lögmæti þessa lánaforms. Við skulum hafa það í huga að Ríkisstjórnin er búin að setja hvern pakkann á fætur öðrum sem hjálp fyrir heimilin með þessi ólöglegu lán innanborðs á fullu ranglætisverði, sem gerði það að verkum sem varð, og í dag þá eru Húsnæði Landsmanna mörg hver farin og mjög mörg að fara vegna þessa lána...

Við vitum og höfum fengið fréttir af því að Þetta er búið að brjóta fullfríska Einstaklinga niður á sál og vegna þess þá gef ég honum Guði mínum leyfi til að gefa ÖLLUM styrk þar...

Það er aftur á móti spurning hvort Ríkisstjórnin hafi haldið þessu leyndu fyrir Alþingi...

Svei og skömm segi ég einu sinni en til Ríkisstjórnarinnar. Sjái hún sóma sinn í að fara vegna þess að þetta er ekki hjálp Heimilinum til sem er að gerast hérna...


mbl.is Gylfi áfram ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svei og skömm..

Það er allveg ljóst að Ríkisstjórn erum við með sem er ekki að geta rekið Þjóðfélagið eins og við viljum og þurfum.

Það er líka alveg ljóst að við Íslendingar erum að borga stóran hluta til Ríkis af innkomu hvers og eins okkar og vegna þess þá segi ég... 

Það þarf að breyta þessu og fá Ríkisstjórn sem vinnur þau verk sem vinna þarf fyrir okkur...

Að geta búið við öryggi er eitt af því sem ég held að við allir Íslendingar séum sammála um að vilja hafa ofarlega á lista hjá okkur og þess vegna á að semja við þessa stétt tafarlaust segi ég líka, það þarf að taka til annarstaðar finnst mér.... 

Það er að SKRÚPPA, SKÚRA OG SÓTTHREINSA íverustað Ríkistjórnar um leið og henni verður vísað út úr Alþingi vegna þess að Hag okkar er hún ekki að hafa að leiðarljósi segi ég...

Svei og skömm...

 


mbl.is Samningafundur hafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drögum þessa aðildarumsókn í ESB tafarlaust til baka...

Drögum þessa aðildarumsókn Íslendinga í ESB tafarlaust til baka segi ég.

Ef þetta er það sem koma skal varðandi Íslandsmið þá segi ég bara við höfum ekkert að gera þarna inn. ESB er búið að þurrausa öll sín fiskimið meira og minna og eru ekki góðar horfur þar á bæ hjá þeim. Við erum fámenn þjóð á stóru landi í augum ESB og vegna þess þá yrði ósköp lítið sem við Íslendingar fengjum að veiða á okkar miðum eftir inngöngu í ESB ef af yrði.

Það verða engar undarþágur gerðar fyrir okkur með fiskimiðin okkar það höfum við fengið að heyra frá ESB.  

Ekkert ESB segi ég og á þjóðin að fá að segja strax til um það hvort hún vilji áframhald á þessum viðræðum eða ekki...


mbl.is ESB hótar aðgerðum vegna makríls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tæpar 250,000 á mánuði til 365...

Finnst engum neitt skrítið við þessa frétt spyr ég bara...

Áskriftir fyrir tæpar 3 milljónir á ári eru ansi miklar áskriftir finnst mér, þetta eru tæpar 250,000 þúsund krónur á mánuði sem hefur verið að greiðast í áskrift til 365 Miðla frá LHS....

Fyrir Stöð 2, Stöð 2 plús, Bíórásina sem og Bíórás plús, Stöð 2 Ekstra og plús þar líka og svo 1 pakka af erlendu stöðvunum sem geta verið margvíslegar þar, eftir því hvernig pakka þú villt þá eru að greiðast tæpar 8000 krónur á mánuði miða við að þú sért í Vild... Þetta eru innan við 100,000 krónur á ári. Fleiri stöðvar við Vildina gefa ekkert annað en meiri afslátt, svo mig langar að vita í hvaða áskriftum liggja þessar tæpar 3 milljónir á ári til 365 Miðla...


mbl.is Landspítalinn segir upp Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanhæf Ríkisstjórn...

Það virðist vera ansi lítill vilji hjá stjórnvöldum að semja og satt að segja þá er ég alveg orðlaus yfir þessu...

Það er engin samningsvilji vegna þess að það var ekki kallað til þessa sáttarfundar fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir þessa verkfallsboðun...

Svei og skömm segi ég og á þessi vanhæfa Ríkisstjórn að koma sér frá hið snarasta áður en það alvaralegir hlutir gerast sem ekki verða kallaðir til baka vegna þess að menn eru í verkfalli og ekki til peningur til að hækka laun þessara einstaklinga frekar en annara fyrir utan Alþingismanna, þetta segi ég vegna þess að það var til peningur núna í Júní  til að hækka ferðar og dagpeninga þeirra starfsmanna sem vinna innan veggja Alþingis það er Ríkisstjórnarinnar...

Það er ekki búið að boða til annars fundar eftir fréttum að dæma og eftir þessum vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar þá verður ekki kallað til annars fundar fyrr en það kemur að næstu boðuðu verkfallsaðgerð...

Slökviðliðs og sjúkraflutningamenn gegna afar mikilvægu öryggishlutverki í lífi okkar allra og það er skammarlegt að svona staða skuli þurfa að koma til að launahækkun fáist. Vanhæf Ríkisstjórn segi ég vegna þess að svona staða eins og komin er hér ætti ekki að þekkjast og þætti ekki góð vinnubrögð á öðrum bæjum...

Ríkisstjórn semjið við þessa menn tafarlaust segi ég eða komið ykkur frá vegna vanhæfi ykkar í vinnu sem og vinnubrögðum...


mbl.is Dagsverkfall þrátt fyrir langan fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ásta Sigrún og skammastu þín Árni Páll Árnason...

Hvað er allt þetta klúður búið að kosta okkur og á eftir að kosta okkur langar mig að vita...

Varla mun hann Runólfur sætta sig við einsdagslaun eða hvað humm... 

Þessi maður var vinur Félagsmálaráðherra áður en þetta kom upp, en eftir þessa uppákomu þá varð hann kunningi...

Það er komið fram að Árni Páll Árnason vissi um skuldarstöðu Runólfs og þessi lánamál hans vegna þess að hann Árni Páll Árnason fékk samskonar lán eftir útvarpsfréttum í morgun að dæma... Félagsmálaráðherra þvertekur fyrir að hafa sagt Runólfi upp, en Runólfur segist hafa fengið morgunsímtal frá Félagsmálaráðherra þar sem hann var beðin að stíga til hliðar...

Hvað þýðir það annað en ef þú ferð ekki þá læt ég þig fara... 

Þessi Ríkisstjórn er búin að kosta okkur mikið annarsvegar vegna mikillar vangá á vinnubrögðum sem hafa einkennst af óðagoti og skyndihugmyndum sem hafa svo ekki staðist tímans tönn og svo annarsvegar vegna svona hluta eins og gerðust hérna, vinaráðningar og framkvæmdir sem henni Ríkisstjórninni langar til en Þjóðin vill ekki... eins og að greiða Icesave svo ég nefni eitthvað eða að keyra þjóðina í ESB þó afgerandi meiri hluti þjóðarinnar vilji ekki í það samfélag...

Þessi Ríkisstjórn á öll að segja af sér segi ég tafarlaust.

 En aftur að fréttinni og upphafspunkti mig langar að fá að vita hvað þetta klúður á eftir að kosta okkur...


mbl.is Ásta skipuð umboðsmaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband