Tæpar 250,000 á mánuði til 365...

Finnst engum neitt skrítið við þessa frétt spyr ég bara...

Áskriftir fyrir tæpar 3 milljónir á ári eru ansi miklar áskriftir finnst mér, þetta eru tæpar 250,000 þúsund krónur á mánuði sem hefur verið að greiðast í áskrift til 365 Miðla frá LHS....

Fyrir Stöð 2, Stöð 2 plús, Bíórásina sem og Bíórás plús, Stöð 2 Ekstra og plús þar líka og svo 1 pakka af erlendu stöðvunum sem geta verið margvíslegar þar, eftir því hvernig pakka þú villt þá eru að greiðast tæpar 8000 krónur á mánuði miða við að þú sért í Vild... Þetta eru innan við 100,000 krónur á ári. Fleiri stöðvar við Vildina gefa ekkert annað en meiri afslátt, svo mig langar að vita í hvaða áskriftum liggja þessar tæpar 3 milljónir á ári til 365 Miðla...


mbl.is Landspítalinn segir upp Stöð 2
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er ekki hægt að bera saman áskriftarverð fyrir heimili og fyrirtæki.

Venjuleg sjónvarpsáskrift miðast venjulega við eitt heimili og því eðlilegt að það sé töluvert dýrara að fá áskrift fyrir öll þau fjölmörgu sjónvörp og áhorfendur á þessum stóra stað sem Landspítalinn er.

Hermann (IP-tala skráð) 7.8.2010 kl. 18:21

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hermann þetta er mikið samt sem áður og kannski fljótfærni hjá mér að setja þetta svona upp, þetta eru náttúrulega öll Sjúkrahúsin og margar stofur en það er til svo kallaður hlutur sem heitir deilir en er víst ólöglegur eða var síðast þegar ég vissi, 1 áskrift og svo leigir þú aðgang að fleiri afruglurum og það ætti ekki að vera svona dýrt. En það er greinilegt að 365 Miðlar hafa reynt að kremja allan þann kostnað sem hægt er í þessu dæmi út frá þessum tölum að segja og er það skammarlegt... Það sem slær mig er að þetta er Sjúkrahús og þar sem að öllum sem hér hafa tjáð sig um málið eiga það sameiginlegt að lýsa mikilvægi þess að hafa sjónvarpbarnaefni sem er ekkert annað en eðlilegt, og ég tala út frá reynslu þar með barnaefni á 4 börn sjálf og svo sannarlega getur barnaefnið verið himnasending fyrir foreldra með veik börn. Þar tala ég líka af reynslu og skil mætavel nauðsyn þess að hafa aðgangin að þessu og þá sérstaklega barnaefninu. Það sem mér finnst er að í þessu tilfelli þá er 365 miðlar að græða á þeim sem eiga eiginlega að vera eitt af þessum þegjandi góðverkum sem gerð eru í þágu mannkynsins...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.8.2010 kl. 19:57

3 identicon

Já þetta eru mikklir peningar og ekki ólíkt 365 að blóðmjólka fyrirtæki.

það er samt þannig að því fleiri sem eiga að fá að horfa á tiltekna stöð í gegnum einn myndlykil eða á dvd disk dreift um spítalann, þá þarf að borga meira til rétthafa, því miður. Á undan öllum dvd myndum er tekið fram að óheimilt er að sýna myndina í t.d. fjölbýlihúsakerfum, hótelum, skipum, flugvélum, sjúkrahúsom ofl. Í raun máttu ekki lána vinum þínum dvd myndirnar þínar.

Þessi rétthafa frumskógur er alveg ferlega leiðinlegur og sýnir sjúklingum engann grið.

Ég veit í raun ekki hvaða aðrar leiðir eru mögulegar.

Hermann (IP-tala skráð) 8.8.2010 kl. 00:15

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hermann leggjum hausinn í bleyti yfir þessu...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.8.2010 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband