Vanhæf Ríkisstjórn...

Það virðist vera ansi lítill vilji hjá stjórnvöldum að semja og satt að segja þá er ég alveg orðlaus yfir þessu...

Það er engin samningsvilji vegna þess að það var ekki kallað til þessa sáttarfundar fyrr en nokkrum klukkutímum fyrir þessa verkfallsboðun...

Svei og skömm segi ég og á þessi vanhæfa Ríkisstjórn að koma sér frá hið snarasta áður en það alvaralegir hlutir gerast sem ekki verða kallaðir til baka vegna þess að menn eru í verkfalli og ekki til peningur til að hækka laun þessara einstaklinga frekar en annara fyrir utan Alþingismanna, þetta segi ég vegna þess að það var til peningur núna í Júní  til að hækka ferðar og dagpeninga þeirra starfsmanna sem vinna innan veggja Alþingis það er Ríkisstjórnarinnar...

Það er ekki búið að boða til annars fundar eftir fréttum að dæma og eftir þessum vinnubrögðum Ríkisstjórnarinnar þá verður ekki kallað til annars fundar fyrr en það kemur að næstu boðuðu verkfallsaðgerð...

Slökviðliðs og sjúkraflutningamenn gegna afar mikilvægu öryggishlutverki í lífi okkar allra og það er skammarlegt að svona staða skuli þurfa að koma til að launahækkun fáist. Vanhæf Ríkisstjórn segi ég vegna þess að svona staða eins og komin er hér ætti ekki að þekkjast og þætti ekki góð vinnubrögð á öðrum bæjum...

Ríkisstjórn semjið við þessa menn tafarlaust segi ég eða komið ykkur frá vegna vanhæfi ykkar í vinnu sem og vinnubrögðum...


mbl.is Dagsverkfall þrátt fyrir langan fund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband