Færsluflokkur: Bloggar
2.7.2010 | 00:59
En og aftur...
Það er greinilega vaxandi hópurinn sem vill ekki inn í ESB og satt að segja þá er ég svolítið glöð yfir því vegna þess að mér hefur alltaf fundist við vera betur stödd utan þess en innan.
Þar sem þessi könnun sínir og sannar okkur er að þessi staðreynd stendur.
Það stendur líka að það liggur fyrir þingsályktunartillaga inn á Alþingi um að draga þessa umsókn til baka.
Það stendur líka að það er komin skýr lína hvar Sjálfstæðisflokkurinn er í þessu.
Það stendur líka að það er mikla andstöðu að finna með þessari umsóknaraðild innan allra hinna flokkana svo af hverju er ekki stoppað þetta ferli strax og umsóknin dregin tafarlaust til baka eða þjóðinni gert kleift að segja vilja sinn með Þjóðaratkvæðagreiðslu sem fljótast...
Það á ekki að bíða fram á haust eins og VG hafa lagt til. Ef þeir hafa ekki dug eða kjark til að fara strax í þá vinnu að fá þennan ágreining á hreint og taka skýra stefnu í þessu núna þá eiga þeir eða ættu að hafa svo mikið vit að setja sig úr þessum leik...
Fáum þetta á hreint áður en lengra er haldið segi ég...
![]() |
Aðeins fjórðungur vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2010 | 00:36
Eigendurnir hvað...
Það sem vekur athygli mína er þetta orðalag eigendur OR...
Hverjir eru svo þessir skráðu eigendur !
Getur einhver frætt mig um það og þá í leiðinni hvenær þeir urðu skráðir eigendur og hver seldi þeim !...
Ég hélt að það væri við Íslendingar sem ættum hana...
Ég vil fá svar við þessum spurningum mínum og ættum við öll að krefjast þess að þeim verði svarað hið snarasta. Þetta hlítur að slá aðra en mig...
![]() |
Samstaða meðal eigenda OR |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2010 | 09:32
Ha...
Erum við ekki ný búin að meðtaka fréttir þar sem að okkur var tilkynnt að kreppan væri búin !
Það er ekki að marka eitt eða neitt sem kemur frá Ríkistjórninni okkar það er alveg ljóst á þessari frétt og væri hreinlega þörf á því að fara ofan í saumana á þessari frétt um að kreppan væri búin og hvað var það sem að gaf það í skyn... því ef fréttin hefði verið rétt og fótur fyrir henni þá værum við ekki að lesa svona frétt í dag...
![]() |
76 sagt upp hjá verktakafyrirtækjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
1.7.2010 | 08:57
Gott mál...
Mikið er ég ánægð með þessa niðurstöðu og hún hlítur að vera raunveruleg vegna þessa sem við erum búin að ganga í gegnum og erum að ganga í gegnum. Fólk lætur ekki plata sig mörgum sinnum hummm...
Hvað næsta skref verður hjá okkur hlítur að vera að koma þessari verstu óhroða svika Ríkistjórn sem við Íslendingar höfum nokkurn tíma haft frá völdum. Það þarf ekki nema að horfa til síðustu helgar til að sjá ólík vinnubrögð hjá flokkunum og hverjir vinna lýðræðisleg vinnubrögð og hverjir ekki. Ég var stolt af því að Sjálfsæðiskona þegar ég sá þessi vinnubrögð og mættu margir taka þau sér til fyrirmyndar...
![]() |
Sjálfstæðisflokkur í sókn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
1.7.2010 | 08:41
Eigum við ekki fyrst að segja hug okkar...
Þegar ég las þessa frétt þá hvarlaði að mér... það er eins og við séum gengin í ESB...
Það sem ég vil fá að vita er það hvort við Íslendingar fáum bakreikning í hausin vegna þessa breytinga sem er verið að gera á öllu fyrir ESB...!
Við erum ekki búin að fá að segja hug okkar um vilja okkar þarna inn og finnst mér það lágmarks réttindi okkar þar sem það er afgerandi meirihluti Íslendinga sem vill ekki í þetta ESB samfélag..!
Þetta er mikil vanvirðing við okkur Íslendinga sem Ríkistjórnin er að sína okkur með þessari framkomu sinni og yfirgangur að leyfa okkur ekki að segja hug okkar hvort við viljum eða ekki.
Allar þessar breytingar fyrir ESB kosta pening og það vitum við en spurningin er hvort það verður svo einn stór reikningur sendur okkur af ESB þegar í ljós kemur að inn í ESB vill þjóðin ekki...
![]() |
Varaðir við gagnanotkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.6.2010 | 22:37
Hvað táknar fátækramörk...
Ég velti stundum fyrir mér við hvað sé miðað við þegar sagt er svona við fátækramörk...
Er þá átt við þegar fólk á hvorki fyrir mat né öllum reikningum hverju sinni ! maður hefur heyrt svo marga segja ég er yfir þessum mörkum og hef ég fengið sjálf að heyra það einu sinni.. Er átt við þegar þú ert með yfir þessa tölu sem eru fátækramörk...
Það er mikilvægt að það verði farið ofan í saumana á þessari fátækt og til komu hennar. Hún gæti verið komin að stórum hluta til vegna þess að það er stuðst við tölu sem er í engum takt við raunveruleikan á það hvað það kostar að lifa. Ég veit ekki hver þessi tala er í dag en það er ekki nóg að fólk eigi bara fyrir reikningum eða bara fyrir mat, en þannig er það búið að vera hjá stórum hluta fjölskyldna sem og einstaklinga allt of lengi og allt kannski bara vegna þess að þessi tala sem er stuðst við hefur ekki fengið að hækka í takt við allt annað í þjóðfélaginu...
![]() |
Búa á betur að fátækum í borginni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010 | 21:58
Draga þessa umsókn til baka.
Það á að draga þessa umsókn tafarlaust til baka vegna þess að það er ekki stuðningur með henni...
Það á að stoppa allt samningsferli tafarlaust þar sem að það liggur fyrir inn á Alþingi tillaga til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu og Flm.: hennar eru Unnur Brá Konráðsdóttir, Ásmundur Einar Daðason, Gunnar Bragi Sveinsson og Birgitta Jónsdóttir.
Það er ekki stuðningur með þessari aðild frá stórum meirihluta þjóðarinnar og það er afgerandi.
Vegna þess og þessara þingsáligtunartillögu sem liggur inn á Alþingi þá myndi ég halda að það væri komin stór flötur til að stoppa þetta allt tafarlaust og kalla Alþingi saman strax til að afgreiða þetta mikla mál sem aðildarumsókn inn í ESB er og þar til það er komin niðurstaða á það hvort þetta sé það sem að við Þjóðin viljum, eða viljum ekki ( inn í þessa Aðild ) þá er hægt að taka næsta skref..
![]() |
Harma samþykkt landsfundar um ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
30.6.2010 | 12:45
Hverra er ákvörðunin...
Er það ekki Ríkisstjórn sem þarf að gefa fyrirmæli...
Það er ljóst á þessu að allar þessar stofnanir eru flæktar á einhvern hátt í þetta peningasukk, Ríkisstjórnin Fjármálaeftirlitið sem og Seðlabanki í samvinnu við AGS...
Það er ljóst á þessu að heimilin skulu það vera sem áfram eiga að blæða...
Það er alveg ljóst að þessi Ríkistjórn verður að fara ef að við ætlum að fá þessu breytt...
Það er verið að taka framyfir hendur Hæstaréttar sem sagði sitt ákveðna í þessu máli og það á að standa... Það er ljóst að Ríkistjórnin er í stríði við fólkið sem kaus hana, komin í stríð við Dómstóla sem dæmdu okkur fólkinu í hag !!!
![]() |
Segir tilmælin ómarktæk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2010 | 12:01
Almannahagsmuna eða ...
Ég verð að segja það að mér finnst þetta svívirða við alla Íslendinga sem að kusu Ríkistjórnina vegna fögru kosningarloforða hennar að bjarga heimilum og fyrirtækjum, og tryggja það að óreiðuskuldir annarra yrðu ekki okkar að borga.
Það er með ólíkindum þær aðferðir sem hafa verið notaðar af Ríkstjórninni til að hræða almenning segi ég, vegna þess að hver er annars tilgangurinn með svona hótunum út og suður annar en að hræða fólk til skrefa í ákveðna átt, átt sem fólk vill ekki einu sinni fara , þetta er búið að viðgangast í Icesave málinu sem er komið á byrjunarpunkt aftur. Það er notuð þessi aðferð inn á Alþingi af Ríkistjórninni til að Ríkistjórnin nái sínu fram og gekk upp varðandi ESB aðildarferlið án meirihluta segi ég vegna þess að þeim sem voru á móti var logið að til um hvað væri að fara í þessa aðild og látið vera að það væri bara að skreppa í kaffi til frænku til að fá samþykkt.
Þessi Ríkistjórn kann ekki aðra aðferð en lánatökur til að vinna á skuldarvanda þjóðarinnar og er hann orðin alveg gígantískur í dag myndi maður halda... Þætti vænt um ef það væri hægt að fá stöðu birta og þá sérstaklega hversu mikið Fjármálaráðherra er búinn að skuldbinda ríkisjóð með útgefnum bréfum sem og lánatökum frá því að hann tók við embætti.
Þessar fréttir sem að við erum búin að vera heyra síðustu daga eru alveg með ólíkindum eins og að kreppan sé búinn og við ekki að sjá eða finna fyrir því en það sé alveg á næsta leiti eftir orðum þessara háttsettu manna er alveg með endemun að lesa. Ég veit ekki betur en það séu yfirvofandi þvílíkar hækkanir frá Ríkistjórn á skatta gjöld álög vask og hvað nú þetta allt saman heitir og kreppan búinn...
Það verður að stoppa þetta bull núna. Það er ekki nóg að þjóðin er búin að ganga í gegnum það að Ríkistjórnin VAR tilbúin og ER tilbúin að fórna heimilunum og auðlindum okkar fyrir eitthvað sem okkur er ekki sagt, heldur eru margar fjölskyldur búnar að missa húsaskjól sitt og allt sitt og hvað gerði Ríkistjórnin á meðan ! Ekki neitt, ekki neitt annað en að segja.. já ykkur var nær að fjárfesta svona upp í rjáfur og núna ætlast þessi Ríkistjórn til þess að fólkið finni til með sér og sjái aumur á sér og hjálpi henni með samúð miskun... Ef þetta er það besta sem að Ríkistjórnin getur gert þá á hún að viðurkenna það fyrir okkur að á leiðarenda er hún komin vegna þess að það stóð aldrei til að bjarga heimilum né fyrirtækjum landsmanna og hafa vit á því að koma sér frá störfum tafarlaust og láta okkur sjá um að kjósa fólk í þessa vinnu sem kemur með raunhæf plön sem farnast vel í framtíð okkar og eru rétt og best fyrir okkur...
![]() |
Í þágu almannahagsmuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
27.6.2010 | 10:31
Ráðherra Samfylkingarinnar...
Forsætisráðherra Íslendinga og RÁÐHERRA Samfylkingunar...
Þetta segir manni að það er einræði og þessi flokkur er samansafn af hjörð sem er ósjálfstæð og fer best að láta segja sér fyrir verkum. Það sem veltist fyrir mér er af hverju flytur þessi flokkur sig ekki bara með allt sitt hafurtask í ESB umhverfi...
Íslendingar flestir hafa marg sagt það að þarna inn vill ekki meirihluti þjóðarinnar og hvað er erfitt við að skilja það...
Hvað er erfitt að skilja... Að okkur var lofað 2 þjóðaratkvæðagreiðslum varðandi þessa aðild og við svikin um það...
Að hún Jóhanna Sigurðardóttir skuli láta titla sig sem Ráðherra Samfylkingarinnarflokksins segir það sem segja þarf um einstaklingana innan þessa flokk...
Gunguflokkur sem þorir ekki að mæta vilja þjóðarinnar segi ég...
![]() |
Lýsa yfir stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.8.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 62
- Frá upphafi: 1444
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 61
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar