En ekki hvað...

Það var náttúrulega ekki við öðru að búast, þar sem öll endurreisnin hjá þessari Ríkistjórn er byggð á lánatökum, en ekki því sem kemur inn í Ríkiskassann og hvað sé hægt að gera með þá upphæð. Það liggur við að manni finnist maður vera gamaldags að hugsa svona, en auðvitað á það ekki að vera og allur rekstur í hvaða formi sem hann er, fyrirtæki, heimili nú eða ríkisbúskapur ætti að vera rekin þannig. Það er að ganga út frá því sem er. Þegar sú staða er ekki að ganga upp þá þarf að endurskoða hlutina og sjá hvar hringurinn er ekki að ganga rétt. Að taka bara lán á lán ofan, í von um að allt lagist bara að sjálfu sér er ekki rétt leið.

Rétt leið er að horfa á stöðuna og sjá hvað er ekki að snúa rétt. Hvað þarf að auka í framleiðslu til að mæta auknum útgjöldum, hvar þarf að laga óþarfa og bruðl, nú með því að fjarlægja burt þá hluti eða gera breytingar í formi niðurskurðar er rétta leiðin, ekki að taka bara lán.

Að vilja hjálpa einhverjum sem á í vandæðum eða vanda vandans vegna, er ekki hjálp til að knésetja.

Það kom fram hjá Jóhönnu Sigurðardóttir að það hefði verið skrifað undir loforð í nóvember 2008 fyrir láni frá AGS. um að það væri háð því að Icesave yrði greitt. 

Segir allt orðið svo gott vegna þess að þau gáfu loforð fyrir greiðslu þessa nýja samnings. ICESAVE.

Ég treysti hvorki orðum Jóhönnu Sigurðardóttir eða orðum Steingríms J Sigurssonar. Steingrímur segist hafa áhyggjur af mynd sem gæti risið upp af Íslandi...

Hann er ekki að sjá að sú mynd sem heimurinn er með af þessu máli er vegna orða sem hafa komið frá þeim sjálfum, orð um að Íslendingar vilji ekki borga og séu bara reiðir.... Ég óttast, óttast vegna þess að hvorki hann eða Jóhanna virðast gera sér grein fyrir réttu myndinni á þessu öllu saman, og þess vegna orðið okkur til frekari skaða með einhverjum orðum sem er svo ekki eins auðvelt að taka til baka. Einhver staðar segir máltækið.. að margur haldi að það sé betra að vera fyrri til að rægja náungann í von um að minni trúverðugari verði náunginn. Ég vil að þessi Ríkistjórn fari frá. Hún er búinn að verða uppvís að þvílíkum lygum þó ljótt er að segja, en satt engu að síður og þess vegna verður erfitt að trúa einhverju sem á eftir að koma frá henni, hversu satt sem það mun vera. Það kemur vonandi í ljós hver á hvaða drullu hérna í þessu ICESAVE máli. Það er mikilvægt að við Íslenska þjóðin getum farið að halda áfram út frá því sem. Hvort sem það eru skuldir sem og eignir, þá þarf að ganga út frá því sem er til að moða og engu öðru eins og ég segi hér á undan. Pössum Ísland segi ég. Kveðja.


mbl.is Endurreisnaráætlun í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Algerlega sammála þér .. nú sem aldrei fyrr á slagorðið "vanhæf ríkisstjórn" vel við !

 Taka við búinu og lofa öllu fögru og ætla að bæta ástandið til muna og allir svífi um á bleiku skýi þegar á reynir var það allt bull og lygar.

   Ég vil kjósa fólk ekki flokka!

Ásta (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 14:54

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já Ásta við verðum að breyta stjórnkerfinu þjóðstjórn væri best á meðan unnið er að endurskipulagningu stjórnkerfisins. Ingibjörg rétt hjá þér það stefnir í stórfelldan fólksflótta ef ekki verður kerfisbreyting gamla flokksræðið er gerspillt og algerlega vanhæft til að endurreisa ísland einnig skortir traust til stjórnvalda.

Sigurður Haraldsson, 6.1.2010 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband