Sjálfstæði okkar sem manneskjur.

Þetta finnst mér vera merkilegar fréttir fyrir okkur Íslendinga og finnst mér þær vera að segja okkur hversu dýrmætt og mikilvægt Sjálfstæði okkar er sem manneskjur sem og að vera Sjálfstæð Þjóð.

Að vera sjálfstæður er mikil og stór ábyrgð. 

Að vera Sjálfstæður er að vera vitiborin og vita hvað er sjálfum sér fyrir bestu.

Að vera Sjálfstæður er að hafa greind til að gera mun, mun á því að vita, að það sem manni langar í er ekki alltaf það sem er manni fyrir bestu.

Að vita að allt sem maður ákveður og gerir er manns eigin ákvörðun alltaf á endanum að gera og framkvæma, og ekki hægt að kenna öðrum um.

Í einföldu máli þá á Sjálfstæður maður að hafa vitið fyrir sjálfum sér. Það krefst þess að vera meðvitaður við fortíð og framtíð og stíga næstu skref í lífinu út frá því sem er manni fyrir bestu.

Er þetta bara smá af því sem kom í huga mér við lestur þessarar fréttar, og langaði mér að deila því með ykkur. Því að í mínum augum þá krefst það miklar ábyrgðar að vera sjálfstæður.

Og mér sem fannst þegar ég var lítil stelpa það að vera Sjálfstæð væri einhvað svo spennandi og mikilvægt markmið í lífinu að ná. Sem og það er, Það á að vera mikilvægt fyrir alla og reyndar sjálfsagður réttur hvers og eins að geta ráðið yfir sjálfum sér, og markmið hvers og eins að verða sjálfstæð og ábyrg manneskja hvar sem er í heiminum. Það er miklu meir en það sem ég segi hér í fáum orðum um ábyrgð þess að vera sjálfstæð, en langaði eins og sagði að deila þessari hugsun minni með ykkur.  Kveðja.


mbl.is Ísland forsmekkurinn að því sem koma skal?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband