7.1.2010 | 11:32
Ísland er allt í lagi...
Þetta er alveg með ólíkindum sem við Íslendingar höfum orðið fyrir vegna þessa máls, og flestir af okkur al-saklausir af þessari bölvaðri vitleysu. Við höfum látið hafa okkur að algjörum blóraböglum af Ríkistjórninni okkar með Bretum og Hollendingum innanborðs, Ríkistjórn okkar hérna sem alveg greinilega finnur sig seka sjálf hér í þessu máli eftir framkomu hennar og viðbrögðum í þessu Icesave máli að dæma. Ríkistjórn Íslendinga sem virðist, er... virðist ekkert, vinna að fullum krafti núna ásamt samstarfsþjóðum sínum sem í þessu tilfelli eru Bretar og Hollendingar að því að fullkomna þetta ætlunarverk sitt að láta okkur bara borga þessa miklu óreiðuskuld sem einhverjir einstaklingar eiga, og eiga greinilega að komast upp með það á okkar kostnað að geta rænt ævisparnaði fólks blygðunarlaust og jafnvel verða hrósað fyrir einhverstaðar.
Það er alveg ljóst að það er verið að brjóta gróflega og svívirðilega á rétt okkar sem sjálfstæðir einstaklingar, og það má ekki gerast undir nokkrum kringumstæðum án þess að við látum reyna á það að fullu fyrir dómstólum hver réttarstaða okkar er með réttu í þessu máli. Ríkistjórn Íslands hlítur að vera orðin brotleg gagnvart okkur réttarfarslega séð með þessari framkomu sinni í þessu máli. Það er ekki hægt lengur annað en að það verði talað tæpitungu laust um allt í þessu máli. Það er framtíð okkar sem er í húfi, og það er ansi mikið fyrir mér, og vonandi þér lesandi góður líka. Kveðja.
Ekki setja Ísland í skuldafangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.