Gegn hvaða loforði...

Ég bara spyr hvaða loforð var gefið til þess að þessi orð voru sögð...

Hversu góðir vinir þeir eru, er mér alveg sama um. Að þetta samtal hafi snúist um hvort ógn stafi af umsóknarferli Ríkistjórnarinnar inn í ESB, vegna stöðu Ríkistjórnarinnar í dag á þessu Icesave máli eftir úrskurð Forseta okkar finnst mér öllu leiðinlegra að sjá.

Einhvern veginn fékk ég svona á tilfinninguna að það vantaði bara einhverstaðar í þetta allt saman frá David Miliband, ef Icesave verður bara borgað að okkar vilja...

Hver er að spá í ESB núna...

Fara samningar kannski fram á endanum eftir vilja Þjóðarinnar inn í ESB....

Það er alvaralegt að það skuli hafa verið hlaupið í þennan pakka af Ríkistjórninni, en ekki þann pakka að sína fram á við erum ekki að flýja eitt eða neitt í ábyrgð okkar, við erum hinsvegar ekki að geta séð að það sé okkar að greiða þessa óreiðuskuld sem er ekki okkar. Við viljum að réttarstaða okkar verði reynd að fullu með það að það sé verið að setja þennan reikning á rangar herðar. Landsbankinn er víst eini bankinn sem gat ekki greitt innistæðutryggar sína, og Björgúlfs feðgar hvergi sóttir til ábyrgðar sem eigendur bankans, við erum með Fjármálaráðherra sem vill endilega að við veitum Ríkisábyrgð fyrir Landsbankann svo hann bankinn geti gengist í ábyrgð fyrir þessa menn...

Hversu rétt er það... rétt á að vera rétt. Verum meðvituð um að þessi Icesave skuld er ekki okkar, nóg höfum við samt af skuldum að greiða þó þessi sé ekki. 

Það er ekki að ræða að þessari skuld verði skellt á okkur til að Jóhanna Sigurðardóttir og félagar eigi greiðari aðgang inn í ESB.

Þess vegna er kannski STÓRA spurningin að verða hvort það eigi ekki að skella inn Já eða Nei spurningu...  Um hver vilji okkar Þjóðarinnar inn í ESB sé með þessari Þjóðaratkvæðagreiðslu sem er að fara fram... Verum vakandi.  Kveðja.


mbl.is Bretar beita sér ekki gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband