Ekki flókið.

Það verður ekki erfitt að vita hvað á að kjósa. Ef spurningin verður eins og búið er að segja þá er það eina sem maður þarf að vita er, viljum við borga þessa óreiðuskuld fyrir þessa menn eða ekki. Svarið verður já eða nei út frá því.

Við vitum í dag að þetta er ekki okkar skuld. 

Við vitum í dag að ábyrgðin er ekki okkar.

Við vitum líka í dag að það eru nöfn á bak við þenna reikning, og þessi nöfn virðast alveg eiga að sleppa við alla ábyrgð og það finnst mér ekki hægt að við horfum upp á steinþeygjandi og hljóðalaust. Það er ekki nóg að refsa þeim einum sem bjuggu regluverk til eða áttu að halda utanum eftirlitið. Það hurfu fullt að peningum og það virðist ekkert eiga að gera til að ná í endan á þeim sem peningana tóku... Það er ekki hægt að líða.

En það verður að byrja einhverstaðar... og byrjunin hjá okkur er að fella þennan lánasamning. Lánasamning sem var undirritaður í felum. Lánasamning sem átti að vera svo góður að það átti ekki einu sinni að lesa hann yfir. Þessi feluleikur er engum til góðs, nema síður sé. Það er alltaf betra að vita hver staðan er þó ljót geti verið, þá er samt betra að vita. 

Látum þetta ekki vefjast fyrir okkur.  Kveðja.


mbl.is Lög um þjóðaratkvæði samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband