10.1.2010 | 12:37
Veruleika skerðing...
Að standa núna upp 10 Janúar 2010 og segja okkur að það sé ekkert samhengi þarna á milli ESB og ICESAVE annarsvegar er bara ekki rétt. Þetta Icesave er búið að vera hótun frá Ríkistjórn okkar að ef við borgum ekki Icesave þá fær þjóðin ekki inn í ESB...
Bara þessi fyrstu viðbrögð Ríkistjórnarinnar gagnvart synjun Forsetans á staðfestingu þessara laga no.2 og gefa þjóðinni þar afleiðandi síðasta orðið, er nóg að skoða til að sjá hversu mikil veruleika skerðing er í þessum orðum.
Það var ekki verið að hlaupa til og útskýra okkar mál.
Ekki verið að útskýra hversvegna þessi reikningur ICESAVE er ekki þjóðarinnar að borga með réttu.
Nei það var hlaupið út um allar tryssur til að bjarga því að þessi blessaða aðildarumsókn sem Íslendingar eiga inn í ESB og stórhluti Íslendinga vill ekki, bæri ekki skaða af þessari ákvörðun Forstans.
Það er greinilegt að það er hlaupin hræðsla í Ríkistjórnina hérna með þessum orðum...
ESB og ICESAVE aðskilin mál.
Varðandi þessa grein hans Þórólfs Matthíassonar þá á hann að skrifa nýja grein þar sem hann biður alla afsökunar á þessari rangfærslu sem hann fer með þar.
Þessi orð hans Steingríms J. Sigfússonar úti í Noregi... að Heimurinn væri ekki alltaf réttlátur og þess vegna eigum við Íslendingar bara að borga Icesave eru honum sem og okkur til skammar. Það er árið 2010 í heimi okkar og að þessi viðhorf séu ráðandi í ákvarðanatökum hjá Steingrími, að Heimurinn er ekki alltaf réttlátur finnst mér líka til háborinnar skammar fyrir okkur Íslendinga sem Sjálfstæða og Fullvalda Þjóð, það er ekki hægt að við látum bjóða okkur svona orð lengur. Vanhæf Ríkistjórn segi ég og á hún að sjá sóma sinn í því að víkja. Kveðja.
ESB og Icesave aðskilin mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.