11.1.2010 | 01:14
Peningana eða lífið...
Mér dettur nú bara þessi setning í hug... Peningana eða lífið þegar maður reynir nú að sjá þessa stöðu sem er á milli Ríkistjórnar Íslands og Breskra sem Hollenskra Stjórnvalda annarsvegar. Bretar og Hollendingar vilja okkar peninga.
Ríkistjórn Íslands annarsvegar og við Íslenska þjóðin hinsvegar, þar sem Ríkistjórnin vill okkar peninga...
Eins og öll ummæli hafa verið að snúast síðustu daga gagnvart þessu Icesave máli, okkur meir og meir í vil, þá er alveg óskiljanlegt að Ríkistjórnin skuli en vera við sama heygarðshornið..
Þessi maður talar eins og þjóðin sé þroskaheft, skilji ekki neitt og sjái málið bara út frá einhverju sem á ekki að vera. Það er allur HEIMURINN að reyna að segja okkur SEM og RÍKISTJÓRNINNI hversu mikið er verið að brjóta á okkur Íslendingum. Hvers vegna Ríkistjórnin kýs að bregðast svona við eins og hún er að gera segir okkur bara eitt, og bara eitt. Ríkistjórn Íslands hlítur að vera búinn að brjóta af sér gagnvart þegnum sínum, okkur. Vitandi það í dag eins og VIÐ, að réttarstaða okkar í þessu er nú kannski ekki eins slæm, og alveg þess virði að líta á það nánar. Nei þá vill þessi blessaða Ríkistjórn bara halda áfram að reyna allt til að troða þessum óhroða á okkur, og ætlar þessi maður að nota skattapeninga okkar núna til að greiða útlagðan kostnað sem þarf í það að reyna að sannfæra okkur um að við eigum bara að borga þennan blessaða lánasamning sem var og er liggur við að maður segir svo maður noti nú orð hans, sá besti í heimi sem gerður hefur verið.
Mikið er ég nú fegin að það skuli ekki hafa tekist að keyra þennan lánasamning í gegnum Alþingi ólesinn. Hvar værum við þá stödd velti ég fyrir mér stundum. Höldum vöku okkar, þetta er ekki búið. Kveðja.
Ekki einhliða innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.