11.1.2010 | 10:52
Hver er menntun þessa manns ?
Hann Björn Valur er ótrúverðugur hér.
Að láta það útúr sér í orðum að það sé hjákátlegt að þurfa að HLUSTA á SVOKALLAÐA sérfræðinga innlenda sem erlenda.
Það er ljóst á þessum orðum hans að það að hlusta er ekki hans stíll. Að lesa yfir gögn er ekki heldur í tísku hjá Ríkistjórninni. Að setja sig í sæti Guðs er alvaralegt mál, að segja að allir aðrir eru heimskir nema ég er veruleika skerðing.
Að halda því fram að komandi kynslóð muni ekki finna fyrir þessu á neinn hátt er ekki rétt hjá honum, þetta er nú þegar byrjað að bitnað á komandi kynslóð, niðurskurður allstaðar í öllu, hvort sem það heitir menntakerfi, heilbrigðiskerfi velferðarkerfi, skattakerfi eða hvaða kerfi sem er þá er mikill niðurskurður komin nú þegar vegna þessa, og unga fólkið okkar finnur fyrir þessu á allan hátt sem og við eldra fólkið.
þessar álögur á okkur vegna þessara stöðu eru bara rétt að byrja, og þjóðin á von á enn verrri niðurskurðarpakka 2011. Margir Íslendingar búnir að missa heimilin sín, mikill fjöldi er að sjá á eftir heimilum sínum á næstunni vegna þessara stöðu, mikið atvinnuleysi komið, og engar aðgerðir enþá komnar til að sporna við því. Ég gæti talið svona áfram sjálfsagt fram eftir degi ef því væri að skipta. Þessar óheyrilegu byrðar sem þegar eru komnar á okkur er hann greinilega ekki finna, enda enn á góðum launum hjá okkur. Hvað er þessi blessaði maður menntaður spyr ég núna...
Ef Björn Valur ætlar sér að eiga einhverja von áfram í stjórnmálum þá á hann að fara að vinna vinnuna sína strax lesa öll gögn og hlusta á öll rök, en gagnvart mér þá getur hann alveg sleppt því, það er alveg sama hvað mun koma frá honum héðan í frá. Fyrir mér þá er of mikið búið að láta frá sér fara, til að verða einhverntímann tekin trúanlega. Bara nægir að nefna hvernig átti að keyra átti þennan Icesave samning ólesin í gegnum Alþingi í von um að engin muni vilja skoða nánar þennan samning er nóg að hugsa til. Þessi Ríkistjórn er á villigötum. Vanhæf vegna samstöðu sinnar við Breta og Hollendinga, en ekki þá sem kusu hana til valda í góðri trú vegna kosningaloforðanna sem hún úthrópaði yfir alla þjóðina. Kosningaloforða sem reyndust svo ein mestu svikin í viðbót við okkur þjóðina. Vanhæf Ríkistjórn sem á að fara strax frá. Kveðja
Björn Valur: Umræðan á villigötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
2015
2013
2012
2011
2010
2009
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.