Allir vittlausir nema ég.

Að setja sig í sæti Almættis er ekki góðu viti að tjalda.

Að nenna ekki að lesa vinnuna sína er mjög alvaralegt mál, það var þessi ríkistjórn uppvís að gagnvart Icesave, vildi keyra þetta mál í gegnum Alþingi algjörlega ólesið í alla staði. Reis svo upp alveg brjáluð þegar stjórnarandstaðan krafðist þess að fá að vita eitthvað um það sem átti bara að samþykkja. Að nenna ekki heldur að hlusta vegna þess að það hentar ekki þeirri ákvörðun sem búið var að taka er alvaralegt að verða uppvís að, það virðist allt sem komið hefur fram síðustu daga varðandi hugsanlegt brot á okkur stangast á við það sem er búið að prenta í forrit hjá Ríkistjórninni, og ómögulegt að breyta því forriti virðist vera. Þessi Ríkistjórn er vanhæf og á að víkja tafarlaust.  Kveðja.


mbl.is Segir misskilnings gæta hjá Lipietz
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Ég verð seint sakaður um að styðja ríkisstjórnarflokkana.  Ég hefði samt helst viljað að hér næðist að skapa einhvern stöðugleika, landi og þjóð til heilla.  Þess vegna fannst mér í upphafi kjörtímabils ekkert annað koma til greina en að þessi ríkisstjórn starfaði út tímabilið.  Því miður er svo komið að þú hefur rét fyrir þér, þessi ríkisstjórn er vanhæf og best væri að fá nýja. 

Þá væri besti kosturinn þjóðstjórn af einhverju tagi, eina tæknilega vandamálið í því er að samfylkingin er að verða búin að sanna það með afgerandi hætti að flokkurinn er ekki stjórntækur.

Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 13:18

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helgi satt að segja þá er ég bara svolítið sorgmædd yfir þessu. Mér finnst þetta alveg hræðileg staða, og við einhvern veginn svo ósjálfbjarga í þessu öllu saman til að rísa upp. Enda með ríkistjórn sem vill það ekki. Ég er ekki alveg að skilja þessa stöðu ef það er ekki um meinloku fyrir að fara hjá Ríkistjórninni. Hún er að eyðileggja fyrir okkur.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.1.2010 kl. 15:35

3 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Ríkisstjórnin hefur misst tengslin við fólkið í landinu.

Helgi Kr. Sigmundsson, 11.1.2010 kl. 16:08

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Helgi það er alveg ljóst að engin tengsl eru við þjóðina hérna. Það verður að hafna þessum óhroða samningi svo það sé möguleiki fyrir okkur að geta snúið þessu máli í einhverja aðra átt. Það er alveg ljóst fyrir mér að með þessa Ríkistjórn innanborðs verða engir nýjir samningar gerðir hvorki af hálfu Breta né Hollendinga. Þess vegna er ég á því að þessi stjórn verði að víkja svo það sé hægt að fara áfram með þetta Icesave mál. Kveðja.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 11.1.2010 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband